14.1.2011 | 16:13
Vegtollar eru nauðsynlegir til að koma framkvæmdum af stað !
Enginn vill greiða óþarflega háa skatta né gjöld, eðlilega. En nú er staðan sú að ríkisstjóður er tómur og það þarf að koma af stað framkvæmdum. Einhvern veginn þarf að fjármagna það og þá eru a.m.k tvær meginleiðir til þess a) auka skatta í ríkissjóð eða b) setja vegtolla. Í mínum huga er er eðlilegt að nota vegtolla til að fjármagna að hluta eða að öllu leiti ákveðnar gatna-, brúar-, eða gangnaframkvæmdir. Með því að fjármagna í gegnum vegtolla þá er tryggt að fjármagnið fer í það sem það á að fara á meðan auknir skattar fara bara í stóra ríkissjóðinn, sem er bæði galtómur og hriplekur. Með veggjöldum þá greiða líka þeir sem nota, sem er ákveðin sanngirni og með vegtollum er hægt að ráðast fyrr í framkvæmdir heldur en ef beðið er eftir að röðin komi að þeirri framkvæmd í göggunarröðinu hjá hinu opinbera.
Það er góð reynsla af Hvalfjarðargöngunum enda er sú framkvæmd ákaflega arðbær. Vegtollarnir hafa borgað alla þá framkvæmd en það má líka hugsa sér að við aðrar framkvæmdir þar sem umferð er ekki eins mikil, þá borgi vegtollar hluta af framkvæmdarkostnaði.
Ég bjó í hinu olíu ríka Noregi í ríflega 6 ár á níunda áratug síðustu aldar. Þá var mikið verið að brúa firði, gera göng og aðrar vegaframkvæmdir. Oftar en ekki voru gjaldtökuhlið og þótti ekki tiltöku mál enda sýnt að viðkomandi samgöngubót hefði komið mörgum árum seinna ef ekki hefði komið til vegtollur. Ekkert er ókeypis, hvorki vegir eða salt í grautinn. Ef menn vilja samgöngubætur þá kostar það. Það er ekki hægt bara að krefja um að koma framkvæmdum af stað. Það verður að svara spurningunni hvernig það er fjármagnað. Vegtollur er að mínu viti betri kostur en auknir skattar. Það þarf að koma framkvæmdum af stað svo verktakar hafi verkefni og fólk fái vinnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn og ef það þarf vegtolla til þess, þá verður svo að vera.
![]() |
Margir Suðurnesjamenn gegn vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 14. janúar 2011
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 187332
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar