Hvað með rétt barnanna ?

Það er gleðilegt á margvíslegan hátt að þetta sé að nást í gegn.  En ég velti fyrir mér tvennu

 

a) Hvar eru réttindi barna í þessu?

Í Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna stendur  7. gr":.
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra."

Þegar börn eru yfirgefin eins og í Kína,þá er ekki hægt að rekja uppruna þeirra og þá hafa foreldrarnir brotið þann rétt sem þau eiga skv 7. gr. En þegar barn er getið með tæknifrjóvgun og fær aldrei að vita hver hinn líffræðilegi föður er, þá er þjóðríki búið að brjóta þennan rétt barnsins.  Ég veit að sum ríki hafa brugðist við þessu og sett það inn að börn getinn með tæknifrjóvgun eigi rétt á að vita hver hinn líffræðilegi föður er þegar þau eru orðinn 18 ára.  Þau eiga engann rétt til erfða eða annað, bara vita hver viðkomandi er og ef það er einhver fjölskyldusaga um t.d. sjúkdóma.

b) Hvar er sambærilegur réttur einhleypra karla?

Ef konur mega fá gjaf sæði til að ganga með barni, þá hlýtur löggjafinn einnig að eiga að setja lög sem skilgreinir rétt einstæðra karla til að fá "leigumóðir" til að ganga með barn, getið með hans sæði.  Annað er mismunur á milli kynja og það er ólöglegt, skv jafnréttislögum og stjórnarskrá Íslands.  Barnið í slíkum tilvikum ætti eins að fá að vita hver hin líffræðilega móðir er þegar barnið er orðin 18 ára

 

 


mbl.is Einhleypar konur í tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir því sem ég best veit geta einstæðir karlar ekki ættleitt börn ,þó þeir eigi börn fyrir.

Endilega leiðrétta mig ef rangt er.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég tek undir með Gísla. Þetta endar í vegleysu, það hlýtur hver maður að sjá. Konur einhleypar að fá fyrir tilstuðlan ríkisins tæknisæðingu (með nafnlausu gjafasæði geri ég ráð fyrir) til að geta átt sín börn ein óháð karlpeningnum. Og Börnin verða föðurlaus og  njóta aldei uppeldis eiginlegs föður. Þessu verða karlmenn að mótmæla allir sem einn! Sem læknir er ég þessu algerlega mótfallinn.

Guðmundur Pálsson, 12.3.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Það væri eðlilegt að Jafnréttisstofa fjallaði um þennann kynbundna mismun.  Og auðvitað ættu feministar að gera það líka, en því miður eru þar einstreymisloki á allri jafnréttisumræðu.

Gísli Gíslason, 12.3.2008 kl. 23:18

4 identicon

Einhleypir karlmenn hafa nákvæmlega sama rétt til þess að ættleiða eins og konur.

Alda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:23

5 identicon

Nei Alda - því fer fjarri.

 Ef þú hefur aðrar upplýsingar þá máttu gjarnan segja frá því ég hef reynt þetta og var aðeins smánaður af starfsmönnum ráðuneytis fyrir vikið.

Noname (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:37

6 identicon

Já Noname ég held nefnilega að flestir haldi að ef einheypur karl vil ættleiða hljóti viðkomandi að vera barnaperri eða eitthvað svoleiðis, þó svo menn viðukenni það ekki endilega að hugsa svo.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:55

7 identicon

Að maður fái leigumóðir til að ganga með barn fyrir sig er ekki það sama og að kona fái að fara í tæknifrjófgun.

Leigumóðir er svo miklu, miklu meira mál heldur en hitt. Konan veit af barninu inni í sér, finnur fyrir því og þarf svo að koma því í heiminn, en ef maður gefur sæði sem er síðan notað í tæknifrjófgun, veit hann ekki einu sinni af því.

Það er á engan hátt hægt að líkja þessu saman.

Dögg (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 01:30

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Ef einhleypur karl hefur ekki sama rétt á að eignast barn og eins og einhleyp kona þá er það mismunur á milli kynja.   Þannig að séð útfrá sjónarmiði kynjanna er þetta mismunun. 

Frá sjónarmiðinu að það sé meira mál að fá leigumóðir til að ganga með, þá er það auðvitað meira mál að ganga með barn í 9 mánuði samanborið við að gefa sæði.   Hitt er annað að það að löggjafinn opni ekki á þessa leið líka, skapar kynbundinn mismun, sem er lögbrot, stjórnarskrárbrot og mannréttindabrot.   Þannig er það fullkomnlega eðlilegt benda á að þetta.

Gísli Gíslason, 13.3.2008 kl. 08:28

9 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Reyndar bendir þú á góðan punkt Gísli. Ég sé ekkert að því að karlar fái sama rétt varðandi eggjagjafir. Þeir verða auðvitað að finna leigumóður (sem þarf NB alls ekki að vera sú sama og gefur eggið).

Nú játa ég fáfræði mína, fá lesbísk pör ekki sama rétt til tæknifrjóvgunar og önnur pör (ef ekki þá er það ólíðanlegt). Og hver eru lögin gagnvart giftum hommum varðandi leigumæður. Sjálfsagt að reglur um slíkt séu skýrar og sjálfsagt að einhleypir njóti sama réttar. Er sammála Guðlaugi aldrei þessu vant.

Að lokum, hér væri oftar en ekki um að ræða konur sem finna líkamsklukkuna tifa en vilja eignast barn. Hafa ekki fundið maka sem þær vilja eignast barnið með. Ekkert sem segir að viðkomandi konur finni ekki maka síðar. Ég er hins vegar sammála um að börnum er hollt að hafa sterka karlsímynd í lífi sínu. En hjá einstæðum mæðrum þar sem barnið er án föður (hvernig svo sem það kemur undir) geta margir gengt þessu hlutverki. Gæti t.d. verið afinn, móðurbróðir eða vinur (t.d. hommi sem ekki vill sjálfur eignast börn). Margbreytilegt fjölskyldumynstur er komið til að vera og ekkert hægt að stinga höfðinu undir steinninn varðandi það. 

Guðmundur Auðunsson, 13.3.2008 kl. 13:19

10 Smámynd: Gísli Gíslason

Langar að benda á þessar rannsókn en þar segir m.a. "Father engagement seems to have differential effects on desirable outcomes by reducing the frequency of behavioural problems in boys and psychological problems in young women, and enhancing cognitive development,"

Gísli Gíslason, 14.3.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Andrés.si

Gísli. Þetta með sæði er stór mál tel ég.  Um 1994-95 fór ég nokkrum sinum í sæðis rannsókn. Humm. Þeir sögðu mér alltaf að koma aftur og aftur eins og ég væri getulaus.  Eftir það hefur fyrrverandi kona eignast tvö börn + fóstur sem fór. Svo hefur verið ein um 2003 sem gerðir fóstureyðingu, þannig að ég tel mig ekki vera getulausan karl.  Nú spyr ég. Hvar er sæði mitt sem ég var að skila í rannsókn? Hvar fæ ég tryggingu að þeir barna ekki lesbískum konum með það sæði. Enda gen í mér alt annað heldur íslensk, sem sagt nóg stór ástæða að ég var sendur aftur og aftur með sæði í flöskunni í febrúar mánuði 1995, eða losaði mér á staðnum.  Það eina sem ég vil fá er trygging að þeir misnota ekki sæði.

Um misnotkun á svipuðum vetnvangum erlendis get ég skrifað næst, þangað til má segja að Ísland er ekki óspill land.

Andrés.si, 18.3.2008 kl. 00:25

12 Smámynd: Gísli Gíslason

Það væri mjög alvarlegt ef sæði sem sent væri til rannsóknar væri svo gefið til annarra nota.  Það hefur aldrei komið upp neinar vísbendingar í þá áttina hér á landi, að  því er ég best veit.  Þangað til verður maður að álykta að okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk vinni samkvæmt settum reglum.

Gísli Gíslason, 20.3.2008 kl. 11:47

13 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:25

14 Smámynd: Gísli Gíslason

 Gleðilega páska

Gísli Gíslason, 23.3.2008 kl. 18:23

15 Smámynd: Andrés.si

Gleðilega páska gótt fólk.

Gísli. Ekki er svo langt frá því liðin siðan vörubíll frá Ungverjalandi var tekin í skoðun á Svissnesk landmæri. Heilbrigðis stofnun Ungverja hefur sent til Frakklands, eða betra orðað til snyrtiframleiðslu legvatn og fleira.  Ég einfaldlega treysti ekki heilbrigðiskerfinu. En væri til að gefa sæði ef konan er í vandræði. Nema hvað altaf kemur upp sama spurning. Hver ætla að greiða meðlag? :)

Andrés.si, 24.3.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband