Vinstri stjórn tekur við sama dag og Norðfirðingafélagið heldur sólarkaffi !

Nafnið litla Moskva hefur þannig loðað lengi við Norðfjörð/Neskaupstað sem var  "austasti og rauðasti bærinn á landinu bláa".  Þar var ríki vinstri manna eins og Lúðvíks Jósepssonar ofl góðra manna sem settu með afgerandi hætti spor í samtímann.  

Gömlu "kommarnir" heima á Norðfirði litu á það sem mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að allir hefðu vinnu enda væri atvinna fyrir alla forsenda fyrir að fólk gæti skapað sér góð lífsgæði.  Vonandi verður það sami fókus hjá þessari ríkisstjórn sem og þeirri sem tekur við eftir kosningar.    Núverandi ríkissstjórn setur sig uppá móti öllum frekari uppbyggingu á álverum, sem skapa hundruðum manna atvinnu.  Þannig lofar byrjunin ekki góðu.

Hvað sem því líður þá er það skemmtileg tilviljun að sama dag og Norðfirðingafélagið í Reykjavík heldur sólarkaffið sitt þá tekur fyrsta vinstri ríkisstjórn í 18 ári við völdum !  

 


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Kæmi mér ekki á óvart að tafirnar á stjórnarmynduninni hafi verið með vilja.  Jóhanna hefur viljað heiðra þá Lúðvik, Bjarna bæjarstjóra, Kistinn og þá menn sem skildu betur á Íslandi þess tíma hvaðþurfti til að halda uppi blómlegu lífi og viðunandi lífsgæðum.

Þetta voru karlar sem voru langt á undan sinni samtíð.

Dunni, 2.2.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæll Dunni. Það eru skemmtilegar bátamyndir hjá þér á síðunni, margir norðfirskir og eskfirskir bátar.  Finnst alltaf gaman að skoða bátamyndir.   Þú hefur greinilega verið á sjó "í denn"og við flestir sem slitum barnsskónum austur á fjörðum.

Gísli Gíslason, 2.2.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll grændi og takk fyrir síðast

Núna skiptir öllu máli að við í bláa liðinu stöndum saman.

Sem betur fer erum við fræg fyrir samheldnina

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

átti að vera frændi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og sæll frændi og takk fyrir síðast.

Já nú ríður á að standa saman.  Ég held að núverandi ríkisstjórn hjálpi okkur mikið á næstu 80 dögum.  Þegar byrjað að Jóhanna er með óheppilegt orðaskak út í Björn Bjarnason. Kolbrúnu og Össur greinir á um hvort það eigi að koma 1 eða 2 ný álver áður en álversbann verði samþykkt hjá núverandi ríkisstjórnarflokkum.  Kolbrún segir í sjónvarpinu að það sé hún sem ráði.

Það er eins og nafni okkar Valdórsson skrifaði hér á bloggið,  þegar Íslandi gengur illa  þá eru vinstri flokkarnir sterkir en þegar Íslandi gengur vel, þá er Sjálfstæðisflokkurinn sterkur.  Það má færa efnisleg söguleg rök fyrir þessu.

Gísli Gíslason, 3.2.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 185616

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband