Ástralía: Ömmur og afar í fæðingarorlof?

Ástralir ræða nú af fullri alvöru að veita ömmum og öfum  rétt til að taka launalaust fæðingarorlof ! Núverandi ríkisstjórn í Ástralíu lofar þessu ef stjórnin nær endurkjöri þann 24.nóvember n.k. Eru andfætlingar vorir að snú öllu á haus eða er þetta bara hið besta mál að lögtryggja rétt ömmu og afa við að styðja við uppeldi á barnabörnunum ??.  Ungur nemur gamall temur á sjálfsagt vel við hér og sannarlega forvitnileg tillaga hjá Áströlum.

Annars lýsi ég eftir íslensku orði fyrir grandparents ?

Fréttin er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hið best  mál. Ömmur og afar voru eitt sinn mun nánari barnabörnunum en eru í dag.  Nú er samfélagið allt í hólfum. Börnin í skóla, foreldrar að vinna og ömmur og afar að vinna eða komin á stofnanir.  Það væri frábært ef ömmur og afar gætu komið meir að uppeldi barna.  Börnin myndu græða og ömmurnar og afar líka.

held að ekkert ísl orð sé til fyrir grandparents.

dadú (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Grandparents, hmm! Forfeður var notað yfir afa og ömmur, skv. orðabók. Sennilega ekki femínistum þóknanlegt í dag.

Forfeðrafrumvarp myndi þetta þá heita á Íslandi í meðförum alþingis... hljómar vel!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.11.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Forfeður væri sjálfsagt frekar ancestors, og gæti náð yfir ættlegg eða ætt.  

Égheld að gott íslenskt orð yfir grandparents,(bæsteforældre í Skandinavíu), er að ég held ekki til í okkar ástkæra ylhýra máli.

Gísli Gíslason, 12.11.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

sæll.. mér datt í hug orðið fríforeldrar.. þar sem ömmur og afar eru hætt uppeldinu á sínum börnum í flestum tilvikum. en við nánari umhugsun væri einnig hægt að nota þetta orð yfir umgengisforeldri á þeim tíma sem barn dvelur ekki hjá umgengnisforeldrinu..

Jóhann Kristjánsson, 14.11.2007 kl. 00:51

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Við viljum nú ekki að umgengnisforeldri heiti frí foreldri.  Ég veit að sumir upplifa sitt hlutverk þannig, en því þarf að breyta.  Ömmur og afar eru varla heldur fríforleldrar þó þau geti alveg verið það.

Það er mjög sérstakt að ekkert orð á Íslensku er til fyrir grandparents, (besteforeldre).

Gísli Gíslason, 16.11.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband