9.3.2010 | 20:05
Ábyrgð þeirra sem komu samfélaginu í þessa samningsstöðu.
Ég held að margir óskuðu þess að sjá sveitarfélagið áfram sem sjálfstætt sveitarfélag ef það væri einn af valmöguleikunum. Eftir 3 ára valdatíð Á listans þar sem fjármál sveitarfélagsins voru sett í þrot þá er það ekki lengur einn af valkostunum. Ábyrgð Á listans algjör. Það er búið að vera skálmöld í bæjarstjórn Álftanes og íbúar í þessu góða sveitarfélagi vilja og þrá að héðan komi jákvæðar fréttir (nóg er af þeim) og það ríki friður í bæjarstjórn. Í þeirri stöðu sem er þá hlýtur nærtækast að vera að ræða við Garðabæ. Lönd sveitarfélaganna liggja saman.
![]() |
Flestir Álftnesinga vilja sameinast Garðabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 186672
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
D-listinn hefur stýrt fjármálum Álftaness síðustu áratugina og bera fulla ábyrgð á þeirri stöðu sem sveitarfélagið og íbúar þess eru nú í. Og fyrsta verk núverandi meirihluta D-lista var að setja sveitarfélagið í þrot. Vek athygli á viðtali við bæjarstjóra Garðabæjar í DV sem hafnar sameiningu við Álftanes.
http://www.dv.is/frettir/2010/3/9/fjarhagsstada-alftaness-stendur-i-vegi-fyrir-sameiningarvidraedum/
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 9.3.2010 kl. 21:23
Það er staðreynd að þegar fyritæki, einstaklingar eða aðrir fara á hausinn þá fara oft þeir sem bera ábyrgðina í mikla afneitun og benda á aðra. Það er dapurlegt að horfa á hina miklu afneitun sem þið í Á listanum eruð í vegna ykkar ábyrgðar á því hvernig þið hafið farið með okkar ágæta samfélag.
Gísli Gíslason, 9.3.2010 kl. 21:43
Undir stjórn D-listans fjölgaði íbúum um 80% á 10 árum. (2000-2010)
Undir stjórn D-listans var byggt upp 37% stærra grunnskólasamfélag en landsmeðaltal. (2002-2010)
Undir stjórn D-listans var unglingadeildin tekin heim með tilheyrandi uppbyggingakostnaði og rekstrrkostnaði (2002-2006)
Undir stjórn D-listans var Álftanesskóli stækkaður um helming, íþróttahús um helming og byggður nýr leikskóli og allt framkvæmdafé tekið að láni (1998-2006)
Undir stjórn D-listans voru seld hlutabréf í HS á 25 millj. en 6 mánuðum síðar var verðmæti þeirra tæplega 100 milljónir.
Undir stjórn D-listans hafnaði sveitarfélagið kaupum landi á miðsvæðinu fyrir rúmar 50 milljónir. Einkaaðili keypti landið og tveimur árum síðar (2004) keypti sveitarfélagið undir stjórn D-listans hluta af þessu landi á 150-200 milljónir og tók gjaldeyrislán fyrir kaupunum en einkaaðilinn seldi landið á alls 500 milljónir. Minnir að gjaldeyrislánið hafi verið upp á 350 milljónir og standi nú í yfir 700 milljónum.
Undir stjórn D-listans (2005) var gerður skuldbindingarsamningur um byggingu ráðhúss og þjónustubyggingu sem stæði nú í um milljarði. Á-listinn rifti þessum samningi (2006) og bygði þess í stað sundlaugina fyrir sömu upphæð.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 9.3.2010 kl. 22:45
Það er sem ég segi, þið í Á listanum eruð í bullandi afneitun á eigin ábyrgð.
Gísli Gíslason, 9.3.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.