18.9.2010 | 23:42
Eðlilegt að ákæra
Í mínum huga er mjög eðlilegt að ákæra þessa einstaklinga fyrir árás á Alþingi. Það er grafalvarlegt að gera árás á löggjafarsamkomuna og í raun algjörlega óþolandi að slíkt skuli gerast hér á landi. Alveg sama þó að það hafi verið hvika í samfélaginu sökum efnahagshrunsins. Málið gegn þessum einstaklingum á því að fá eðlilega meðferð fyrir dómsstólum. Í mínum huga eru engin efnisleg rök fyrir því að fella niður dómsmál gegn þessum einstaklingum, sem höfðu hegðað sér á þennan hátt.
![]() |
Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 186607
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Árás á Alþingi? Er það "árás" að hlaupa inn í Alþingissalinn og hrópa einhver slagyrði áður en maður er dreginn út? Þú hefur mjög, mjög einkennilega skilgreiningu á "árás".
Þessi málssókn einkennist af hroka og hefndarngirni forseta Alþingis og engu öðru. Sturlu Böðvarsson fannst það vera móðgun við mikilfengleika sinn að einhver helvítis skríll dirfðist að sýna andstöðu við sig, og er hann nú að hefna sín.
Kristleifur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 23:54
Árás á alþingi er húsbrot rúðubrot og íkveikja ásamt sprengjum engu af þessu var beitt af þessum níu mönnum samt eru þeir ákærðir! Um leið er ákæra á hendur fyrrum ráðherra um landráð sem á að fara fyrir landsdóm skrípaleikur á alþingi sem samþykkir það aldrei, svo það sem meira er að skrípaleikur sérstaks saksóknara er alger því að þar er enginn ákærður ennþá og allir ganga lausir meira segja Sigurður sem eftirlýstur var af Interpol fékk að koma í laxveiði eftir stutt viðtal við saksóknara þar kom lögregla hvergi nærri þótt að um stórglæpamann sé að ræða og ef mann tala um sanngirni þá er hún falin í því að eitt skal yfir alla ganga! EF ÞESSIR NÍU VERÐA SAKFELDIR EN ENGINN AF RÁÐHERRUM NÉ ÚTRÁSARÞÓFUNUM ÞÁ SAL ÉG ÁBYRGAST ÞAÐ AÐ HÉR VERÐUR SPRENGING Í ÞJÓÐFÉLAGINU!
Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 00:23
Málið er að nímenningarnir gerðu ekki árás á Alþingi og því stafaði ekki hætta af þeim. Þessi níu voru aukinheldur valin af handahófi úr mun stærri hópi mótmælenda. Málstilbúnaðurinn er skrípaleikur. Kynntu þér málið.
Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2010 kl. 00:39
Hvika í samfélaginu?
Þau gerðu ekki árás á Alþingi. End of!
Linda (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:00
Nú man ég kannski ekki nægilega vel eftir þessu, en er þetta ekki sama fólkið og slasaði alþingisstarfsmann þegar það ruddist inn á alþingi? Ef svo er finnst mér mjög eðlilegt að ákæra fólkið og láta fara fyrir dómsstóla hvort það hafi gert eitthvað af sér. Ef ekki þá afsakið
PS. getur einhver gefið mér link á fréttir frá þessum viðburði frá byrjun 2009(ekki hetjulega frásögn fólks frá því hvernig þetta fólk hrakti kúgarana frá völdum)?
Gunnar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:08
Alþingisstarfsmaðurinn sagði ekki rétt frá og upptaka af atburðinum styður það.
Linda (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:17
Klárt mál að þetta fólk á að sækja til saka, lögin eru skýr. Hinsvegar væri eðlilegt að ,,master-minderinn'' í þessu öllu væri líka dæmd, þ.e. fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður. Það eina sem hún fékk voru ávítur frá forsætisnefnd. Ég kalla eftir því að Lögreglumenn ákæri hana, ekki seinna en strax!
elias bj (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 02:44
"Alþingisstarfsmaðurinn sagði ekki rétt frá og upptaka af atburðinum styður það. " - Linda
"Málið er að nímenningarnir gerðu ekki árás á Alþingi og því stafaði ekki hætta af þeim. Þessi níu voru aukinheldur valin af handahófi úr mun stærri hópi mótmælenda. Málstilbúnaðurinn er skrípaleikur. Kynntu þér málið." - Vésteinn
Mikið rétt ! Manni ofbýður gjörsamlega heimskan og illgirnin í þeim sem styðja þennan skrípaleik
:( Sem betur fer held ég að þessi úreltu og siðlausu viðhorf séu að mestu bundin við lítinn hóp moggabloggara. Amk vona ég það.![]()
halkatla, 19.9.2010 kl. 10:26
Svo virðist sem alþingisstarfsmaðurinn hafi logið blákalt...eins og sannaðist á upptöku af atburðinum sem sýnd var í Kastljósi. Að auki var fólk greinilega handtekið af handahófi úr stórum hópi. Þetta er svo augljóslega skrípaleikur, annað hvort átti að kæra alla sem reyndu að komast upp á palla Alþingis þennan dag eða engan. Ég styð þetta góða fólk heilshugar gegn þessum smánarlega málatilbúnaði.
SeeingRed, 19.9.2010 kl. 13:03
Takk öll fyrir innlitið. Ég er sannfærður um að rétt sé að ákæra. Ef þau hafa engin lög brotið þá kemst dómstóll að þeirri niðurstöðu.
Gísli Gíslason, 19.9.2010 kl. 16:14
Gísli ég held mig við fyrri yfirlýsingar að ef ráðherrarnir sleppa og níumenningarnir verða dregnir fyrir dóm þá sit ég ekki hjá!
Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 21:30
Það er verið að fjalla um ráðherrana og trúlega verða þeir dregnir fyrir dóm og verða að hlýta því. Það sama gildir með þessa 9 einstaklinga. Í mínum huga eru þetta þó tvö aðskilin mál.
Á Íslandi ríkir skoðanafrelsi og menn hafa alla möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það þarf ekki að brjótast inní Alþingi til þess að mótmæla eða koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ofbeldi er ekki hluti af leikreglunum og því finnst mér að það eigi að draga 9 menningana skilyrðislaust fyrir dóm, því það er ekkert annað en ofbeldi að brjóta sér leið inná palla Alþingis og gera köll að þinginu.
Gísli Gíslason, 20.9.2010 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.