5.11.2007 | 17:43
Ónýtt íslensk nöfn
Fyrir ríflega ári síðan, eyddi ég drjúgum tíma í að taka saman sjaldgæf íslensk nöfn.
Á síðustu áratugum hafa orðið til mörg ný mannanöfn í íslensku máli. Oft eiga þau nöfn uppruna í erlendum málum. Íslenskan er samt rík af nöfnum.
Hjálagt er listi af nöfnum sem enginn eða fáir heita en eru rammíslensk. Sum orðin kunna að virðast með neikvæðum blæ eins og Bjálfi, Böðmóður og Bölverkur. Önnur eru framandi, eins og Rafarta, en hún var dóttir Kjarvals Írakonungs og móðir Helga Magra er nam land í Eyjafirði. Knjúkur er meðal fornustu nafna sem Landnámabók geymir. Er nefndur Knykur í fornbréfasafninu en á líklega að vera Knjúkur. Ósvífur var faðir Guðrúnar Ósvífursdóttir er var kvenna vænst, er upp óxu á Íslandi, bæði at ásjónu ok vitsmunum segir í Laxdælu. Þannig eiga mörg nöfn sér sögu. Dýranöfn eru oft notuð við nafngiftir eins og Hrafn, Örn, Ormur, og Ugla en nöfnin Fálki, Rjúpa, Kálfur, Refur og Skúmur eru ekki nýtt í dag. Keltnesku nöfnin Kjarval og Kiljan þekkjum við af frægum listamönnum. Ónýtt keltnesk nöfn eru m.a. Kjallakur og Kjalvör. Ýmsir staðir bera nöfn, sem hafa verið mannanöfn en eru lítið eða ónýtt í dag. Staðurinn Hrifla er til, en einungis einn einstaklingur hefur borið það nafn. Einnig var þekktur stjórnmálamaður kenndur við staðinn Hriflu. Böggvistaðir, Kjallaksstaðir, Kýlanhólar, Álaugarey, Ímastaðir og Lýtingsstaðir eru til en engin ber þessi nöfn í dag, þó einstaklingar hafi heitið þeim fyrr á öldum. Mörg gömul nöfn sem ekki voru notuð í aldir hafa verið nýtt á síðustu áratugum, s.s. Dufþakur, Dalla og Eyjar. Ýmis ný nöfn af íslenskum stofni, eins og Vöggur, Draupnir og Fífa hafa litið dagsins ljót. Nafnið Rökkvi var fyrst til árið 1978 og í dag bera 30 manns þetta nafn. Þessi nýju mannanöfn hafa auðgað nafnaflóruna í íslensku máli.
Það er full ástæða fyrir foreldra að gaumgæfa vel hvort eitthvað af ónýttum eða lítt nýttum íslenskum nöfnum geti komið til greina við skírn á barni, t.d. Ásleifur Bresi nú eða jafnvel nota eitt sjalgæft nafn sem millinafn, t.d. Áli, Brúni, eða Kolli. Nafn er ævivarandi heimamundur einstaklings. Sum fágæt nöfn geta verið hluti af einkenni viðkomandi ættar. Auðgum íslenskt samfélag með fágætum en fallegum ramm íslenskum nöfnum.
Skrifað af Gísla Gíslasyni Gíslasonar, sem á soninn Gísla !
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 26.10.2008 kl. 20:50 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.