29.4.2008 | 18:19
Góðar fréttir !
Það er ánægjulegt að undir forystu Björns Bjarnasonar, Dómsmálaráðherra skuli meðlagskerfið á Íslandi vera tekið til endurskoðunnar.
Björn hafði forgöngu um það á síðasta þingi að forsjá barns skuli að meginreglu vera sameiginleg við skilnað foreldra. Slíkt fyrirkomulag er búið að vera til staðar í nokkurn tíma í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Björn opnaði einnig á umræðu um að gefa dómurum heimild til að viðhalda eða dæma í sameiginlega forsjá, telji dómari það barni fyrir bestu. Því miður komst það ekki í gegnum þingið. Ísland er í dag eitt eftir í hinum vestræna heimi sem bindur hendur dómara þannig að þeir þurfa alltaf að svipta annað foreldrið forsjá ef forsjárdeila fer fyrir dómstóla. Dögg Pálsdóttir er með þarft frumvarp sem tekur á þessu og vonandi hlýtur það brautargengi í þinginu. Fordómar og fáfræði um þennan málaflokk er mikill og það hefur hallað of mikið á börn og feður í þeirri umræðu.
Á vef Dómsmálaráðuneytisins má finna skýrslu þá er ég vann og var mikilvægur gagnagrunnur sem varð þess valdandi að ráðherra ákvað að endurskoða kerfið. Skýrslan er hér og heitir "Meðlagskerfi: Ísland og önnur lönd"
Meðlagskerfið endurskoðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:31 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 185615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ert þú merkilegur að vera að skrifa svona undir nafnleynd.
Það er ekki spurning hvort mamma eða pabbi séu betri uppalendur. Báðir foreldrar eiga að vera virkir uppalendur óháð hjúskaparstöðu. Barn á rétt á báðum foreldrum óháð hjúskaparstöðu foreldranna. Og þegar báðir foreldrar eru virkir uppalendur, einnig eftir skilnað, þá minnkar þörfin á að vera að millifæra meðlag á milli heimila, þar sem báðir foreldrar sjá um framfærslu síns barns með beinum hætti.
Gísli Gíslason, 29.4.2008 kl. 19:58
Það virðist enginn þessara vitringa taka mið af slæmri reynslu af sameiginlegu forræði. Á að berja höfðinu við steininn. Í undantekningartilfellum gengur það upp. Spurning: Eiga börn að eiga tvö heimili? Eiga þau að ganga í tvo skóla? Hvað á að gera þegar foreldrar koma sér ekki saman um uppeldi og svo famvegis? Eiga börn að eiga fleiri en eitt lögheimili? Hvað gerist þegar annað aðilinn hefur engan áhuga á barninu eða er vanhæfur? Sameiginlegt forræði? Wake up!
Auðun Gíslason, 29.4.2008 kl. 20:47
Sammála þér Gísli. Eitt er það sem mér finnst sárlega vanta inn í þessa umræðu er mismunun á því þegar foreldrar stofna til nýrra fjölskyldna. Get bara tekið dæmi með mig. Ég borga 3 meðlög tæpar 60 þús á mánuði, fyrrverandi kona mín er komin í sambúð með manni sem væntanlega kemur með tekjur inn á hennar heimili. Ég er reyndar líka kominn í hjónaband, þar sem eru 2 börn, þeim fylgir líka meðlag, sem reyndar kemur ekki til tekna fyrir heimilið fyrr en börnin fara í framhaldsskóla, því móðirin leggur meðlagið inn á bók sem á að reka börnin síðar meir. En 60 þús á mánuði + ferðakostn(flug er ekki ódýrt) sem er nálægt 15-20 þús á mánuði+ sumardvalir hef haft þann sið síðustu ár að senda börnin í sumarbúðir(við foreldrar þurfum nú einhverja stund ein) + sumardvöl hjá okkur 2-3 vikur sem þau eru hjá mér yfir sumarið, er dálítið mikið, ,hvað þarf ég að vina mér inn fyrir ca. 130 þús til þess að geta bara borgað þetta og þá á ég eftir að vinna fyrir mínu heimil.
Þórður Birgisson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:00
Það er staðreynd að börn, sem búa áfram hjá báðum foreldrum og foreldrarnir búa í sama hverfi, spjara sig betur en börn einstæðra foreldra. Þannig er eðlilegt að börn eigi tvö heimili. En það er mikilvægt og nauðsynlegt að foreldrar slái skjaldborg um tilveru barnsins og búi þannig í sama skólahverfi, þannig að börnin sé í sama hverfi sama hvort þau eru hjá mömmu eða pabba. Það er rangt að það sé slæm reynsla af sameiginlegri forsjá. Það má benda á ísl rannsóknir, t.d. bókina Áfram foreldrar eftir Dr. Sigrúnu Júlíusdóttir og Nönnu K. Sigurðardóttir. Það má einnig benda á ýmsar aðra vísinda rannsóknir sem styðja allar að sameiginleg forsjá góð fyrir börn t.d þessi heimildarbrunnur frá Nýja Sjálandi.
Gísli Gíslason, 29.4.2008 kl. 22:13
Auðun. Min börn eiga heimili hjá báðum foreldrum, nema hvað þau eru skráðir hjá mömmu. Það er bara gott fyrirkomulag. Þott ég er í 8 ár með sameginlegt foræði kemst ég ekki í veg fyrir offítu barnsin, þar sem er 12 ára strákur 30 kg of þungur. Hér eru mörg brot eftyr af frv. konu hálfu en sameginlegt forræði gefur mér amk. eitthvað til að ýtta kerfi til endurskóðunar. Hvað getur gert forsjálaus karlmaður. Ekkert, bara als ekki neitt, því hann er eingöngu penninga kassi an réttar sem almeningi telst eðlilegt mál. Ef ég væri ekki með sameginlegt forræði hefði börnum líðið verr en það gerist í dag. Því fagna ég breytingur sem fóru af stað fyrir mánuðum.
Fullur. þýðir nokkuð að svara þér?
Gísli. Til hamingju með gott verk og birtingu nýja frétt, sem reyndar kom líka í tölvu pósts formi.
Andrés.si, 30.4.2008 kl. 00:05
Ég held að það sé óhætt að draga þá ályktun að foreldrarnir hafi sáttir komist að samkomulagi um sameiginlegt forræði og því gangi það oftast vel.
Fari forræðismál fyrir dómstóla er öðru foreldrinu, lang oftast móðurinni, dæmt forræðið. Fari svo að í auknum mæli verði foreldrum dæmt sameiginlegt forræði er ekki víst að það muni reynast barninu eins vel. Hins vegar þykir mér rétt að endurskoða eigi meðlagsreglur svo og rétt til barnabóta í þeim tilvikum þar sem að forræðið er sameiginlegt. Framfærsluskyldan er hjá báðum foreldrum sama hvernig málin standa hvað varðar forræðið.
í framhaldi af því að ég tók fram að móðir hafi í flestum tilvikum forræðið langar mig að benda ykkur á grein sem að birtist hér á mbl.is fyrir skömmu "Skilja við ömmu og afa auk pabba" Þetta gefur ágæta mynd af raunveruleikanum.
http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/03/27/skilja_vid_ommu_og_afa_auk_pabba/
Sigríður Ásdís Jónasdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:20
Ég tel það lykilatriði að dómarar fái heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, enda er slík heimild til staðar í öllum okkar nágrannalöndum. Ég veit dæmi þess að foreldrar búi í sama hverfi með sameiginlega forsjá og umgengni er nokkuð jöfn. Svo vill móðir rifta forsjánni og tilgangurinn er einungis að geta sótt um aukið meðlag. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að dómari hafi heimild til að viðhalda sameiginlegri forsjá. Það er mikil reynsla í nágrannalöndunum af því hvernær sé óhætt að dæma eða viðhalda sameiginlegri forsjá. Til þeirra reynslu eigum við að horfa, enda vissulega tilvik þar sem nauðsynlegt er að svipta foreldrið forsjá. Meginmálið er að dómarar eiga að hafa óheftar hendur að dæma það sem þeir telja barni fyrir bestu í hverju tilviki.
Greinin er góð og allir ættu að lesa. Það er eitt af stóru verkefnum samfélagsins að tryggja að skilnaðarbörn haldi sambandi við föðurfjölskyldu eftir skilnað. Börn sem gera það spjara sig betur og það er til mikils að vinna að fækka börnum sem lenda afvega í lífinu. Langar m.a. að benda á þessa grein: Forvarnardagurinn og foreldrajafnrétti
Gísli Gíslason, 30.4.2008 kl. 08:48
Á nú að sleppa feðrum líka við að greiða meðlög, þannig að mamman sjái um allan pakkann. Karlar verða ábyrgðarlausir. Hefur fólk ekki hugmynd um mamman er mikilvægari fyrir barnið ?? Og á pabbinn að vera stikkfrír. Ég segi Nei. Nú verða konur að standa saman og koma í veg fyrir þetta slys.
Silla (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:41
Ég skora á Sillu að lesa skýrsluna og þá myndi hún ekki skrifa svona kjánaskap.
Gísli Gíslason, 30.4.2008 kl. 22:30
Silla. Þú átt örruglega heima á alt öðrum vetföngum. Auk þess í heilbrigðum sameignlegu fórsjái mamma sér ekki um allan pakkan. Til eru mæður hér á landi sem syna ekki börnum 15 mínutur á dag. Það vantar upp í pakkan er það ekki?
Það sama má segja um tilfell ur karla röðum lika.
Andrés.si, 1.5.2008 kl. 16:37
Til hamingju með þetta Gísli. Þetta er góð skýrsla hjá þér og eftir henni hefur verið tekið.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 3.5.2008 kl. 12:50
Ég er hlynnt foreldrajafnrétti. Í fullkomnu þjóðfélagi ættu foreldrar, sem þó neyðast til að skilja vegna ýmissa ástæðna, að geta haft samvinnu um sameiginlega ábyrgð – sem eru börnin. Sem betur fer er sá hópur stærri en hinn, sem stöðugt eiga í erjum. Ef um sambúðarfólk er að ræða/gift hjónakorn, skiptast barnabætur til helminga til hvors foreldris en ekki saman til annars hvors. Við skilnað er sameiginlegt forræði áfram til staðar, nánast sjálfkrafa, nema annað foreldrið höfði forræðismál, telji það barni sínu það vera fyrir bestu, og er þá sennilega algengasta orsökin sú að annað foreldrið hefur sýnt með hegðun sinni að það sé ófært að sjá um barnið eða að taka ábyrgð á skipulegum umönnunar- og samverutíma (hvort sem það er önnur hver helgi og 1 dagur í viku eða ein vika í mánuði auk 4ra vikna samfelldrar dvalar yfir sumartímann og skiptingu sérstakra hátíðadaga)
Það er staðreynd að margir foreldrar, og því miður hlutfallslega fleiri feður ( en mæður alls ekki undanskildar) taka ekki alvarlega þá ábyrgð sem fylgir barnaumönnun og uppeldi. Menn í þessum fámenna hópi sinna ekki börnum sínum sem skyldi eða taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru varðandi börnin, vegna þess að þeir gefast upp eða þeir eru hreint og beint í óreglu. Aðrir standa illa eða ekki við gefin loforð til barna um sameiginlegan gæðatíma heldur valda þeim sífellt vonbrigðum. Svo eru það hinir örfáu sem eru ofbeldisseggir og alls ekki treystandi fyrir börnum – sér í lagi ef ástæða sambúðarslita eða skilnaðar er byggt á ofbeldi af hálfu föðurs eða móður (mæður geta líka verið ofbeldishneigðar). Í þessum sérstöku málstilvikum ætti aldrei að veita sameiginlega forsjá hugsunarlaust því með því gæti krafan um hana bitnað á börnunum og við þessar aðstæður verður hlutlaus dómur að falla, að undanförnum vel unnum könnunum á t.d. hag eða sakavottorði þess foreldris sem sótt er að varðandi ógildingu forsjárréttar.
Hvað varðar svo jafna skiptingu dvalar barns á heimilum beggja foreldra er alls ekki mælt með því að ung börn séu mikið á flakki á milli heimila, þó það sé í sama hverfi. Barn þarf að hafa fastan punkt í tilverunni til að ná rótfestu í lífinu sem er grundvöllurinn fyrir andlegu jafnvægi, sem er mjög mikilvægur þáttur á mótunarárum barna. Eldri börn eiga hins vegar auðveldara með að aðlagast aðstæðum og þetta verður að taka með í reikninginn og þess vegna verða foreldrar með sameiginlega forsjá að hafa ætíð hag barnsins sjálfs, en ekki þeirra sjálfra, í fyrirrúmi. Mín reynsla af viku og viku skiptingu er alls ekki góð. Rótleysið fór illa í son minn, sem þá var á aldrinum 2-3ja ára svo, að gefinni ráðleggingu barnasálfræðings sem við foreldrarnir fórum til fyrsta árið eftir sambúðarslit, ákváðum við að skipta 10 daga/20 daga og fór það heldur betur í son okkar. Við skiptum barnabótunum hlutfallslega á milli okkar innbyrðis þó að aðeins það foreldri sem barnið hafði lögheimili hjá fékk þær greiddar á sinn reikning. Þetta held ég að sé sanngjörn skipting. Þegar sonur okkar fór að hafa fasta búsetu hjá föður sínum og konu hans um 5 ára aldur hættum við þessari skiptingu, enda tók helgarmunstrið við og möguleikar mínir til að stunda vinnu sem gaf vel af sér sveigjanlegri en pabbans. Þetta fannst mér líka sanngjarn þar sem ákveðin athafnaskerðing fylgir því að vera bundinn yfir barni. Engu að síður fann ég fyrir ákveðinni gremju varðandi réttindaskiptingu, og þá sérstaklega í skattframtali, þar sem ég var ætíð skráð sem einhleypingur, þó ég hefði barn á framfæri og borgaði meðlag.
Ég tel að þeir foreldrar sem hafa gott samkomulag geti séð um sín mál sjálfir og búið við vandræðalausa og sanngjarna skiptingu gæðastunda með barni sínu eftir skilnað, án íhlutunar dómkerfisins. Við minn skilnað hafði ég að leiðarljósi ýmsar sálfræðigreinar varðandi hlutverk og þáttöku foreldra í uppeldi og þar kom í ljós að sérstaklega var mikilvægt fyrir drengi að njóta samvista við föður sinn – þeir drengir sem skorti föðurímynd og bjuggu ekki að hæfileika heilbrigð föðurs til agaðs uppeldis (ég tel að ábyrgir feður hafi þennan hæfileika í meira magni en mæður, við eigum það margar til að vera eftirlátari – og kannski við finnum til meiri sektarkenndar gagnvart börnunum okkar, jafnvel þó engin ástæða sé til þess, en þetta er bara mín skoðun og alls ekki algild) voru í marktækum meirihluta þeirra drengja sem leiddust út á glæpabraut, fíkniefnaneyslu, duttu út úr skólakerfinu eða skorti getu til að mynda náin tilfinningasambönd á fullorðinsaldri. Til hliðsjónar var fylgið mun minna hvað varðaði stúlkur sem ólust upp eingöngu hjá föður, þær áttu ekki í eins miklum erfiðleikum sem beinum afleiðingum skorts á öðru foreldrinu, en hins vegar er talið æskilegt að foreldri af sama kyni og barnið sé til staðar. Þessar niðurstöður eru að finna í bók sem heitir Child Development.
Hvað minnihluta hópinn varðar, þar sem ekki er um að ræða ábyrga aðila sem eiga í sífelldum erjum sem bitnar hvað verst á börnunum, tel ég að íhlutun dómsyfirvalda sé óhjákvæmileg, og í einstaka tilfellum lífsnauðsynleg börnunum og því foreldri sem gegnir meginumönnunarhlutverki varðandi barnið/börnin. Í þessum tilvikum, og þeim tilfellum þar sem mæður eru bókstaflega „einstæðar“ – án nokkurrar hjálpar frá barnsfeðrum (sem t.d. sjá ekki einu sinni sóma sinn í að borga meðlögin heldur láta ríkið um þau) er alls ekki sjálfsagt að forsjá barna sé sjálfkrafa sameiginleg, og ég tel t.d. að „Silla“ sé í þeim hópi sem tala út frá þeirri reynslu, því reynsla mæðra af þannig barnsfeðrum er alls ekki alltaf góð – þó hún sé e.t.v. í minnihluta (sem betur fer) er hún engu að síður staðreynd sem alls ekki má líta framhjá, hvað þá að gera lítið úr eða að reyna að fela á bak við tjöldin.
Martha (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:39
Sæl Marta
Ég vil þakka þér langt og einlægt innlegg og var sammála mörgu, en öðru ekki. Þú segir m.a.
"Hvað varðar svo jafna skiptingu dvalar barns á heimilum beggja foreldra er alls ekki mælt með því að ung börn séu mikið á flakki á milli heimila, þó það sé í sama hverfi. Barn þarf að hafa fastan punkt í tilverunni til að ná rótfestu í lífinu sem er grundvöllurinn fyrir andlegu jafnvægi, sem er mjög mikilvægur þáttur á mótunarárum barna. "
Þetta er bara ekki rétt. Vitnaði hér að ofan í heimildarbrunn frá Nýja Sjálandi, þar sem fjölmargar rannsóknir styðja jafna búsetu.
Vil einnig benda hjálagða grein sem er unnin uppúr vísindagreinum Smábörnum er hollt að gista hjá föður eða því foreldri sem barnið býr ekki hjá:Í greinunum:
Warshak R A (October 2000) . Blanket Restrictions: Overnight Contact Between Parents And Young Children. 4(38) Family And Conciliation Courts Review pp 422-445
Kelly J B, & Lamb M E. (July 2000). Using Child Development Research To Make Appropriate Custody and Access Decisions For Young Children. (3)38 Family and Conciliation Courts Review pp 297-311
Þar segir m.a.
“There is absolutely no evidence that children's psychological adjustment or the relationship between children and their parents are harmed when children spend overnight periods with their other parent. Indeed, there is substantial evidence regarding the benefits of these regular experiences."
Svo er líka hægt að benda á sænskar rannsóknir Öberg hjónanna, Bente og Gunnar, um rannsókn þar sem þau töluðu á árunum 1978-1982 við 60 pör sem voru að skilja og börn þeirra. Um 20 árum eftir skilnað var aftur rætt við 50 "börn", 25 konur og 25 karla. Við skilnaðinn lögðu foreldrarnir upp með að börnin myndu búa jafnt hjá báðum foreldrum. Öberg-hjónin gerðu ráð fyrir að um eitt af hverjum fimm börnum myndu lenda afvega í lífinu, eins og algengt er með skilnaðarbörn, og vonuðust til að hlutfall ógæfubarna yrði ekki hærra við þetta sambúðarform. Niðurstaðan varð sláandi. Einungis eitt af þeim 50 börnum, sem haft var samband við, hafði lent illa afvega í lífinu. Fimm aðrir höfðu tímabundið lent í minniháttar vandamálum, en voru öll fjölskyldufólk í góðri stöðu þegar Öberg-hjónin hittu þau aftur. Ályktun Öberg-hjónanna var skýr eftir þessa rannsókn: Látum búsetu barna vera sem jafnasta hjá báðum foreldrum eftir skilnað, þegar það er hægt. Öberg-hjónin benda á nokkur skilyrði sem þurfi að uppfylla til að slíkt fyrirkomulag gangi. Það er m.a. að foreldrar búi nálægt hvort öðru, báðir foreldrar og barn vilji þetta fyrirkomulag og foreldrar geti haft samskipti sín á milli. Öberg-hjónin bentu einnig á að í slíku fyrirkomulagi hafi allir áfram hlutverk, hvorugt foreldrið er tapari í skilnaðinum og börnin njóta áfram ástúðar beggja foreldra. Langflestum af þeim 50 einstaklingum, sem Öberg-hjónin töluðu við og bjuggu til skiptis hjá báðum foreldrum eftir skilnað þeirra, fannst þetta gott fyrirkomulag og myndu einnig vilja slíkt fyrirkomulag fyrir sín börn ef þau lentu í skilnaði við sinn maka. Fjölmargar Amerískar rannsóknir segja svipaða sögu. Hitt er annað að jöfn búseta er nýtt í okkar samfélagi og ég held að það sé mikilvægt að læra að skilja hvernig hún virkar best.
Hvað varðar ofbeldisforeldri þá eru það frávik sem ber að fjalla um og meðhöndla sem slík. Þau frávik eiga ekki að móta meginregluna.
Langar svo í lokin að benda á greinin "Foreldrajafnrétti - Hagsmunir barnanna okkar" sem birtist í Morgunblaðinu 18.10.2005
Hitt er annað að innleggið fjallað um meðlagsmál og ég held að allir séu sammála að faðir sem hefur barnið 50% af tímanum eigi ekki að greiða sama meðlag og faðir sem sinnir ekki barninu. Ég held að allir séu sammála að faðir sem á mjög tekjuháa barnsmóður ætti ekki að þurfa að greiða jafnt hátt meðlag og faðir sem á tekjulága barnsmóðir. Það er mikilvægt að sátt náist um svona hluti.
Gísli Gíslason, 7.5.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.