6.9.2009 | 14:58
Fréttablaðið og bloggarar.
Í gær er fjallað um nafnlaus níðskrif í Fréttablaðinu. Af umfjöllun blaðsins virðast bloggarar vera settir undir sama hatt og fjallað um þá sem háflgert fyrirbæri. Í mínum huga er blogg eitt, þar sem menn skrifa sín hugðarefni eða gera athugasemdir við fréttir með bloggi. Hitt er allt annað mál þegar heigulsháttur fólks nær þeim hæðum að senda ónafngreint níð á netið. Í mínum huga er þetta tvö aðskilin efni, þó nafnlaust níð geti ratað inná athugasemdir í bloggi sem og á spjallsíður.
Nú þegar bloggheimar hafa logað í umfjöllun og vanþakklæti á Forseta Íslands og þá mótsögn sem felst í hans verkum þegar hann annarsvegar neitaði undirritun fjölmiðlalaga og hinsvegar undirritun Icesave laga þá býst ég við að það henti nú Fréttablaðinu að fjalla um bloggara og tengja það við nafnlaust níð á netinu og fjalla um þá sem hálfgert fyrirbæri. Slíkt dreifir athyglinni frá mósagnarkenndum embættifærslum Forsetans. Væri ekki nær hjá 365 að fjalla um mótsagnakendar embættisfærslur Forsetans?
Þegar Forsetinn neitaði að undirrita fjölmiðlalögin og þegar hann undirritaði Icesave lögin þá er hann í bæði skiptin að þjónusta vinstri flokkana en að auki meðvirkur með yfirgangi Baugsveldisins þegar hann neitaði undirskrift fjölmiðlalaganna. Nú þegar bloggheimar loguðu af vanþóknun út í Forsetanum þá var það almennt ekkert nafnlaust níð, heldur endurspeglun á vanþóknun í samfélaginu.
Menn skammast sín ekkert fyrir það að eiga sér þann draum og von að Íslendingar eignist aftur Forseta sem verður sameingartákn þjóðarinnar. Bloggarar skrifa undir nafni en raggeitur skrifa nafnlaust á netið. Meðvirkni 365 miðla, Baugsmiðlanna með Forsetanum grefur undan trúverðugleika þeirra. Sömuleiðis þá grefur meðvirkni Forsetans með vinstri flokkunum og vinum sínum í Baugi undan Forsetaembættinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. september 2009
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 187337
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar