19.1.2011 | 15:00
Eðlilegt að rétta yfir þessum 9 einstaklingum
![]() |
Skelfilegt að fylgjast með réttarhöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 14:46
Ánægjulegt að Mogginn birti þessa grein.
Það er ljóst að blaðið hugnast ekki EB og helst má Ísland ekki ræða við EB og Evran er ekki góður kostur fyrir Íslendinga. Þannig á VG bandamann í ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins. Oft hefur mér fundist fréttamennskan Morgunblaðsins vera döpur og til þess fallin að styrkja ritstjórnarstefnu blaðsins og mörgu tjaldað til þess. Blaðið hefur m.a. fjallað ítrekað um að Þjóðverjar vilji helst fá gamla Markið aftur og fjallað um vandamál Evru ríkja þannig að helst megi skilja að ekkert hefði vandamálið orðið ef ekki hefði verið Evra og EB. Það að blaðið birti frétt þess efnis að Angela Merkel telji það útilokað að taka upp Markið og það þurfi frekar að bæta samstarf Evru ríkjanna frekar en að leggja Evruna niður eða skipta Evrulöndum uppí svæði. Það að blaðið birti svona frétt gefur fyrirheit um faglegri fréttamennsku. Hvorki EB eða Evrulönd eru að líða undir lok.
![]() |
Merkel vill ekki þýska markið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2011 | 10:08
Og ríkisstjórnin berst gegn atvinnu uppbyggingu ?!
Lengst af hafa Íslendingar ekki þurft að glíma við atvinnuleysi. Hinir hefðbundnu atvinnuvegir veittu öllum vinnu og lengst af var einnig flutt inn erlent vinnuafl til að vinna við ýmis störf sem ekki náði að manna með íslensku vinnuafli.
Með hruninu breyttist margt í íslensku þjóðfélagi og til varð atvinnuleysi í áður óþekktum stærðum. Það hefur dregið úr atvinnuleysinu en einhversstaðar las ég að það væri aðallega vegna þess að það fækkaðí á vinnumarkaði, þ.e. fólk skráð atvinnulaust flyst erlendis eða fer í nám og hverfur þar með af vinnumarkaði.
Ríkisstjórnin virðist frá upphafi hafa barist með oddi og eggi gegn áformum um uppbyggingu álvera bæði í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Það á eitthvað annað að koma í staðinn en því miður virðist ekkert handfast í þeim efnum. Á meðan er geysilegt atvinnuleysi bæði hjá ungu fólki og öðrum. Atvinnuleysi er þjóðarböl og mikill harmleikur fyrir þá sem í því lenda. Það þarf að búa til mikið af nýjum störfum og þá hlýtur áfram störf við virkjanir og álver að vera hluti af þeirri lausn sem þarf að vinna að.
![]() |
15,4% ungs fólks án atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. janúar 2011
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 187332
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar