8.1.2009 | 13:40
Dómsmálaráðherra Frakklands brýtur Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna !
Hér er klassískt dæmi þar sem móðir ruglar saman sínu einkalífi annarsvegar og rétt barns hinsvegar.
Í 7. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur:
Barn skal skráð þegar eftir fæðingu og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang og eftir því sem unnt er, rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.
Dómsmálaráðherra Frakklands er því freklega að brjóta rétt barnsins til að þekkja báða foreldra sína, þar sem það er hægðarleikur að feðra barnið. Ef fleiri en einn maður koma til greina þá getur DNA próf skorið úr um rétt faðerni.
Réttur barnsins til að vera rétt feðrað er mikilvægari en réttur konu til að segja ekki frá því hjá hverjum hún sængaði.
Dómsmálaráðherra Frakklands ætti að skammast og segja af sér.
Barnsfæðing vekur umtal í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bull er þetta. Hver segir að barnið fái ekki að þekkja báða foreldra? Barnasáttmálinn felur ekki í sér kröfu um að þessar upplýsingar séu gerðar öllum kunnar.
Púkinn, 8.1.2009 kl. 13:55
Rangt ! hluti af skráningu barns eftir fæðingu er að skrá hverjir eru foreldrar. Þá er það ekkert leyndó hverjir eru foreldrarnir.
Gísli Gíslason, 8.1.2009 kl. 14:34
Jah, bæði og - auðvitað þarf barnið að þekkja báða foreldra sína sé þess nokkur kostur. Hins vegar, ef það er ekki feðrað er verið að hafa af því alls kyns annan rétt - t.d. erfðarétt og hugsanlega ríkisborgararétt.
Ég skil samt ekki alveg af hverju þessar upplýsingar þurfa að vera opinberar. Hvers vegna er ekki hægt að feðra barn án þess að það séu opinberar upplýsingar? Af hverju er það ekki einkamál móður, barns og föður?
Helga (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:36
Það að vera skráð foreldri barns er í mínum huga aldrei alfarið einkamál móður, barns og föður. Þetta er líka mál ömmu og afa, og stórfjölskyldunnar og sem go samfélagsins. Það að barnið þekki sig og sínar rætur er mikilvæg kjölfest hvers einstaklings. Barnið fer seinna í leikskóla, skóla og þar þarf að skrá báða foreldra, þannig að það ætti aldrei að vera feimnismál á 21.öldinnni hverjir eru foreldrar barns. En fyrst og fremst er það réttur barns að þekkja báða foreldra og forsenda er að barn sé rétt feðrað. Því finnst mér þessi franski dómsmálaráðherra fá algera falleinkunn.
Gísli Gíslason, 8.1.2009 kl. 14:59
Ég hef ekki séð neinn halda því fram að barnið hafi ekki verið skráð með réttu eftirnafni (þ.e. föðurins), eingöngu að móðirin vilji ekki segja fjölmiðlum frá því hver hann er.
Hins vegar eru lög og reglur í Frakklandi mjög strangar þannig að það er ósennilegt að nokkur geti beðið um þessar upplýsingar eða flett þeim upp, eins og væri hægt á Íslandi t.d. með Íslendingabók. Íslendingar eru vanir mjög "frjálslegri" meðferð á persónuupplýsingum sem fólki væri stungið í steininn fyrir annarsstaðar.
Og að lokum þá efast ég ekki um að stúlkan fái að þekkja föður sinn þegar hún fer að gera sér grein fyrir hvað það merkir.
Fransman (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 16:02
Hvaða hvaða er þetta rólegan...æsing
Hún vill ekki gefa fjölmiðlum færi á að smjatta á hennar einkamálum, eflaust er faðernið skráð í sjúkrahúsbækurnar.
Skil ekki afhverju þú dregur þessar ályktanir og það af svo takmörkuðum upplýsingum, þessi færsla dæmir sig sjálf
Lilja Kjerúlf, 8.1.2009 kl. 16:38
Svo má bæta því við, að þú gefur þér að hún hljóti að hafa sængað hjá einhverjum og vilji ekki gefa það upp, sem þarf alls ekki að vera. Það er lítið mál fyrir konu að verða þunguð með nútímatækni án þess að sænga hjá nokkrum manni (og án þess að um kraftaverk sé að ræða - annað en það sem jafnan er þegar líf verður til).
Hennar einkamál eru hennar einkamál, og ég tel að hún sé að gæta réttar barnsins síns betur með því að þegja en ef hún væri að gefa upp smáatriði úr hennar einkalífi til fjölmiðla.
Ágústa (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:21
Kemur okkur þetta eitthvað við?
corvus corax, 8.1.2009 kl. 22:18
Fransman (Egilsson ?), ég veit að Frakkland er mjög framarlega í foreldrajafnrétti. Lög frá 2002 þykja tímamótalög á heimsvísu, en þar er gert ráð fyrir að börn eigi heima áfram hjá báðum foreldrum (residence de'alternee). Það má sjá hér: http://195.83.177.9/code/liste.phtml?lang=uk&c=22&r=324 og hér http://195.83.177.9/code/liste.phtml?lang=uk&c=22&r=210 Við skulum vona að barnið verði feðrað og það njóti þeirra mannréttinda sem hvert barn ætti að búa við.
Ágústa, ég skrifað hér um skoðun mína á tæknifrjóvgun. og hér.
Svo ítreka ég að það er afburðar hallærislegt af opinberri persónu að feðra ekki barnið sitt opinberlega, blessað barnið fæðist sem opinber persóna. Ef ráðherra feðrar barnið alls ekki þá er hún að brjóta mannréttindi á nýfæddu barni sínu. Því miður finnst mörgum svona lagað ekki vera neitt stórmál.
Gísli Gíslason, 9.1.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.