Fjölskyldan stækkar !

Fyrir  síðustu jól bað amma mig að prenta allt út sem stæði um sig, afa og þeirra börn.  Ég gerði það og færði henni og spurði jafnframt hvort henni fyndist eitthvað vanta.  Hún svaraði, að þegar hún hafi kynnst afa í byrjun seinna stríðs, þá hafi  verið fætt stúlkubarn, sem afa var kennt. Hann hafi ekki verið viss hvort hann ætti stúlkuna, en barnsmóðir hans var einnig í “ástandinu”.   Amma sá aldrei barnið en sagðist vita að stúlkan hefði heitið Guðrún og hefði flust til Bandaríkjanna með móður sinni sem giftist hinum ameríska hermanni.   Hinn ameríski hermaður ættleiddi svo dóttir afa.  Þessi leynifrænka kom ekki fram í Íslendingabok en það var það sem amma var að velta fyrir sér.

 

Mér fannst nú  dálítið merkilegt að hugsanlega ætti mamma hálfsystir í Bandaríkjunum, sem enginn vissi um. Hvað vissi sú kona um okkur, átti hún börn og ýmsar svona spurningar fóru í gegnum hugann.  Hún var skýrð Guðrún, eins og  mamma í höfuðið á  langömmu, Guðrúnu Jensen. 

 

Ég sendi Íslendingabok tölvupóst og sagði þeim þær upplýsingar sem ég vissi  og spurði hvort hægt væri að rekja þetta mál.  Svarið kom og sagt að þau gætu ekki rakið þetta, en ef ég vissi nokkurn veginn hvaða ár þetta var, hvað faðirinn hét og barnið hét, þá gæti Þjóðskjalasafnið örugglega fundið þetta í skírnarbókum kirkjunnar í Reykajvík.  Borgin var bara lítill bær í byrjun seinni heimstyrjaldar og það væri  ekki mikið mál að fletta þessu upp.  Ég fór  á Þjóðskjalasafnið með sömu upplýsingar og ég hafði sent Íslendingabók.   Þetta var milli jóla og nýárs 2006.  Í byrjun janúar 2007, fékk ég svo póst frá Þjóðskjalasafninu.   Þar fékk ég þær upplýsingar að konan, þessi leyni frænka væri fundin. Hún hét Þorbjörg Guðrún fædd 3.ja jan 1939 ! Bréfið frá Þjóðskjalasafninu var dagsett 3.janúar 2007 á afmælisdaginn hennar. Í skírnarvottorðinu stóð,

  • Fullt nafn barns Þorbjörg Guðrún,
  • Skírt þann 23.júlí 1939. 
  • Foreldrar:  Margrét Jónsdóttir ógift vinnustúlka, Ránargötu 5a, 17 ára og Jóhann P. Guðmundsson húsgagnasmiður.
  • Skírnarvottar: Halldóra Jónsdóttir, Þórhallur Jónasson, og Jón Sigurðsson.
 

Svo kom líka afrit af heimilisfólkiinu að Ránargötu 5a, Reykjavík en þar voru þá til heimilis haustið 1939.

  • Jón Sigurðsson, vélamaður fæddur 12.1.1887
  • Halldóra Vilborg Jónsdóttir, kona, fædd 15.10 1885
  • Fríða Jóhanna Jónsdóttir, dóttir, fædd 03.06.1914
  • Ebba Unnur Jónsdóttir,  dóttir, fædd 09.10.1918
  • Margrét Jónsdóttir, dóttir fædd 12.09.1921
  • Málfríður Guðbjörg Jónsdóttir, fædd 16.8.1923
  • Þorbjörg Guðrún Pétursdóttir, dóttir fædd 03.01.1939
 

Jón Sigurðsson og Halldóra Vilborg voru semsagt amma og afi þessarar frænku minnar, foreldrar Margrétar barnsmóður afa.  Ég fór því með þessar upplýsingar til ORG ættfræðiþjónustu hjá Oddi Helgasyni. Hann prentaði svo út fyrir mig alla afkomendur Jóns  og Halldóru Vilborgar.  Þá var ég kominn með ættartöluna hennar.  Ég fór svo að reyna að hafa uppá afkomendum.  Fyrsta sem ég hringdi í var kona sem heitir Bára og er ljósmyndari að atvinnu.  Ég sagði henni söguna og hún kannaðist vel við að eiga frænku í Bandaríkjunum, sem hefði flust þangað sem barn.  Hún kallaði hana Bobbu frænku.   Hún vissi aftur á móti ekkert meir,  en sagði að ég yrði að hafa samband  við Loft eða Ebbu. Þau væru einu sem gætu verið í samskiptum við hana.    Hjá Ebbu fékk ég bara símasvarann og Loftur kannaðist alveg við þetta en var mjög lokuð bók.  Ætlaði að hringja seinna en gerði  það ekki.  Hér var ég farinn að velta fyrir mér hvort ég ætti að stoppa hér.  Svo ákvað ég  að hringja einu sinni í Ebbu og þá svaraði.  Ebba. Hún og maður hennar Jónas bjuggu á Bifröst og voru búin að vera erlendis.  Hún kannaðist nú aldeilis við Bobbu. Þorbjörg Guðrún, sem fékk nafni Barbara þegar hún fór til Bandaríkjanna og heitir í dag Barbara Jeffreys og býr  í Michigan.  Hún sagði að eftir að Þorbjörg Guðrún fór út sem barn, þá hafi hún bara tvisvar komið upp og talaði litla sem enga íslensku lengur.  Móðir hennar og hinn ameríski faðir eru bæði látin.   Bobba eignaðist ekki fleiri systkini og hún á tvo syni, Mike og Steven og hvorugur  þeirra á börn.  Ebba  var ekk viss hvað Bobba vissi um föðurfólk sitt, en sagði að hún hefði ekki komið til Íslands síðan 1975. Hún gaf mér heimilisfang hennar og tölvupóst. 

 

Ég sendi svo tölvupóst á rakti alla söguna sem ég hef hér sagt. Svo fór ég í búð.  Við kassann var hringt í gsm símann og það var frá Bandaríkjunum.  Hello, This is Bobba calling, do you thing your grandfather was my father” ? Svo áttum við stutt spjall og marga tölvupósta.  Þegar búið var að skoða myndir og þess háttar, þá var alveg ljóst að þetta stemmdi allt saman og hún hafði ættleiðingarpappíra sína, sem afi hafði undirritað.  Þannig var komin ný frænka í leitirnar !!! Mjög óvænt.

 

Annað sem gerðist við einhverja uppfærslu á Íslendingabók var að aukafrændi kom í ljós í Íslendingabók, bróðursonur mömmu, og fáir vissu um,  en það er önnur saga.

 

Það er alltaf skemmtilegra þegar fjöskyldur stækka og margfalt gleðilegra en þegar fækkar í fjölskyldu.  Gaman að eiga "nýja"  móður systur í Bandaríkjunum og nýtt systkynabarn í Reykjavík.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Vá, frábær saga. Mér vöknaði um augun þegar ég náði að hlutanum þar sem gsm-síminn hringdi við kassann!! 

Kærleikur... 

SigrúnSveitó, 22.10.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Hvað á mamma þín marga bræður??  Ég þekkti einu sinni einn þeirra...Holla...fannst gaman að sjá myndir af honum úr brúðkaupinum ykkar Bergrósar.

SigrúnSveitó, 22.10.2007 kl. 11:35

3 Smámynd: Gísli Gíslason

hæ, takk fyrir  innlitið.  Mamma átti þrjá bræður og eru tveir á lífi.   Jóhann er látinn og svo eru Jens og Holli

Gísli Gíslason, 22.10.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Góð saga og skemmtileg. Þetta var tími eilífra feluleikja og oft eru þetta viðkvæm mál. Til hamingju með árangurinn og þessa nýju fjölskyldumeðlimi!

Laufey Ólafsdóttir, 24.10.2007 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband