Réttur barna til beggja foreldra!

Í Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna er kveðið skýrt á að barn á rétt á að mynda fjölskyldutengsl við báða foreldra. 

Í Barnasáttmálanum stendur m.a.:

"10.gr. 2. Barn sem á foreldra búsetta í mismunandi ríkjum á rétt til þess að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við þau bæði með reglubundnum hætti, nema sérstaklega standi á. Í því skyni, og í samræmi við skuldbindingar sínar samkvæmt 1. tölul. 9. gr., skulu aðildarríki virða rétt barns og foreldra þess til að fara frá hvaða landi sem er, þar á meðal eigin landi, og til að koma til eigin lands. Réttur til að fara frá hvaða landi sem er skal einungis háður þeim takmörkunum sem ákveðnar eru með lögum og nauðsynlegar eru til að gætt sé öryggis þjóðarinnar, allsherjarreglu (ordre public), heilbrigðis almennings eða siðgæðis, eða réttar og frelsis annarra, og sem samræmast öðrum réttindum viðurkenndum í samningi þessum.
......

18. gr.
1. Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú mginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. ..."

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Noregur og Marokkó tryggji þessum börnum rétt sinn til að umgangast ríkulega báða foreldra, og mynda tengl við þá báða menningarheima sem eru órjúfanlegur hluti af því hver þau eru.  Eða hvort hér sé nýtt Halim Al mál, þar sem heimvöllurinn er Noregur en ekki Tyrkland og foreldrið norsk móðir en ekki Halim Al.


mbl.is Marokkó krefst aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband