20.9.2009 | 21:37
Dæmigerðar handónýtar lausnir vinstri flokkanna.
Það eru gömul sannandi og ný að auknar álögur skila ekkert endilega meiri tekjum í ríkiskassann, þvert á móti letur slíkt og minnkar framleiðni og verðmætasköpun í landinu. Á þessu tapar þjóðin þegar til lengdar lætur. Auknar álögur eru settar á undir því yfirskyni að hér eigi að koma á "norrænu velferðarkerfi"!!. Ekki veit ég hvað átt er við, nema að þetta hugtak er notað sem réttlæting fyrir auknum skattaálögum á almenning. Velferðarkerfið á Norðurlöndum er mjög mismunandi eftir löndum og varla eðlilegt að setja öll Norðurlöndin undir sama hatt. En fínt orðskrípi "norrænt velferðarkerfi" notar ríkisstjórnin til að réttlæta auknar álögur á skattgreiðendur.
Lausnin á kreppunni er að búa til fleiri störf og útrýma þessu 10% atvinnuleysi þannig að atvinnulaust fólk fái atvinnu og þeir og ný fyrirtæki greiði líka skatta í stað þess að skattleggja meira þá sem eru á vinnumarkaði og greiða 10% af vinnuaflinu atvinnuleysisbætur. Vinstri flokkanrnir misnota hugtakið "umhverfisvernd" út í eitt og hafna flest allri raunhæfri atvinnuuppbyggingu.
Því miður er ekkert sem bendir til að þessir ríkisstjórnarflokkar séu að leiða þjóðina út úr vandræðunum. Sömuleiðis þá virðast stjórnarandstaðan heldur ekki koma fram með augljósar lausnir.
Það má færa sterk rök fyrir því að á Íslandi sé skortur á leiðtoga. Slíkur leiðtogi þyrfti að sameina þjóðina um leið að lausn vandamálsins. Á meðan vandamálið er illa skilgreint þá verður leiðin að lausninni aldrei bein og greið.
![]() |
Miklar skattahækkanir í farvatninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 20. september 2009
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 187337
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar