FORSETINN OG FJÖLMIÐLARNIR !

Fjölmiðlafrumvarpið.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Forseti vor neitaði að undirrita svokölluð fjölmiðlalögin um árið.   Rökin voru þau að það væri gjá á milli þjóðar og þings. Seinna hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að hann hafi fyrst og fremst verið að ganga erinda Baugsmiðla og koma höggi á Davíð Oddsson.  Umræða um fjölmiðlalögin var endalaus í fjölmiðlum á sínum tíma sem náðu að keyra upp mikla múgsefjun gegn frumvarpinu.  Forsetanum tókst ágætlega að verja Baugsmiðlana og koma við þetta höggi á Davíð.    Forsetinn var svo meðvirkur með útrásarvíkingunum sem skuldsettu þjóðina og nú á almenningar að borga brúsann.

Icesave frumvarpið.

Alþingi Íslands gekk nú frá lögum sem tryggir ríkisábyrgð á innistæðum á Icesave reikningum Landsbankans í Englandi og Hollandi.  Það er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu frumvarpi og það er gjá milli þings og þjóðar, trúlega mun dýpri gjá en var í fjölmiðlafrumvarpinu.  Samt skrifar forsetinn undir Icesave lögin og er ekki samkvæmur sjálfum sér m.v. fyrri gjörðir í fjölmiðlafrumvarpinu.

 Umfjöllun fjölmiðla.

Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta mál annarsvegar samanborið við fjölmiðlafrumvarpið hér um árið.  Um árið var endalaus umræða um fjölmiðlafrumvarpið og yfirleitt fyrsta frétt mjög lengi.   Í dag birtist á mbl.is og visir.is fréttir um undirritun Forsetans, en ….

 

Höfuðvígi Baugsmiðlanna, Stöð 2., sá ekki ástæðu til að fjalla neitt um þessa undirritun á Icesave ábyrgð í kvöldfréttum í kvöld !  

 

RÚV sá sömuleiðis enga ástæðu til að fjalla um þetta í kvöldfréttum sjónvarpsins og heldur ekki í fréttum kl. 22.00.    Þessi umdeildasta undirskrift Forseta Íslands á fær enga umfjöllun í sjónvarpinu í kvöld.  Af hverju er umdeild undirritun Forsetans á einu umdeildasta máli lýðveldistímans ekki fréttamatur sjónvarpsstöðvanna ?  Eru fjölmiðlar að launa Forsetanum það að hafa ekki undirritað fjölmiðlalögin um árið ? 

 

Til upplýsinga þá er hér yfirlit yfir kvöldfréttir Stöð 2 og Rúv.

 

Fréttatími Stöðvar 2. sept 2009 kl. 18.30

Ø      Fengu greitt fyrir að sitja fundi með Landsvirkjun Ø      Þegja þunnu hljóðu um málefni styrktarsjóðs Ø      HS orka reyna að semja við lánadrottna Ø      59 tilfelli mansals á 3 árum  Ø      Kúabóndi á Suðurlandi uggandi um stöðu landbúnaðarins Ø      Íslandi best borgið með upptöku evru Ø      Minnst 35 fórust í jarpskjálfta í Indónesíu  Ø      Icelandair skoðar minni þotur Ø      Þýðingarvilla í Evróputilskipun  Ø      Biðlaði um samvinnu í baráttunni gegn loftlagsbreytingum  Ø      Nýja bogabrúin yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi vígð á morgun 

 

Svipað var uppá teningnum á Rúv kl. 19.00 en eftirfarandi fréttir voru: Ø      Skýrsla OECD um íslenskt efnahagslífØ      Bíða þess að íslensk stjórnvöld hafi sambandØ      Afkoma gæti versnað um milljarðØ      Mikil eyðilegging í skógareldum í KaliforníuØ      Fleiri afbrot Fáfnismanna í vændum?Ø      FátæktØ      Lestarferð til minningar um björgun gyðingabarnaØ      Lauðlenti á KjalarnesiØ      Mansal líka á ÍslandiØ      Vegafé margfaldastØ      Stórfyrirtækin til hjálparØ      Jarðskjálfti á IndónesíuØ      Hnífi beitt á BifröstØ      Danir senda hælisleitendur úr landiØ      Kiddi vídeófluga: viðskiptin feikna góðØ      Íþróttir 

ER FURÐA ÞÓ FÓLK BERI EKKI TRAUST TIL FJÖLMIÐLA  

 ÞJÓÐINN ÞARF FORSETA SEM ER SAMEININGARTÁKN Á ÞESSUM ERFIÐU TÍMUM.  Ólafur Ragnar Grímsson uppfyllir ekki þau skilyrði.

Var ríkari ástæða að hafna undirskrift fjömiðlalaganna?

Það er furðulegt að Forsetinn hafi talið fjölmiðlalögin svo þung á metum að ekki væri stætt að undirrita en þessi lög undirritar hann.  Núna er örugglega meiri gjá á milli þjóðar og þings.  Það er deginum ljósara að þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin, þá var þjónusta við ákveðna auðmenn og fjölmiðla en þjóðarhagsmunir viku.    Fróðlegt verður að sjá hvernig fjölmiðlarnir sem hann var að þjóna um árið munu meðhöndla þetta mál.

Íslensk þjóð þarf nýjan forseta. Timi Ólafs Ragnars er liðinn sem forseti.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2009

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 187337

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband