Hver verða viðbrögð stjórnvalda?

Það er staðreynd að Ísland er á eftir Norðurlöndum og hefur verið það í áratugi þegar kemur að réttindum barna þegar foreldrar búa ekki saman.  Það er staðreynd að

  1. Ísland var síðast Norðurlanda til að heimila sameiginlega forsjá sem val
  2. Ísland var síðast Norðurlanda til að gera sameiginlega forsjá að meginreglu.
  3. Ísland er eitt Norðurlanda eftir sem kveður ekki skýrt á í lögum að dómarí megi dæma í sameiginlega forsjá þegar  foreldrar deila um forsjá fyrir dómi.
  4. Á Íslandi er trúlega frumstæðasta meðlagskerfi í hinum vestræna heimi, þar sem allir eru skyldaðir að greiða eina ákveðna lágmarksupphæði, líka þeir sem eru með börnin til jafns á við lögheimilisforeldri.
  5. Á Íslandi eru ekki virk úrræði gegn einbeittum tálmunum eins og verið var að fjalla um og var ástæða þessarar fréttatilkynningar frá Félagi um foreldrajafnrétti.

Við Dómsmálaráðuneytið var lengi starfandi Sifjalaganefnd.  Saga og lagaþróun sifjamála hér á landi er falleinkun á þá nefnd, enda lagði Björn Bjarnason nefndina niður og hafi hann bestu þakkir fyrir. 

Það er fróðlegt að vita hvað stjórnvöld gera.  Það liggja tvö lagafrumvörp í ráðuneytinu, annað um endurskoðun á ýmsum ákvæðum barnalaga og hitt með tillögu að nýju meðlagskerfi.  Bæði þessi frumvörp var ýtt úr hlaði í tíð Björns Bjarnasonar og bæði virðast sitja núna föst í ráðuneyti Dóms og Mannréttinda.   Ríkisstjórnin hefur verk að vinna og því miður finnst manni eins og þessi mál séu ekki í forgangi.


mbl.is Stjórnvöld verndi íslensk börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Verður velferðakerfið hér á íslandi þá í samræmi við hin norðurlöndin?

Þið vitið á hverju meðlagsfrumvarpið strandar er það ekki?

Tannlækningar, tannréttingar, íþróttaiðkanir eru niðurgreiddar fyrir öll börn undir 18. Þess vegna gegnur það upp að meðlagskerfið þar sé öðruvísi en hérna.

Ég fór inn á þetta reiknikerfi þeirra og viti menn þó svo að barnsfaðir minn hafi ekki hitt börn sín síðan 2007 myndi meðlagið lækka hjá mér þar sem tekjur okkar eru svipaðar. Sérstaklega ef barnabæturnar yrðu teknar inn í reiknisdæmið. Það myndi kosta það að ég gæti ekki keypt mat eða föt fyrir börnin mín.

Ég vil sjá réttlátara meðlagskerfi en eins og þetta frumvarp er sett upp getur stjórnin ekki samþykkt það nema með stórfeldurm breytuingum á velferðakerfinu til bóta. Eins þyrftu útreikningar á því hver sé betur staddur launalega séð að vera réttlátir.

Ekki bara heildartekjur lögheimilis meðlagsþyggjanda með barnabótum, meðlögum og tekjum maka heldur líka heildartekjur lögheimilis meðlagsgreiðanda, barnabætur fyrir börn þar, meðlög fyrir börn þar og tekjur maka.

Þú styður jafnrétti er það ekki annars ;)

A.L.F, 5.8.2010 kl. 03:06

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég hef skrifað nokkuð um meðlög m.a. skýrslu fyrir dómsmálaráðuneytið, sjá http://www.domsmalaraduneyti.is/media/frettir/Medlagskerfi.pdf

Tannlækningar og annað er einnig niðurgreitt á Norðurlöndunum, og það eitt eru engin rök fyrir því að hér eigi að vera arfavitlaust meðlagskerfi. 

Ég styð jafnfrétti og einn mikilvægasti þáttur í því er að báðir foreldrar séu beinir þáttakendur í uppeldi barns en ekki annar aðili uppalandi og hinn aðili meðlagsgreiðandi.  Þegar báðir foreldrar eru uppalendur þá minnkar og jafnvel hverfur þörfin fyrir að millifæra fjármuni frá einu heimili til annars í formi meðlags.

Gísli Gíslason, 5.8.2010 kl. 09:28

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Svo langar mig að benda þér á http://www.fatherhood.org.au/resources/back-to-the-best-interests-of-the-child.pdf sem fjallar mjög faglega um hvað sé barni fyrir bestu þegar foreldrar búa ekki saman.

Gísli Gíslason, 5.8.2010 kl. 10:05

4 Smámynd: A.L.F

 Vissulega er ég sammála þér að báðir foreldrar ættu að vera uppalendur barna sinna þar sem því er við komið. Þess vegna er meðlagið sett á. Ekki trúir nokkur maður því að meðlagið sem er rúmar 20þ kr sé nóg til að brauðfæða eitt barn? Hljómar þannig þessi setning sem þú skirfar.

Það sem mér finnst ALLTAF gleymast í þessum umræðum er réttur og hagur barnins.

" Ég styð jafnfrétti og einn mikilvægasti þáttur í því er að báðir foreldrar séu beinir þáttakendur í uppeldi barns en ekki annar aðili uppalandi og hinn aðili meðlagsgreiðandi.  Þegar báðir foreldrar eru uppalendur þá minnkar og jafnvel hverfur þörfin fyrir að millifæra fjármuni frá einu heimili til annars í formi meðlags."

 Hagur barna á ALLTAF að vera stærstur ekki veski meðlagsgreiðanda eða þyggjand en um það hefur mér fundist þessi baráttumál á íslandi snúast. Gleymum því ekki hversu sterkur réttur föðurs var fyrir stuttu síðan (áður en meðlagsskylda var sett á) Þá réði hann hvað hann gerði, tæki börnin af móður, sæi tl þess að þau fengu mat á borðið væru þau áfram hjá móður eða hreint og beint sultu.

En alveg eins og með fóstureyðingarmál verða þessi mál aldrei 100% réttlát.

A.L.F, 5.8.2010 kl. 10:56

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Sammála þér að hagur barna á alltaf að vera mestur. Hagur barna er ekki mestur með að tryggja fjárstreymi til meðlagsþyggjanda enda hefur meðlagsgreiðandi enga tryggingu fyrir því að meðlagsþyggjandi noti meðlagið í þágu barns.  Mestu og bestu hagsmunir barna eru að barn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum og slíkt lágmarkar þörfina á millifærslu fjármuna á milli heimila því þá sinna báðir foreldrar framfærsluskyldu sinni með beinum hætti.

Gísli Gíslason, 5.8.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband