Margir karlar eiga líka í vanda.

Umræða um ofbeldi gengur oftast út á að konur séu fórnarlömb og karlar gerendur í nánast öllu ofbeldi.    Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar  og  karlar, þeirra ofbeldi er þó öðruvísi.   Þar segir í samatekt.

#This bibliography examines 209 scholarly investigations: 161 empirical studies and 48 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners.  The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 201,500. #

Skv öðrum alþjóðlegum rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér.  

Það er eins með umræðuna um ofbeldi eins og umræðuna um jafnrétti. Hún er einhliða, stillir konum upp sem fórrnarlömbum og körlum sem gerendum.   Sú mynd er röng.

Í Noregi er til karlaathvarf sem fjallar um vandamál karla í samfélaginu.   Heimasíða þess er http://www.reform.no/    Ég trúi því vel að þörf væri fyrir karlaathvarf á Íslandi. 


mbl.is Karlaathvörf yfirfull í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er sammála þér að það þarf að vera til athvarf fyrir karlmenn eins og konur. Vandamálið er auðvitað til staðar og miklu miklu meiri mæli en við almennt gerum okkur grein fyrir. En þar sem karlmenn hafa verið álitnir sterkara kynið frá örófi alda er vandamálið þagað í hel. Það er erfitt að stíga út úr klisjunni. Skelfilega erfitt fyrir karlmann að viðurkenna að hann sé beittur ofbeldi af konunni sinni. En það er ljóst að karlmenn verða sjálfir að stíga skrefið, þ.e. í átt að samtökum eins og Stígamótum eða kvennaathvarfinu. Þeir verða að vera viljugir að stíga fram og opna umræðuna. Það þarf að uppræta fordómana.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Að sjálfsögðu er þörf á stuðningsathvörfum fyrir karla!

Það eru ungir karlar sem verða mest fyrir barðinu á ofbeldi í öllum myndum. Konur lenda oftar í ofbeldi heima fyrir en karlar eru mun oftar fórnarlömb ofbeldis almennt. Í Noregi eru móttökustöðvar fyrir karla í krísu komnar hvað lengst. Þar leita karlar gjarna hjálpar vegna andlegs ofbeldis af hálfu kvenna. Algengasta tegund andlegs ofbeldis sem konur beita gegn körlum er að svipta þá forræði og eðlilegu umgengi við börnin. 

Konur sem beita börnum sínum eins og barefli í skilnaðarmálum eru ein helsta ástæða þess að karlar leita til svona athvarfa.

Á Íslandi eru karlar nærri réttlausir í skilnaðarmálum og alltof algengt að íslenskar konur misnoti lagalega stöðu sína til að koma höggi á föður barnanna. Það er skömm af því!

Slíkt ofbeldi er jafn alvarlegt og það líkamlega ofbeldi sem sumir karlar beita konur inná heimilinu.

Vilhelmina af Ugglas, 27.1.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Andrés.si

Mér þykkist sérstaklega gott að hér vöru komentera tvær konur. Yfirlegt er það ekki gert af konum, því þar sleppa hlutir sem þeim lika ekki sérstaklega við.

Í stað þess óska ég Gísla og ykkur tveimur, Vilhelmina og Jóna fyrir ínnleg.

Ég var í 10 ár fyrir andlegu ofbeldi af fyrverandi konu hálfu.9 árum eftyr skylnad, hef ég ekki fríð en þá en barnavernð er að ámina kerling eingöngu.

kv: Andrés

Andrés.si, 28.1.2008 kl. 02:03

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég þakka kommentin. Ég held að það sé rétt að þeir karlar sem verða fyrir þessari óáran þurfa að mynda með sér samtök.  Hitt er annað að karlar hafa lögnum verið aldir upp við það að bera ekki tilfinningar á torg og kannski er það hluti af því að þeir koma ekki fram.  Það er jú ekki karlmannlegt að verða fyrir ofbeldi konu.

Mér hefur fundist að umræðan um kyndbundið ofbeldi er í sjálfu sér kynbundið ofbeldi, þar sem sú umræða er svo einhliða.

Gísli Gíslason, 28.1.2008 kl. 07:49

5 Smámynd: Andrés.si

Er þetta nýjasta kynjakvóta í stjórn hjá fyrirtækjum heldur ekki ofbeldi? Þær einfaldlega ýta til þess að ná einhverju, sama hvort um hæfileika manneskju er að ræða eða ekki.

Ekki er sett neitt kynjakvóta  á lager vinnu malbikun, byggingavinnu  og svo má telja flest öll stóla laus störf.

Andrés.si, 2.2.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband