21.7.2007 | 19:47
Feministar og jafnrétti
Í greininni Vinnur Feministafélag Íslands gegn jafnrétti er velt fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan snúist á köflum of mikið um "konur á móti körlum" og segir í niðurlagi. "Við stelpur eigum að hætta að líta á karla sem óvininn og fá þá í lið með okkur í jafnréttisbaráttunni. Þeir eiga nú flestir mæður, konur og dætur sem þeir vilja ekki að búi við óréttlæti. " Mikið get ég tekið undir þetta sjónarmið en hér eins og oft í málflutningi feminista gleymist að geta þess að fullt af körlum býr við óréttlæti, og óréttlæti af hendi kvenna. Hér eins og alltaf eru feministar að horfa á aðra hlið á jafnréttismálum, þ.e. bara hlið kvenna og fá þ.a.l ekki heildarmyndina.
Mig langar að nefna nokkur mál sem eru jafnréttismál en ekki er fjallað um:
- Stærsti kynbundni munur á kynjunum í dag er munur í heimilis og uppeldisábyrgð og þetta verður sérstaklega skýrt þegar kynforeldrar búa ekki saman. Um þessi mál fjalla ekki feministar (a.m.k ekki mikið) en fjalla þeim mun meir um launamun kynjanna sem er endurspeglun af kynbundum mun í heimilis og foreldraábyrgð.
- Konur eru trúlega í meirihluta gerenda í ofbeldi gegn börnum. Þetta má m.a. lesa í bókinni, Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi e. Jónínu Einarsdóttir, Sesselju Th. Ólafsdóttir, og Geir Gunnlaugsson frá 2004. Bókin er gefin út af Umboðsmanni barna og Miðstöð heilsuverndar fyrir börn. Í bókinni kemur fram á bls 39 Niðurstöður Freydísar Jónu(2003a) benda til þess að mæður beiti börn sín oftar ofbeldi en feður Um þetta fjalla feminstar ekki en þeim mun meira um ofbeldi þar sem að karlar eru gerendur.
- Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar og karlar. Framsetning á ofbeldi hér á landi og í Skandinavíu er að karlar séu gerendur í 80-90% af öllu ofbeldi. Þetta er trúlega fjarri öllu sanni. Skv rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér. Um þetta er ekki fjallað, hvorki af feministum né öðrum.
Feminstafélag Íslands hefur gegnt miklu hlutverki í jafnréttisbaráttunni og á þakkir skyldir og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra málstað, enda trúi ég að jafnrétti kynjanna sé samfélaginu mjög hollt. Ég er samt sammála því að jafnréttisbaráttan snýst of mikið um að þetta sé konur á móti körlum. Ég upplifi þannig stundum framsetningu feminista að verið sé að fjalla um karlmenn sem vandamál og konur þurfa að kenna körlum að vera ekki það vandamál sem þeir eru.
Bæði kynin þurfa að taka höndum saman til að jafnrétti kynjanna náist og þá verða bæði kynin að gera sér grein fyrir að jafnrétti er gagnvirkur ferill og bæði kynin verða að geta litið í eigin barm til að við náum fram jafnrétti kynjanna í okkar samfélagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:02 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 185627
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gísli. Mér finst furðulegt að þetta topp grein hefur ekki fengið neitt athugasemt. Það virðist vera að konur hafa mikið ut ur feministafélaginu en ekki karlar. Hvað með svo oft hropap jafnrétti?
Og Þetta stafsetning sjalfsagt: "Við stelpur eigum að hætta að líta á karla sem óvininn og fá þá í lið með okkur í jafnréttisbaráttunni. Þeir eiga nú flestir mæður, konur og dætur sem þeir vilja ekki að búi við óréttlæti. " Að minnu mati er of seint að hætta að lita á karlar sem óvinir. Margar konur í dag, sérstaklega einstæðar eru með of mörg bletti í sáli sinu.
Andrés.si, 28.7.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.