15.5.2009 | 16:08
Þjóðin þarf nýjan forseta !
"Aldrei fyrr hefur Alþingiskosningar borið að með slíkum hætti " !. Síðasta ríkisstjórn sprakk, þar sem annar flokkurinn gekk úr ríkisstjórn. Þoldi ekki pressuna og gekk á dyr. Það hefur oft gerst áður og alltaf eru það vinstri flokkar sem eiga aðild að slíkum slitum. Það var eins í þessu tilviki og þannig er það beinlínis rangt hjá forsetanum að segja að Alþingiskosningar hafi ekki áður borið að með slíkum hætti. Þetta var hefðbundin vinstri flokka leikflétta.
Það er talað um hið "Nýja Ísland" og nýjir þingmenn og nýtt embættisfólk m.a. í bönkum sé hluti af hinu nýja Íslandi. Forsetinn er hluti af "gamla Íslandi" en hann var virkur með umdeildustu útrásarvíkingunum sem hann dásamaði í ræðu og riti bæði hér á landi og erlendis. Aldrei hefur þjóðin áður haft jafn umdeildan forseta og aldrei hefur þjóðin haft jafn pólitískan forseta. Við þurfum nýjan höfðingja á Bessastaði sem þjóðin getur sameinast um. Ef athygli fjölmiðla og annara yrði nú leidd að forsetakosningum þá fengi þingið og ný ríkisstjórn starfsfrið á meðan þjóðin væri að kjósa sé nýjan forseta. Slíkur vinnufriður er nauðsynlegur fyrir hið nýja þing og ríkisstjórn. Ólafur Ragnar ætti að taka sinn poka og segja af sér og boða til forsetakosninga með haustinu.
Þjóðin tók valdið í sínar hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 185615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ORG endanlega genginn af vitinu ?
Orn Johnson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:16
Endanlega - hann hefur aldrei verið með viti.
Burt með þennan kjána úr embætti - STRAX
Sigurður Sigurðsson, 15.5.2009 kl. 16:22
Ólafur átti aldrei að verða forseti. Hann ætti að segja af sér strax.
Hann ætti líka að láta það fé sem rennur til hans í framhaldi af forsetaembættinu renna óskipt til þjóðarinnar sem tapaði á útrásinni sem forsetinn dásamaði manna mest.
Heimir Hilmarsson, 16.5.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.