Orð í tíma töluð hjá Árna Johnsen !

Þingmaðurinn og lífskúnsterinn Árni Johnsen skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sem ber yfirskriftina "Barnaleg Björk".  Hann fjallar þar um misskilda umhverfisvernd.  Margir aðilar gefa íslendingum "hollráð" að það megi ekki virkja og það megi ekki veiða hvali osfrv. Þetta á allt að skemma ímynd Íslands.  Árni segir m.a.: 

"Þessi „hollráð“ koma t.d. frá listamönnum eins og Björk sem hefur vissulega kynnt Ísland á sinn hátt, en alltaf út frá sínum forsendum. Hennar kynning hefur tvímælalaust verið jákvæð, en í draumum ævintýranna má ekki gleyma raunveruleikanum, fólkinu í okkar landi sem vantar vinnu, heilu landsvæðunum sem vantar grósku og drifkraft núna."

Það þurfa fleiri að vera eins og Árni Johnsen og þora að stíga fram og segja sínar skoðanir, líka þó þeir séu ósammála okkar frægustu listamönnum.   Ég gef Árna Johnsen fullt hús stiga fyrir grein sína í Morgunblaðinu í dag. 

Jafnframt ber ég virðingu fyrir skoðunum Bjarkar, sem ég held að sé nokkuð sem skoðanasystkyni hennar hafi ekki fyrir sjónarmiðum okkar sem viljum nýta hóflega landsins gæði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hversu hófleg verður nýtingin á landinu þegar vantar vinnu og ekki er gróska í byggðarlögum og drifktaftur? Spurningin er þá þessi: Verður náttúran alltaf að láta í minni pokann fyrir efnahagslegum ávinningi? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.6.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta er jú spurning um hófsemd og skynsem, þ.e. geyma gersemirnar en ekki hætta að nýta aðrar landsins auðlindir.

Gísli Gíslason, 11.6.2008 kl. 08:04

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Af hverju er þessi maður á þingi, það skil ég ekki......af svo mörgum ástæðum.

Þótt ég sé nýtingarsinni þá óttast ég hvað hann sér í þessu öllu saman....og fólk kaus hann..ótrúlegt.

Haraldur Davíðsson, 11.6.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Það hlýtur óneitanlega að hafa verið nokkur sigur fyrir hann eftir að hann eftir allt sem á undan var gengið. 

Gísli Gíslason, 12.6.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sigur yfir siðgæðinu þá eða kjósendum ?....hmmm

Haraldur Davíðsson, 13.6.2008 kl. 02:11

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Góður punktur !  Maðurinn hafði setið af sér fyrir sínar misgjörðir og hann var aftur kosinn á þing.  Hvort það er sigur yfir siðgæðinu eða sigur kjósenda, þá býst ég við að svarið ráðist af því hver sé spurður. 

Gísli Gíslason, 13.6.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband