18.8.2011 | 09:53
Enn frestast Oddskarðsgöng !
Það er ánægjulegt að nú verði ráðist í fleiri jarðgöng. Bæði mun þetta skapa atvinnu og er góð langtíma fjárfesting fyrir land og þjóð.
Einhvern veginn fnnst manni alltaf Austurland sitja eftir í þessum málum. Þegar ráðist var í jarðgangnagerð vestur á fjörðum, frá Ísafirði yfir í Súgandafjörð og Önundarfjörð, þá var ákveðið að Austurland skyldi bíða, en jafnframt að þar yrði næst ráðist í jarðgangnagerð. Þá stóð til að gera svokölluð T göng á Austurlandi til að tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð í gegnum Mjóafjörð við Héraðið. Þannig yrði betri tenging á miðsvæði Austurlands og svæðið þannig sterkara. Göngin vestra voru gæfa fyrir þann fjórðung, en aldrei var ráðist í T göngin. Síðan þá hafa verið gerð ýmis göng hér á landi og áherslur í gangnagerð eystra hafa breyst. Löngu tímabær ný Oddskarðsgöng er það sem nú er næst á dagskrá en hillir samt ekki í. T göngin eru aftur á móti einhver vonarbiti í framtíðinni. Seyðfirðingar hafa sjálfir barist fyrir því að fá göng beint uppí Hérað í gegnum Fjarðaheiði. Ef það yrði og ný Oddskarðsgöng kæmu þá koma trúlega aldrei göng a milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og þessir staðir yrðu um aldur og ævi áfram þær endastöðvar sem þeir hafa verið. Í mínum huga er lykilatriði mörkuð sé heildstæð stefna fyrir Austurland þar sem að T göng kæm í beinu framhaldi af Oddskarðsgöngum, þannig að mið Austurland yrði eitt þjónustu svæði.
Hringlanda háttur í áherslum í jarðgangnagerð á Austurlandi endurspeglar tvennt í mínum huga, annarsvegar samstöðuleysi í fjórðungnum við forgangsröðun í jarðgangnagerð og hins vegar veika hagsmunagæslu þingmanna fyrir svæðið. Fyrir vikið gengur áfram hægt í jarðgangnagerð á Austurlandi.
![]() |
Fjármögnun ganga tryggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. ágúst 2011
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 187328
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar