4.8.2010 | 15:01
Hver verða viðbrögð stjórnvalda?
Það er staðreynd að Ísland er á eftir Norðurlöndum og hefur verið það í áratugi þegar kemur að réttindum barna þegar foreldrar búa ekki saman. Það er staðreynd að
- Ísland var síðast Norðurlanda til að heimila sameiginlega forsjá sem val
- Ísland var síðast Norðurlanda til að gera sameiginlega forsjá að meginreglu.
- Ísland er eitt Norðurlanda eftir sem kveður ekki skýrt á í lögum að dómarí megi dæma í sameiginlega forsjá þegar foreldrar deila um forsjá fyrir dómi.
- Á Íslandi er trúlega frumstæðasta meðlagskerfi í hinum vestræna heimi, þar sem allir eru skyldaðir að greiða eina ákveðna lágmarksupphæði, líka þeir sem eru með börnin til jafns á við lögheimilisforeldri.
- Á Íslandi eru ekki virk úrræði gegn einbeittum tálmunum eins og verið var að fjalla um og var ástæða þessarar fréttatilkynningar frá Félagi um foreldrajafnrétti.
Við Dómsmálaráðuneytið var lengi starfandi Sifjalaganefnd. Saga og lagaþróun sifjamála hér á landi er falleinkun á þá nefnd, enda lagði Björn Bjarnason nefndina niður og hafi hann bestu þakkir fyrir.
Það er fróðlegt að vita hvað stjórnvöld gera. Það liggja tvö lagafrumvörp í ráðuneytinu, annað um endurskoðun á ýmsum ákvæðum barnalaga og hitt með tillögu að nýju meðlagskerfi. Bæði þessi frumvörp var ýtt úr hlaði í tíð Björns Bjarnasonar og bæði virðast sitja núna föst í ráðuneyti Dóms og Mannréttinda. Ríkisstjórnin hefur verk að vinna og því miður finnst manni eins og þessi mál séu ekki í forgangi.
![]() |
Stjórnvöld verndi íslensk börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 4. ágúst 2010
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar