Allar upplýsingar uppá borðið fyrir kosningar!

Á Álftanesi hefur geysað nánast skálmöld í bæjarstjórn alltof lengi en steinin tók úr þegar Á listi komst til valda og keyrði sveitarfélagið í þrot á 3 árum.  Íbúar Álftanes eru í fordæmalausri stöðu og það er algert skilyrði að allar upplýsingar séu uppi á borðum fyrir kosningar. 

Í framboði til sveitarstjórarkosninga á Álftanesi er fólk sem stjórnuðu bæjarfélaginu og voru í bæjarstjórn þegar skuldir og skuldbindingar voru auknar úr 1 miljarði í 7,4 miljarða.  Það er algerlega nauðsynlegt fyrir kjósendur og þessa aðila að það liggi fyrir skýrsla um þessi mál áður en gengið verður til kosninga. 

Það er vel þekkt að þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á hausinn þá fara þeir sem bera mesta ábyrgð í afneitun og stundum verður nánasta umhverfi meðvirkt með afneituninni.  Ég upplifi að forystumenn Á listans séu í algerri afneitun á eigin ábyrgð á gjalþroti Álftaness.  Því er nauðsynlegt að skýrslan liggi fyrir til að skera úr um þessi mál.

Í mínum huga er nær að fresta kosningum á Álftanesi til að skýrslan liggi fyrir áður en gengið er kosninga, heldur en að kjósa áður en skýrslan er klár. 


mbl.is Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2010

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband