6.11.2008 | 00:11
Forvarnardagurinn!
Hjálagt er grein sem birtist eftir mig fyrir 2 árum. Enn í fullu gildi.
Forvarnardagurinn og foreldrajafnrétti
Báðir foreldrar eiga ávallt að vera virkir uppalendur barna sinna.
Forvarnardagurinn er hvatning fyrir foreldra að styðja enn betur við börnin sín. Rannsóknir sýna að börn sem búa ekki hjá báðum foreldrum eru um 10 sinnum hættara við að lenda afvega í lífinu, samanborið við börn hjóna og sambúðarfólks. Það er varlega áætlað að 1 af hverjum 5 skilnaðarbörnum lendi villu vegar í lífinu. Það er því ekki óeðlilegt að á Forvarnardegi Íslands sé staða þessara barna sérstaklega skoðuð.
Í bókinni "Skilsmissa börn berättar" eða "Skilnaðarbörn segja frá" frá árinu 2002 fjalla sænsku Öberg-hjónin, Bente og Gunnar um afdrif barna sem höfðu jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað foreldra. Rannsóknin stóð í yfir 20 ár. Niðurstaðan varð sláandi. Einungis eitt af þeim 50 börnum, sem fylgst var með, hafði lent illa afvega í lífinu. Fimm aðrir höfðu tímabundið lent í minniháttar vandamálum, en voru öll fjölskyldufólk í góðri stöðu við lok rannsóknarinnar. Ályktun Öberg-hjónanna var skýr eftir þessa rannsókn: Látum búsetu barna vera sem jafnasta hjá báðum foreldrum eftir skilnað. Öberg-hjónin bentu á að í slíku fyrirkomulagi hafi allir áfram hlutverk, hvorugt foreldrið er tapari í skilnaðinum og börnin njóta áfram ríkra samvista við báða foreldra. En báðir foreldrar hafa einnig ríkan tíma til byggja upp sitt eigið líf. Þannig eru foreldrarnir betur á sig komin að takast á við foreldrahlutverkið þá viku sem barnið er hjá þeim. Mikilvægt er að foreldrar búi í sama hverfi og að samkomulag sé gott. Raunar sýna rannsóknir að í slíku fyrirkomulagi hjaðna fyrr skilnaðardeilur foreldra. Langflestum í úrtaki Öberg hjónanna fannst þetta gott fyrirkomulag og myndu einnig vilja slíkt fyrirkomulag fyrir sín börn ef þau lentu í skilnaði við sinn maka. Margar aðrar rannsóknir styðja niðurstöðu Öberg hjónanna. Foreldrajafnrétti eru því bestu hagsmunir barnanna og besta forvörnin, einnig eftir skilnað foreldranna.
Á Íslandi eru um 4.000 börn í hverjum árgangi. Af þeim eru um 1.100 börn sem greitt er meðlag með, þar sem kynforeldrarnir búa ekki saman. Ef eitt af hverjum fimm skilnaðarbörnum á Íslandi lendir afvega þá eru það 220 af 1.100 börnum í árgangi . Ef það er einungis eitt af hverjum 50 eins og reyndin var samkvæmt rannsóknum Öberg-hjónanna, við jafna búsetu, þá fækkar þessum ógæfueinstaklingum úr 220 í 22 börn í hverjum árgangi. Þetta þýddi að 200 börnum á Íslandi í hverjum árgangi myndi vegna betur!
Forvarnardagurinn skilgreinir réttilega að bestu hagsmunir barna er rúmur tími foreldra með þeim, ásamt því að börn stundi íþrótta og æskulýðsstörf. Það er aldrei mikilvægara en þegar til skilnaðar kemur að báðir foreldrar séu áfram uppalendur barna sinna. Það þarf að koma þeirri meginreglu á að barn geti átt lögheimili á tveimur jafnrétt háum heimilum. Það er ögrun samfélagsins að tryggja öllum börnum jafnan rétt til foreldra sinna, enda sé það ekki andsætt hagsmunum þeirra. Það er besta forvörnin fyrir þennan hóp barna sem eru í mestri hættu að lenda afvega í samfélaginu.
Það er full ástæða til að óska aðstandendum Forvarnardagsins til hamingju með mjög þarft framtak.
Gísli Gíslason
Höfundur er markaðsstjóri og formaður Félags ábyrgra feðra.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 15. október 2006
http://www.visir.is/article/20061015/SKODANIR03/110150002/1079/SKODANIR
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.