14.9.2008 | 10:39
Foreldrajafnréttisverðlaun
Ég hef oft skrifað að launamunur kynjanna er endurspeglun á mismun í foreldraábyrgð kynjanna.
Eitt sinn voru konur heimavinnandi og karlar fyrirvinnur heimilanna. Konur sóttu út á vinnumarkaðinn og börnin fóru í leikskóla. Ennþá bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á heimili og börnum og karlar bera að meðaltali meira úr býtum á vinnumarkaði. Meiri ábyrgð kvenna í foreldrahlutverkinu rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði og viðheldur þannig bæði útskýrðum og óútskýrðum launamun. Kynbundinn munur í heimilis- og foreldraábyrgð endurspeglar því stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Munur í foreldraábyrgð kynjanna er almennur, bæði þegar foreldrar búa saman en mestur þegar foreldrar búa ekki saman. Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð.
Í Bretlandi er fyrirtækjum veitt Fatherhood quality mark. Það væri full þörf á að veita einnig fyrirtækjum foreldrajanfréttisverðlaun hér á landi.
FORELDRAJAFNRÉTTI ER LEIÐ TIL LAUNAJAFNRÉTTIS.
Fær þitt fyrirtæki jafnlaunavottun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:12 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 185615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gísli.
Margrét heiti ég og er í námi í Háskóla Íslands. Ég er í kúrs sem nefnist inngangur að eigindlegum rannsóknum. Við eigum að velja okkar eigið rannsóknarverkefni og ég hef ákveðið að rannsaka einstæða feður með fulla forsjá, sem eru við nám í HÍ. Ég fékk þær upplýsingar að þú er mikill áhugamaður um þetta efni. Ég veit sjálf frekar lítið um þetta efni en finnst það mjög áhugavert og finnst mjög lítið fjallað um það. Ég yrði mjög þakklát ef þú gætir jafnvel sent mér e-mail og gefið mér einhverjar upplýsingar hvar ég gæti fundið efni eða jafnvel bara sent mér slóð þar sem ég get fundið upplýsingar.
Með fyrirfram þökk
Margrét Rósa Friðbjörnsdóttir
félagsráðgjafarnemi mrf1@hi.is
Margrét Rósa (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.