20.6.2009 | 00:05
Gott hjá Obama.
Bæði faðir og móðir eiga ávallt að vera virk í uppeldi barns, óháð hjúskaparstöðu þeirra. Rannsóknir sýna að aukin þáttaka feðra í uppeldi barnanna styrkir börnin og þau öðlast sterkari sjálfsmynd fyrir fullorðinsárin. Í Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna segir í 18. gr:
"Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga."
Í hinum vestræna heimi hefur á síðustu árum orðið vakning um mikilvægi feðra í uppeldi barna. Börn sem ólust upp án hins líffræðilega föður lentu miklu oftar afvega í lífinu. Þannig er það stór samfélagsleg ögrun að tryggja börnum þann rétt að alast upp hjá báðum foreldrum líka þegar foreldrarnir búa ekki saman. Með virkri þáttöku beggja foreldra í uppeldinu fækkar börnum sem lenda afvega og á því græða allir. Obama er vissulega dæmi um mann sem ólst upp án föður en hefur vegnað vel. Mér skilst að afi hans og amma hafi að stórum hluta alið hann upp það skarð. Engu að síður gott hjá Obama að fjalla um mikilvægi feðra í lífi barna.
![]() |
Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. júní 2009
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 187338
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar