Verðlagsstefna orkufyrirtækja !

Verð á vöru og þjónustu myndast yfirleitt á markaði.  Í slíku samkeppnisumhverfi er gerð krafa um ákveðna ávöxtun og að rekstur skili ákveðnum hagnaði til eigenda sinna.  Nú er aftur á móti sum þjónusta sem ekki er í samkeppnisumhverfi og er þá verð ákveðið einhliða af seljanda.  Gott dæmi um það er sala á heitu vatni og rafmagni til húshitunar.  Lengst af var Hitaveita Reykjavíkur og Orkuveitan með lægsta verð hitaveitu vatni á landinu en skilaði jafnframt eiganda sínum miklum ágóða.  Hjá Orkuveitunni var í skjóli spilltra pólitíkusa fjármunum brennt í ýmsar dýrar tilraunir eins og Lína Net og risa rækju eldi o.fl.   Jafnframt hafa miljarðar verið greiddir úr Orkuveitunni til Borgarsjóðs.  Allt þetta er greitt af þeim sem kaupa þjónustuna af O.R..   Það þýðir það að þeir sem hafa verið að kaupa þjónustu af Orkuveitunni og búa ekki í þeim bæjum sem eiga OR, þ.e. Reykjavík, Akranes eða Borgarbyggð, eru að greiða óbeint útsvar til Reykjavíkur, Akranes og Borgarbyggðar, aðallega þó Reykjavíkur, þar sem OR hefur greitt miljarða inní Borgarsjóð á síðustu árum.

Þetta vekur spurningar um hvort fyrirtæki eins og Orkuveitan þar sem verð myndast ekki á markaði, eigi ekki að hafa verðlagsstefnu þar sem innheimt verð undir þeirri þjónustu sem veitt væri og ekkert meira en það.  Er eðlilegt að fyrirtæki eins og Orkuveitan sé að niðurgreiða Borgarsjóð um jafnvel miljarð(a) árlega ?  nú eða sé að  brenna fjármunum í fyrirtæki eins og Lína Net, risarækjueldi osfrv. Og fyrir það greiða líka notendur sem búa ekki í þeim 3 sveitarfélugum sem eru eigendur O.R.?


mbl.is Upplýst um gjaldskrárhækkanir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2010

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband