Enn frestast Oddskarðsgöng !

Það er ánægjulegt að nú verði ráðist í fleiri jarðgöng. Bæði mun þetta skapa atvinnu og er góð langtíma fjárfesting fyrir land og þjóð. 

Einhvern veginn fnnst manni alltaf Austurland sitja eftir í þessum málum. Þegar ráðist var í jarðgangnagerð vestur á fjörðum, frá Ísafirði yfir í Súgandafjörð og Önundarfjörð, þá var ákveðið að Austurland skyldi bíða, en jafnframt að þar yrði næst ráðist í jarðgangnagerð.  Þá stóð til að gera svokölluð T göng á Austurlandi til að tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð í gegnum Mjóafjörð við Héraðið.  Þannig yrði betri tenging á miðsvæði Austurlands og svæðið þannig sterkara.  Göngin vestra voru gæfa fyrir þann fjórðung, en aldrei var ráðist í T göngin.  Síðan þá hafa verið gerð ýmis göng hér á landi og áherslur í gangnagerð eystra hafa breyst.  Löngu tímabær ný Oddskarðsgöng er það sem nú er næst á dagskrá en hillir samt ekki í.   T göngin eru aftur á móti einhver vonarbiti í framtíðinni.  Seyðfirðingar hafa sjálfir barist fyrir því að fá göng beint uppí Hérað í gegnum Fjarðaheiði. Ef það yrði og ný Oddskarðsgöng kæmu þá koma trúlega aldrei göng a milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þessir staðir yrðu um aldur og ævi áfram þær endastöðvar sem þeir hafa verið.  Í mínum huga er lykilatriði mörkuð sé heildstæð stefna fyrir Austurland þar sem að  T göng kæm í beinu framhaldi af Oddskarðsgöngum, þannig að mið Austurland yrði eitt þjónustu svæði. 

Hringlanda háttur í áherslum í jarðgangnagerð á Austurlandi endurspeglar tvennt í mínum huga, annarsvegar samstöðuleysi í fjórðungnum við forgangsröðun í jarðgangnagerð og hins vegar veika hagsmunagæslu þingmanna fyrir svæðið.  Fyrir vikið gengur áfram hægt í jarðgangnagerð á Austurlandi. 

 


mbl.is Fjármögnun ganga tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2011

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 187328

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband