Sama forysta og sigldi bæjarsjóði Álftanes í þrot !

Þegar hrunið varð á Íslandi þá varð almenn krafa að þau sem réðu ríkjum fyrir hrun myndu víkja, þannig eru ekki lengur á þingi Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matthiesen, Valgerður Sverrisdóttir o.fl.  Trúlega þarf að gera ríkari kröfu að fjölga Alþingismönnum sem sem ekki voru þáttakendur þar fyrir hrun.

Það er óumdeilt að bæjarsjóður Álftanes stóð ekki illa þegar Á listi tók við völdum.  Á þremur árum komu þau íbúum þessa sveitarfélags í fordæmalausa skuldastöðu.  Á sama tíma og það var neikvætt veltufé frá rekstri öll árin, þ.e. bærinn átti ekki fyrir rekstri, en á sama tíma voru skuldir auknar þó engin væri greiðslugetan.  Auðvitað er fjárhagsleg staða Álftaness orsökuð af fleiri þáttum en stærsti þátturinn er á ábyrgð þeirra er réðu, þ.e. Á listans undir forystu Sigurðar Magnússonar.  

Eins og oft þegar gjaldþrot verður þá fara þau sem mesta ábyrgð bera í afneitun á eigin ábyrgð og aðrir verða meðvirkir með því.  Afneitun og meðvirkni eru ekki góð meðul til að vinna Álftanes út úr þeim vanda sem samfélagið er í.  


mbl.is Álftaneshreyfingin vill ræða við Reykjavík um sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband