Lyfjameðferð hefst

Foreldrar mínir komu suður í gær og í dag fór ég með þau á LSH.  Hittum ágætan lyfjalækni Friðbjörn Sigurðsson.  Hann var heiðarlegur og sagði eins og var að sjúkdómurinn hjá pabba væri illvígur og langt gegninn.  Það breytir ekki því að það er oft ótrúlegt hvað meðferðir hjálpa og bæta lífsgæði sjúklinga, þó þeir þurfi að lifa með sjúkdómnum.  Það var ákveðið að pabbi fer í 8 vikna lyfjameðferð. Hann getur verið fyrir austan mest allan tímann en kemur aðra hverja viku suður til að fá lyfjagjöf í æð. 

Eftir skoðun fór hann að fá lyfjagjöf í æð, en ég fór að útrétta og fór m.a. niður á Tryggingarstofnun ríkisins.  Það er sérstakt að koma þar inn og taka númer og láta starfsmannin fá pappíra pabba.  Þar er manni tilkynnt að það taki tvær vikur að komast inní kerfið, svo TR greiði eða taki þátt í  kostnaði vegna lyfja og stomapoka.  Maður hugsaði tvær vikur að skrá einstakling inní eitthvað kerfi.  Það er greinilegt að þetta er steinrunnin ríkisstofnun, þar sem hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir.  Enda skilst mér að stutt sé síðan starfsmaður varð uppvís að því að stela tugum milljóna og fráfarandi forstjóri sagði að það vantaði allar heildarstefnumótun fyrir stonfunina.  Það er mikil gæfa að hafa ekkert þurft að sækja til þessarara stofnunar.

Ég sótti svo pabba og mömmu á sjúkrahúsið, en pabbi fór beint í rúmið,  orkulítill eftir lyfjagjöfina. Þau fara svo austur á morgun, sem er gott.  Það er nú þannig að heima er best og í slíkum tilvikum er það langt best að vera heima ef mögulegt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli ég hef nú ekki áður farið inn á bloggið þitt, en sá nú að þú varst að blogga um Pabba þinn, það kom mér á óvart þessr fréttir, því fyrir nokkrum vikum hitti ég hann hressan á vigtinni á Neskaupstað og fékk hjá honum kaffi og kex.  Mig langar að biðja þig að skila til hans góðri kveðju með ósk um góðan bata.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.11.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og Sæll Sigmar. Gaman að  fá innlit frá þér hér á síðuna. Pabbi hefur alltaf sagt mér frá þegar þú hefur  komið á vigtina til hans.  Allur þessi sjúkdóms ferill hefur gerst núna á nokkrum vikum og allt hefur þetta komið öllum í opna skjöldu.  Mamma og pabbi eru bæði mjög dugleg í þessum hremmingum og ég skila góðri kveðju til þeirra með ósk um góðan bata.  Veit að þeim þykir vænt um kveðjuna.  Sömuleiðis góðar kveðjur tilbaka.

Gísli Gíslason, 23.11.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Úff, Tryggingastofnun...hljómar eins og danska kerfið...!! Einhver sagði að maður þyrfti að vera fullfrískur til að geta átt við þessa stofnun...! Hræðilegt, en satt að því er sagt er.  Gott þú getur aðstoðað foreldra þína í þessu.

Bata- og kærleikskveðjur...

SigrúnSveitó, 23.11.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk fyrir kveðjuna Sigrún. Já það var sérstök upplifun að koma í Tryggingarstofnun.  Trúlega eru svona stofnanir í eðli sínu hægfara, en það er gott að hafa ekkert eða lítið með þessa stofnun að gera og vonandi verður svo áfram.

Gísli Gíslason, 23.11.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband