Moggin orðinn Pravda Íslands !

Eitt sinn var Morgunblaðið, blað allra landsmanna.  Blaðið var hinn gagnrýni samfélagsrýnir sem fjallaði um mál faglega.  Ritstjórnarstefnan var sjálfstæð og ekki endilega í anda ráðandi afla í samfélaginu.  Fréttamennskan var sjálfstæð og fagleg.  Nú er öldin önnur.

Pravda var málgagn Sovéska kommúnista flokksins.  Þjóðviljinn var málgagn sósíalista á Íslandi.  Bæði blöðin fluttu fréttir til að þóknast sinni ritstjórnarstefnu.  Fréttablaðið hefur löngum þótt flytja fréttir þóknanlegar eigendum sínum. Sérstaklega var það áberandi fyrir hrun með þeim árangri að fólk var farið að trúa að Sjálfstæðisflokkurinn og D.O væru í heilögu stríði Jón Ásgeir og Baug.  Fólk trúði því að þörf fjölmiðlalög vær gerð af illum hvötum Sjálfstæðisflokksins og DO gegn Baugsveldinu.  Máttur fjölmiðla er mikill og vandmeðfarin og þegar fréttamennska er einhliða þá er auðvelt búa til hálfgerða fjöldaklikkun sbr umræðan um fjölmiðlallögin um árið.   Nú er Morgunblaðið komið í þennan sama flokk enda má blaðið muna sinn fífil fegurri.  Fréttaflutningur stjórnast af ritstjórnarstefnu blaðsins.  EB og Evran kemur úr neðra ef lesið er á milli lína blaðsins um þessi mál.  Það hlýtur að vera markaður fyrir blað þar sem kranafréttamennska sem styður ritstjórnarstefnuna sé ekki ríkjandi.  Það er dapurt að Morgunblaðið er orðið Pravda Íslands, með á köflum ágætum minningargreinum.

 


mbl.is Svar Evrópusambandsins við Grín-Alí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Skammastu þín Gísli.

Pabbi þinn var mjög oft fórnarlamb þess að tilkynna afla (síld á Björgu) þegar hann veiddi hann, ekki áður upp á von og óvon.

Þess vegna var hann virtur maður.

Þú lýsir aðstæðum, en hver eru dæmin???

Davíð er á móti ESB, en hans orð gagnrýna lygi.

Þú mátt afsanna þá lygi.

Í millitíðinni, þá er þín heimabyggð drepin.

Sorglegt fyrir þá sem eiga mæður í viðkomandi byggð.

Trúir þú kannski á fjallagrös????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ómar minn.  Maður þarf ekki að skammast sín fyrir það að óska þess að umræðansé fagleg en ekki kranafréttamennska.  Þú ferð út um víðan völl sem er allt í lagi, en innleggið mitt er að Mogginn er ekki þessi faglegi fréttamiðill eins og hann var, heldur kranafréttamennska til að þóknast skoðunum.  Kveðja austur.

Gísli Gíslason, 25.11.2010 kl. 11:21

3 Smámynd: Björn Birgisson

Mogginn breyttist í einhliða áróðursrit með ráðningu DO. Þá ráðningu hef ég aldrei getað skilið, en hún mun hafa reynst blaðinu dýrt spaug.

Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Gísli.

Ég get ekki betur séð en að Morgunblaðið sé bara að vitna í fréttaskýringu á hinum víðlesna og virta Sænska viðskiptavef E-24.  Þar taka þeir orðrétt upp það sem sérfróðir fréttaskýrendur þessa fjölmiðils segja í þessari fréttaskýringu sinni.

Greinilegt að þessi svokallaði "Forseti" ESB er maður sem ekkert veit í sinn haus, þó svo að hann sé hærra launaður en sjálfur Obama forseti Bandaríkjanna.

Hinns vegar eru allar fréttir frá ESB elítunni og þeirra áróðursmálaapparötum einmitt allar í anda svona PRAVDA fréttaskýringa.

Gunnlaugur I., 25.11.2010 kl. 12:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli.

Að sjálfsögðu fer ég um víðan völl.

Vegna þess að það er svo margt að gerast á þessum velli.  Það er nákvæmlega verið að ganga að æskuslóðum þínum dauðum ef niðurskurður ríkisstjórnarinnar gengur eftir.

Og Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn sem andæfir.  Segir satt, segir satt í ICEsave, segir satt að töfralausnin ESB og evran er á fallandi fæti.

Þetta kallar þú kranablaðamennsku.  Ég minnti þig aðeins á rætur þínar, hafði ekki fyrir því að skrifa langa ritgerð þar um, treysti á þitt sjónræna huglæga minni.

Á síldarárunum voru tveir bátar sem stunduðu ekki kranaveiðar, sögðu alltaf satt um afla og aflabrögð, það voru Kristinn í Dagsbrún á Dröfn (og reyndar Björginni líka)og Gísli yngri á Björgu.  Þetta eru þínar rætur.  Sem og þær að móðir þín fær ekki sama atlæti á efri árum og amma þín og amma mín fengu.  Það lifir engin stofnun af 56% niðurskurð.

Og þú vogar þér að kalla þá sem andæfa, krana, Gísli.

Er ESB það mikil virði í þínum huga að það megi kosta sviðinn svörð þess jarðvegs sem þú ert ættaður úr????

Hvað sem sagt verður um blaðamenn Moggans, þá eru þeir ekki kranar, og þeir eru ekki Davíð Oddsson, þetta eru rólyndis íhaldsgrey, með frjálshyggjuívafi, eitthvað sem ætti að angra miðjumoð eins og mig, ekki íhaldsmenn eins og þig.

Og þeir ljúga ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 14:16

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Ómar minn.  Ég hef verið formaður í Norðfirðingafélaginu í Reykjavík í 3 ár og starfsemi félagsins má sjá á www.nordfirdingafelagid.is.  Ég hef starfað í því félagi því ég er stoltur af mínum rótum.

Ég voga mér vel að segja að Mogginn er með kranafréttamennsku sem er að þjóna ritsjórnarstefnu blaðsins.  Það er kranafréttamennska um fréttir sem eru þeim þóknanlegar, en það lekur ekkert úr þeim krana þegar erlendar fréttir eru ekki ritstjórnarstefnu Moggans þóknanalegar. Það er kranafréttamennska og þannig er Mogginn í dag, því miður.

Gísli Gíslason, 25.11.2010 kl. 16:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Gísli, það er ekki nóg að vera stoltur að sínum rótum, og baka pönnukökur í Reykjavík, hlutirnir eru miklu alvarlegri en það.

Riststjórnarstefna Morgunblaðsins er skýr, og sú eina sem styður okkur gegn þeim öflum sem ætla að loka.  En þú þarft ekki að vera sáttur við hana, vissulega er hún ekki sanngjörn gagnvart ESB.

En er það ekki að gefnu tilefni, hverju var haldið fram eftir Hrun???

Og hvað kom á daginn með ESB og evruna, var ekki sama kreppan þar, þó ekki eins langt gengin????

Og þessi rök voru notuð til að kúga þjóðina í ICEsave, hver stóð keikur þar á móti??? Hvernig heldur þú að heimabyggð þín liti út ef ríkið hefði þurft að skera niður um 60 milljarða í viðbót, sérstaklega í ljósi þess að núna er verið að tala um heildargreiðslur uppá lægri upphæð, en aðeins þessa fyrstu vaxtagreiðslu????

Það er hart að kalla andóf gegn kúgun krana.  Og þegar sá sem kúgar, notar lygar og blekkingar, því það sem sagt var um evruna á fyrstu misserum hrunsins, stóðst ekki skoðun, þá er andspyrnan alltaf grimm, það þarf alltaf tvö til að deila. 

Öfgar kalla alltaf á öfga.

En þetta er mat á aðstæðum, sem þú ert örugglega ekki sammála, en að bendla viðskiptablaðamenn Moggans við þessi átök, það er ekki sanngjarnt.  Þegar þeir fjalla um hnignun evru og ESB, þá benda þeir á staðreyndir, sem má lesa um í öllum blöðum, þeir svona þýða FT, en þeir búa ekki til fréttir FT.

Á  því er grundvallarmunur.

Það sem þér finnst litað, er gagnrýni frjálshyggjumanna (sem þeir eru flestir) á miðstýringu, og blekkingar.  En þetta eru fagmenn og koma Davíð ekkert við.,

En Davíð er að gera meira til að varðveita byggð en þið hjá Norðfirðingafélaginu, það eitt er víst.

Eða hvar er stuðningur ykkar við okkur á neyðarstundu????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 17:53

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Æ,æ Ómar. Þú getur alveg haft skoðun á landsbyggðarmálum, FT, EB, Icesave og gert lítið úr starfi Norðfirðingafélagsins og skrifað þetta allt af því yfirlæti sem nú einkennir skrif ritstjórnr Morgunblaðsins.

Það sem ég er að segja að fréttamennska á að vera gagnrýnin og fagleg.  Moggin er það ekki, enda kranafréttamennska ríkjandi og þá helst til að kæfa upplýsandi umræðu um EB.  Og þú ert ósammála og það er baraí  góðu lagi.

Gísli Gíslason, 25.11.2010 kl. 18:24

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Auðvita erum við ósammála Gísli, annars værum við ekki að deila þetta.

En Morgunblaðið, einn fjölmiðla hefur haldið uppi andófi gegn þeim öflum sem vilja loka.  Það er ekki mat, það er staðreynd.

Og afskipti mín af skoðunum þínum, var náttúrlega af þeim rótum að ég geri meiri kröfur til góðs íhalds, en samfylkingarfólks, það er svo billeg afgreiðsla að afgreiða Moggann sem málgagn Davíðs.  Og kalla það krana. 

Halli fréttamenn á staðreyndir, þá er gott mál að benda þeim á það, til þess eru þessar fréttatengingar meðal annars.  En málið er það að rökin eru erfið, vitna til dæmis í Merkel sem sagði að fyrir ári síðan hefði hún ekki getað ímyndað sér þær rökræður sem hún þurfti að taka í vor þegar ESB ákvað viðbrögð við vanda Grikkja.

En kannski er hún krani líka, undir áhrifum af Davíð???

En af allir hótfyndni slepptri þá er þessi afgreiðsla þín á blaðamönnum Moggans, hluti af því áróðursferli sem núna beinist gegn sjúkrahúsum landsbyggðarinnar.  Þó ég dragi það ekki í efa að þú styðjir okkur heilshugar, þá er það þannig að ef Samfylkingin getur komist upp með að afgreiða Moggann sem krana, þá eigum við engan málsvara eftir, nema þá kannski Austurgluggann. 

Það er nefnilega krani í gangi á hinum fjölmiðlunum.  Þar er yfirleitt haft það eftir sem ósatt er, og þá eftir ráðamönnum þjóðarinnar og stuðningsliði þeirra innan háskólans.

Ekki það að ég hafi nokkrar væntingar um að við verðum sammála, það er ekki málið, málið er að koma áleiðis hinni hliðinni, vegna þess að ögurstundin er á næstu dögum, ríkisstjórnin hefur gefið út að lítilla breytinga sé að vænta á fjárlagafrumvarpinu.   Og þar sem óvinur óvina minna sætti ákúrum hjá þér, og borin von um hlutlausa umræðu í öðrum fjölmiðlum, þá var það tilraunarinnar virði að kynna lesendum bloggs þíns hina hliðina á kranablaðamennskunni.

Það er nefnilega hægt að ganga í ESB án þess að loka landsbyggðinni, en það mun verða bein afleiðing ef öll þjónusta á vegum ríkisins verður í skötu líki næstu árin.

Og svona í lokin, það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr ykkur köppum í Norðfirðingafélaginu, það er ekki til neitt Norðfirðskara en sólarpönnukökukaffi, fyrir utan allan þann  stuðning sem þið hafið sýnt heimabyggð ykkar í verki og góðum störfum.

En þú bauðst upp á þetta, þú vissir alveg að ég vissi að þú værir drifkraftur í félagsstarfi Norðfirðingafélagsins, og betri en enginn í þeim félagsskap.  Kom samt ekki efnisatriðum málsins við.  Nema það væri ágæt hugmynd ef þið ályktuðu og senduð Ruv fréttatilkynningu til varnar sveitungum ykkar sem heima sitja.  Það til dæmis eykur öryggið á Neistaflugi, að hafa lifandi vakt á spítalanum, það er ekki víst að það verði aftur keyrt á Pétur Ara, gæti verið burtfluttur næst.

En kjarni málsins er sá Gísli, að málið hefur aldrei áður verið svona drepalvarlegt, enda var aðeins einn flokkur á borgarafundinum, Austfjarðaflokkurinn, sem  mætti reyndar vera vegvísir inn í framtíðina um samstöðu og samvinnu, ekki karp eftir flokkspólitískum línum.

Og ef einhver heiðarleg íhaldssál les þessi skoðanaskipti okkar, og kveikir á alvörunni, en einhvern veginn finnst okkur hér að fólk kveiki ekki alveg í Reykjavík (ekki að bera það upp á þig, hvarflar ekki að mér), þá hefur þetta ekki verið til einskis.

Vonandi getum við verið sammála um það.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 19:27

10 Smámynd: Gísli Gíslason

Svona aðeins eitt að lokum. Þú segir að það sé krani á hinum fjölmiðlunum. Ég er alveg sammála þér þar og það hefur alltaf verið.  Það er ekki sami krani og á Mogganum en munurinn er bara sá að  Morgunblaðið var ekki kranafréttablað en er komið í þennan sama pitt.  Það eru vonbrigðin með Moggann.

Gísli Gíslason, 25.11.2010 kl. 21:06

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir sem ekki sjá faglegt gjaldþrot mbl eftir að Móri tók við, eru annað hvort heilaþvegnir a la HH eða haldnir skröksýki..Nema bæði sé..

hilmar jónsson, 25.11.2010 kl. 22:27

12 identicon

MBL er ómarktækur snepill eftir að DO var settur inn. Ómarktækur flokkssnepill... sem siglir framhjá öllu sem gæti komið óorði á Stalín..úps DO og mafíu..úps sjálfstæðisflokk.

MBl getur ekki dugað gegn ESB, þvert á móti er líklegt að fólk vilji eitthvað allt annað en það sem DO og co mæla með..
Það er algerlega ljóst að mbl fór úr að vera einn virtasti miðill landsins yfir í að vera sorprit sjálfstæðismanna

doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:31

13 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég hef nú mikið álit á Davíð Oddsyni, hann var farsæll borgarstjóri og farsæll forsætisráðherra í 10 ár, en svo sat hann of lengi og átti aldrei að fara í Seðlabankann.   fyrir vikið verður hans ekki síst minnst fyrir það að hafa verið  bankastjóri þegar hrunið varð.

Það var dapurt hvernig Baugsmiðlar eiginlega kláruðu karlinn með einhliða áróðri, m.a. í fölmiðlafrumvarpinu.  En það er sérstakt að hann leggist í sama leikinn að stýra fjölmiðli þar sem fréttamennska er að hlua til að styrkja málstað ritstjórnarstefnunnar.

Gísli Gíslason, 26.11.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband