Réttur barna til að þekkja líffræðilegan uppruna sinn.

Það er mikil réttarbót að foreldrar geti fengið egg eða sæði og eignast börn, en er ekki eðilegt að þessi börn fái að vita þegar þau eru orðin fullorðin hver sé hið líffræðilega foreldri?

Það er staðreynd að hver einstaklingur mótast af bæði erfðum og umhverfi.  Er það ekki vafasamt að löggjafinn setji lög sem gera það að verkum að einstaklingar muni aldrei vita uppruna sinn ?  Ég held að löggjafinn geti  hreinlega verið að brjóta Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna með því að ætla um aldur og ævi að hylja þessi spor.

"2. gr.
1. Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. "

Er ekki verið að mismuna börnum þegar sum börn fá aldrei að vita sinn líffræðilega uppruna?

"7. gr.
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.

8. gr.
1. Aðildarríki skuldbinda sig til að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með töldu ríkisfangi sínu, nafni og fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum, án ólögmætra afskipta.
2. Sé barn ólöglega svipt einhverju eða öllu því sem auðkennir það sem einstakling skulu aðildarríkin veita viðeigandi aðstoð og vernd í því skyni að bæta úr því sem fyrst."

Það að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling.  Líffræðilegar erfðir auðkenna barnið frá vöggu til grafar. 

Ég held að það væri eðlilegt að tryggja í þessum lögum að þegar þessi einstaklingar eru lögráða þá eigi þeir að eiga rétt til að vita sinn líffræðilega uppruna án þess að eiga neinn rétt til erfða osfrv. 


mbl.is Staðgöngumæðrun áfram til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2010

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 187333

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband