25.8.2011 | 14:38
Vandamál HÍ að styrkir séu kannski óbeint skilyrtir ?
HÍ hefur útskrifað mikið af vel menntuðu fólki í hinum hefðbundnu HÍ greinum, eins og lögfræði, viðskiptafræði, guðfræði, og hinum ýmsu raungreinum. Á hinn bóginn hefur maður það á trúnni að vísindasamfélagið í HÍ sé ekki sterkt. Lengi framan af var HÍ fyrst og fremst að útskrifa Bs og Ba nema. Þannig voru nemendur í takmörkuð mæli að vinna rannsóknavinnu eins og Mastersgráðu og Doktorsgráðu nemar gera. Það er sem betur fer breytt í dag. En það er samt staðreynd að aldrei hefur neinn vísindamaður við HÍ verið nefndur sem líklegur kandidat til Nóbelsverðslauna. Og sem vísindastofnun skorar HÍ eða aðra háskólastofnanir ekki hátt. Á þessum vef http://www.webometrics.info/rank_by_country.asp?country=is&zoom_highlight=Iceland má sjá að HÍ er flokkað sem 425 besti háskóli í heiminum en aðrir Háskólar á Íslandi eru mun neðar.
Kannski er eitt vandamál HÍ að þegar hagsmunasamtök eða fyrirtæki styrkja ákveðnar stöður eða verkefni þá sé beint eða óbeint ætlast til að niðurstaða vinnunnar verði styrkveitendanum þóknanleg ? Getur þetta verið ? Þetta finni vísindamenn HÍ og það hafi áhfrif á þá ? Í þessu máli er Þórólfur trúr sinni sannfæringu sem er ekki þóknanleg Bændasamtökunum sem draga sinn styrk tilbaka. Það er spurning hvort fleiri svona styrkir séu af svipuðum meiði en þar séu vísindamennirnir ekki eins sjálfstæðir og Þórólfur og framleiða nðurstöður sem þarft þóknanlegar eru styrkveitenda. Slíkt væri ekki gott fyrir HÍ.
Háskóli Íslands er æðsta menntastofnun landsins. Sem slík á hún að vera boðberi gagnrýnnar hugsunar. Gagnrýnin hugsun er forsenda fyrir vísindalegum og öllum framförum. Það er algerlega óásættanlegt ef minnsti grunur er um að styrkveitendi hafi hugsanlega áhrif á niðurstöður vísindamanna. Og það er dapurt þegar skoðun eða skrif prófessors leiðir til þess að styrkir séu afturkallaðir. Slíkir styrkir eru í raun skilyrtir og við slíkum styrkjum á akademísk stofnun ekki að taka við. En Þórólfur Matthíasson er meiri maður í mínum huga.
![]() |
Þórólfur: Dæmir sig sjálft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. ágúst 2011
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 187328
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar