25.11.2010 | 10:33
Moggin orðinn Pravda Íslands !
Eitt sinn var Morgunblaðið, blað allra landsmanna. Blaðið var hinn gagnrýni samfélagsrýnir sem fjallaði um mál faglega. Ritstjórnarstefnan var sjálfstæð og ekki endilega í anda ráðandi afla í samfélaginu. Fréttamennskan var sjálfstæð og fagleg. Nú er öldin önnur.
Pravda var málgagn Sovéska kommúnista flokksins. Þjóðviljinn var málgagn sósíalista á Íslandi. Bæði blöðin fluttu fréttir til að þóknast sinni ritstjórnarstefnu. Fréttablaðið hefur löngum þótt flytja fréttir þóknanlegar eigendum sínum. Sérstaklega var það áberandi fyrir hrun með þeim árangri að fólk var farið að trúa að Sjálfstæðisflokkurinn og D.O væru í heilögu stríði Jón Ásgeir og Baug. Fólk trúði því að þörf fjölmiðlalög vær gerð af illum hvötum Sjálfstæðisflokksins og DO gegn Baugsveldinu. Máttur fjölmiðla er mikill og vandmeðfarin og þegar fréttamennska er einhliða þá er auðvelt búa til hálfgerða fjöldaklikkun sbr umræðan um fjölmiðlallögin um árið. Nú er Morgunblaðið komið í þennan sama flokk enda má blaðið muna sinn fífil fegurri. Fréttaflutningur stjórnast af ritstjórnarstefnu blaðsins. EB og Evran kemur úr neðra ef lesið er á milli lína blaðsins um þessi mál. Það hlýtur að vera markaður fyrir blað þar sem kranafréttamennska sem styður ritstjórnarstefnuna sé ekki ríkjandi. Það er dapurt að Morgunblaðið er orðið Pravda Íslands, með á köflum ágætum minningargreinum.
![]() |
Svar Evrópusambandsins við Grín-Alí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 25. nóvember 2010
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 187332
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar