Gummi bróðir gefur út geisladisk !

gummi brodir  plotu umslag  Gummi bróðir er að gefa út sinn fyrsta sólo geilsadisk.  Hann hefur áður  gefið út þó nokkrar plötur með hljómsveitinni SúEllen sem  hann hefur verið söngvari í síðan hann var mjög ungur.  Ég held  að hljómsveitin hafi verið stofnuð 1983 þegar Gummi var 13 ára.    

Gummi kom áðan og gaf "bróa"  áritað eintak.  Hann áætlar svo að halda útgáfutónleika um verslunarmannahelgina á Neistaflugi í Neskaupstað og svo trúlega aðra tónleika hér sunnanlands með Dúkkulísunum, snemma í haust.   Lög af disknum má finna á blog síðu Gumma.  Ég er nú enginn sérfræðingur í hljómlist og fráleitt hlutlaus, en mér finnst þessi diskur  ákaflega einlægur og skemmtilegur.   Mikill Gummi í þessum disk. 

Bæði SúEllen og Dúkkulísurnar eru stofnaðar snemma á níundaáratugnum þegar sápuóperan Dallas var vikulega í Ríkissjónvarpinu.   Hljómsveitin SúEllen fékk nafn sitt frá hinni ógæfusömu eiginkonu J.R..  Dúkkúlísurnar sungu, "Ég vildi ég væri Pamela í Dallas".   Bobby og Pamela voru fyrirmyndarhjón í þáttaröðinni  öfugt við J.R. og Sue Ellen.  Þannig eiga báðar þessar frægustu  hljómsveitir Austurlands nokkrar rætur í sápuóperum sjónvarpsins, þegar hljómsveitarmeðlimir voru að stíga sín fyrstu spor í músíkinni.   Ég fór suður í skóla 1982 og aldrei búið fyrir   austan eftir að maður  hleypti heimdraganum.    Þannig hefur maður fylgst með úr fjarlægðsumar 2006 212.   Set svo hér að lokum mynd af Gumma með þeim Bjartmari og Bjarna Tryggva en myndin var tekinn í fyrra í 40 ára  afmæli, mágkonu minnar hennar Gunnu Smára.

 

TIL HAMINGJU GUMMI !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 185625

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband