Félag ábyrgra feðra ætti að fá jafnréttiviðurkenningu 2007.

Jafnréttisstofa auglýsir eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar fyrir 2007.    Ég vil leyfa mér að benda á að Félag ábyrgra feðra (Fáf) væri góður félagsskapur til að fá slíka viðurkenningu.  M.a. vegna þess að

  1. Fáf er eini félagsskapur á Íslandi sem fjallar um jafnréttismál séð frá sjónarhóli barna og karlmanna og sérstaklega frá þeim sjónarhóli þegaar kynforeldrar búa ekki saman.  Vefsíða félagsins er hér og má þar finna fleiri hundruð greina um jafnréttismál.
  2. Fáf hefur gefið út fyrsta jafnréttisblað karla á Íslandi og má finna það hér.
  3. Fáf hélt fyrstu ráðstefnu sem frjáls félagasamtök hafa haldið um jafnréttismál karla á fyrsta feðradaginn sl haust.  Ráðstefnan hét Feður í samfélagi nútímans.  Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur og fyrirlesari einnig m.a. frá hinum virtu bresku feðra samtökum www.fathersdirect.com.
  4. Fyrir tilstuðlan Fáf skilaði Forsjárnefnd  lokaskýrslu og í framhaldi var lögum  breytt þannig að nú er sameiginleg forsjá meginregla við skilnað foreldra, eins og tíðkast erlendis.
  5. Jafnréttismál sem Fáf hefur bent á er m.a.
    1. launamunur kynjanna er endurspeglun á mun í foreldraábyrgð kynjanna. Þannig muni þróun á foreldrajafnrétti og launajafnrétti haldast í hendur.
    2. Ísland er eina vestræna  landið sem gefur dómurum ekki heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, jafnvel þó dómari telji það barni fyrir bestu.
    3. að dómarar á Íslandi dæma þannig að barn eigi alltaf aðvera á aðfangadag hjá móður.
    4. meðlagskerfi á Íslandi er trúlega það frumstæðasta í heiminum, sem tekur ekki tillit til umfang samvista, né tekna forsjárforeldris osfrv.
    5. félagið hefur bent á hvernig forsjár mál hafa þróast erlendis eins og t.d. í Svíþjóð og Frakklandi, þar sem foreldrajafnrétti er komið mun lengra en hér á landi, m.a. lög um jafna búsetu meginreglan í Frakklandi síðan 2002.
    6. fyrir tilstuðlan félagsins eru fleiri og  fleiri í samfélaginu komnir á  þá skoðun að báðir foreldrar eru bestu hagsmunir barna við skilnað. Í framtíðinni mun löggjafin og framkvæmdavaldið vinna í samræmi við það.
    7. félagið hefur gert þó nokkrar umsagnir um lagabreytingar og annað, hitt nefndir á vegum bæði borgar og ríkisstjórnar.
  6. Fáf er 10 ára gamall félagsskapur um þessar mundir, var formlega stofnaður 10. september 1997.  Jafnréttisumræðunni væri lyft á hærra plan ef karlatengd jafnréttisbarátta fengi viðurkenningu Jafnréttisráðs.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Það eru góðar fréttir Gíslí.  Takk.

Andrés.si, 15.9.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég held að það séu engar líkur á að Félag ábyrgra feðra fái Jafnréttisviðurkenningu.  Ný Jafnréttisstýra sagði í Fréttablaðinu þann 2 sept sl.

"Stundum heyrir maður raddir um að jafnréttisbaráttan hafi orðið til þess að tekið hafi að halla á karlmenn. Þar finnst mér umræðan komin í algert öngstræti. Það á sér stað mjög alvarleg umræða um forræðismál og réttindi einstæðra feðra. Það þarf að fara mjög gætilega í slíkum málum því fyrst og fremst eru það hagsmunir barnanna sem eiga að ráða".

Það má hrósa Jafnréttisstýru fyrir að segja þessi orð.  Ég býst við að þetta sé ríkjandi viðhorf á Jafnréttisstofu að barátta feðra til að vera fullgilt foreldri (og nota til þess rökin að báðir foreldrar eru bestu hagsmunir barna, ) Það er ekki jafnréttisumræða skv hennar skilgreinginu. Ég er handviss um að þetta endurspeglar viðhorf margra bæði embættismanna sem og þeirra sem telja sig sjálfskipaða sérfræðinga um jafnréttismál.

Í mínum huga lýsir ofangreind tilvitnun bæði fordómum og þekkingarleysi.  Það er ógæfubyrjun hjá nýrri Jafnréttisstýru.

Gísli Gíslason, 16.9.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Baldvin Z

FÁF hefur gegnum tíðina unnið þarft en vanþakklátt starf. Ég var í stjórn félagsins hér "í denn" og man vel eftir skilningsleysinu og vitleysunni sem við þurftum að umbera.  Við fengum t.d. alltaf lægstu mögulegu upphæð í styrk frá alþingi, þrátt fyrir að vera mjög virkt félag, sem fór vægast sagt vel með peninginn. Þá man maður líka vel eftir því hversu erfið mál við vorum að eiga við frá degi til dags og ég verð líka að segja að ég fékk deja vu að lesa kommentið þitt á eftir færslunni hér að ofan, um ummæli Kristínu jafnréttisstýru.

Baldvin Z, 16.9.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Já þetta var ótrúlegt svar hjá Jafnréttisstýru, en ég hrósa henni fyrir það að segja það sem aðrir hugsa.  Þannig er hún ekkert að fara í felur með það að foreldrajafnrétti er ekki hluti af jafnrétti í hennar huga. 

Ég starfa ekki lengur í félaginu en fannst þann tíma sem ég starfaði sem smá miðaðist, t.d. fengum við aukin styrk frá alþingi, gáfum út blað og héldum fjölmenna ráðstefnu.  En þetta var og er þungur róður.

Gísli Gíslason, 16.9.2007 kl. 21:22

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kona var valin sem jafnréttisstýra og var það ekki endilega af því að hún var hæfasti aðilinn heldur af því að hún var kona.  Svona er jafnréttið að fara með okkur

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.9.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Gísli Gíslason

já það má margt segja um jafnrétti og þann einstreymisloka sem er á jafnréttisumræðu hér á landi.  Ég held að þessi staða verði ekki skipuð karlmanni fyrr en eftir ca 10-20 ár. 

Gísli Gíslason, 18.9.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband