Feðradagurinn

Á vordögum 2006 gaf Félag ábyrgra feðra út blaðið Ábyrgir feður.  Þar var m.a. fjallað um að enginn feðradagur var á  Íslandi. Áður hafði félagið bent á það m.a. í útvarpsviðtölum og í blaðagreinum.  En það var fyrir tilstuðlan tveggja kvenna sem Félagsmálaráðherra gerði annan dag í nóvember að sérstökum feðradegi. 

Fyrsti feðradagurinn var haldinn 12.nóvember 2006.  Af því tilefni hélt Félag ábyrgra feðra ráðstefnuna "Feður í samfélagi nútímans"Myndir af ráðstefnunni eru hér

12.11.06, Stórn FÁF, Tom Beardshaw  og Vigdís  Finnbogadóttirað lokinni  ráðstefnunni, Feður í samfélagi nútímans

Ég held að þessi ráðstefna í fyrra og útgáfa á blaðinu Ábyrgir  Feður hafi á margan hátt verið vendipunktur í starfsemi félagsins.  Á sama tíma og málflutningurinn varð agaðri, þá varð hann einnig hófsamari en jafnframt einbeittari.  Fleiri lögðu við hlustir þegar félagið hóf raust sína. Þannig var vel mætt á þessa ráðstefnu, fólk á öllum aldri, báðum kynum og bæði þingmenn og ráðherra. 

Félag um foreldrajafnrétti (nýtt nafn á Félagi ábyrgra feðra), hélt aðra stórglæsilega ráðstefnu nú á öðrum feðradeginum hér á landi, þann 11.nóv sl.   Almennt fannst manni eins og það væri einhugur á ráðstefnunni um það þarf að breyta mörgu.  Málstaður foreldrajafnréttis er vaxandi, þ.e. að meginreglu skuli öll börn skuli alast upp hjá báðum foreldrum, óháð hjúskaparstöðu foreldranna.

Athyglisvert fannst mér að félagið dreifði aftur blaðinu Ábyrgir feður, sem þó var gefið út um vorið 2006, en efnið á ennþá fullt erindi inná borð svona ráðstefnu og til ráðamanna þjóðarinnar. 

Foreldrajafnrétti er hinn hluti af jafnréttisumræðunni og hinn vanrækti hluti af þeirri umræðu.  Þannig hefur Félag um foreldrajafnrétti mikilvægt hlutverk að stuðla að áframhaldandi breytingum í okkar samfélgi, börnum, foreldrum og samfélaginu til heilla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það eru allir sammála að núverandi lögum í þessum málaflokki þarf að breyta hið snarasta.

Bendi á góða grein Jónínu Guðmundsdóttur í Mogganum í dag, laugardag.

Sigurður Haukur Gíslason, 17.11.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er líka góð grein í Fréttablaðinu í dag um sáttamiðlun.

Gísli Gíslason, 17.11.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband