Álftanes – Umdeilt deiliskipulag samþykkt

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Gísli Gíslason skrifar um skipulagsmál á Álftanesi: "Samþykkt skipulag sem er með sömu grunnþáttum og íbúar mótmæltu, þ.e. með Skólaveg og sundurklippta Breiðumýri."

Á bæjarstjórnarfundi Álftaness hinn 22. maí sl. var samþykkt nýtt miðbæjarskipulag. Það var samþykkt með atkvæðum meirihluta Á-lista gegn atkvæðum minnihluta D-lista. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að senda deiliskipulagstillöguna til samþykktar hjá Skipulagsstofnun og auglýsa niðurstöður. Skipulag þetta hefur verið skírt Grænn miðbær.

Á Álftanesi hefur lengi verið ágreininngur um skipulag og uppbyggingu miðsvæðisins. Þannig risu á síðasta kjörtímabili mótmæli, sem byggðust á huglægum rökum eins og að gildandi skipulag uppfyllti ekki kröfur íbúa, hús væru ljót o.s.frv.

Við síðustu kosningar náði Á-listi meirihluta með þriggja atkvæða mun. Þeir hreinlega hentu því skipulagi sem var í gildi og köstuðu þar með tugmilljónafjárfestingum í þeirri vinnu. Ekki tókst betur til með nýtt skipulag en að nú risu aftur mótmæli, kröftugri en nokkru sinni fyrr. Ríflega helmingur kosningabærra manna mótmælti. Megininntak mótmælanna var að ekki skyldi leggja svokallaðan Skólaveg og ekki skyldi klippa veginn Breiðumýri í sundur.

Það skipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn hinn 22. maí sl. er áfram með Skólaveg, sem þó hefur fengið nýtt nafn og stefnu vegarins aðeins verið hnikað. Áfram á að klippa í sundur Breiðumýri. Margvíslegar aðrar breytingar hafa þó verið gerðar eins og að lækka hús um 10 sm, minnka byggingarmagn og flytja bensínstöð. Það er óhætt að segja að þessar breytingar eru til bóta, enda það skipulag sem kynnt var meingallað. Á heimasíðu bæjarins er bókað: „Bæjaryfirvöld þakka fyrir áhuga og þátttöku íbúa, en niðurstaða deiliskipulagsvinnunnar er einmitt dæmi um það hvernig umræða frá íbúum leiðir til nýrri og betri lausna í skipulagi.“

Staðreyndirnar tala sínu máli. Á-listi hefur nú samþykkt skipulag sem er enn með sömu grunnþáttum og ríflega helmingur kosningabærra íbúa mótmælti, þ.e. með Skólaveg og sundurklippta Breiðumýri. Það er sérkennilegt að þakka íbúum fyrir ábendingar um leið og ekki er tekið tillit til helstu grunnþátta sem íbúar gerðu athugasemdir við.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu Miðvikudaginn 11. júní, 2008 - Aðsent efni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband