27.1.2010 | 13:49
Geta bretar þá ekki átt Icesave allt !
![]() |
Lögbrot að frysta eignir meintra hryðjuverkamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
27.1.2010 | 10:04
Þökk sé Kárahnjúkavirkjun og öðrum vatnsaflsvirkjunum !
![]() |
Ísland leiðir í umhverfismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 17:15
Sandkassaleikur í bæjarstjórn Álftaness.
Það hafa oft verið daprar uppákomur í bæjarstjórn Álftaness á þessu kjörtímatímabili og er þetta ein slík.
Hið hörmulega ástand í bæjarstjórninnni endurspeglar engan veginn það góða samfélag sem er á nesinu. Sagan ein mun dæma verk Á listans og það er dapurt að forystusauðurinn virðist í algerri afneitun á eigin ábyrgð á stöðu mála og sumir samherjar virðast meðvirkir með hans afneitun. Bæði afneitun og meðvirkni eru ekki góð meðul til að hægt sé að horfa fram veginn.
Það er geysilega mikilvægt að mikil endurnýjun verði í bæjarstjórn Álftaness svo hægt verði að halda bæjarstjórnarfundi sem sómi er af. Það er mikilvægt að meiri og minnihluti geti tekið höndum saman við að vinna samfélagið út úr þessum hörmungum sem Á listinn hefur komið samfélaginu í.
![]() |
Segir oddvitann ekki tala fyrir sína hönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 08:59
Smjörklípa Á listans.
Nú fer bráðum að verða opinber endurskoðuð fjárhagsáætlun Álftaness. Þar verður væntanlega enn og aftur staðfest óráðsía og óábyrg vinnubrögð Á lista og afleiðingin er gjaldþrota bæjarstjóður. Í ljósi þess verður er ekki hægt að segja annað en að þessi tillaga Á listans er smjörklípa til að dreifa athyglinni frá meginmálinu sem er hin hrikalega staða bæjarsjóðs eftir 3 ára valdatíð Á lista.
![]() |
Ríkissjóður kaupi hlutabréf Álftaness í Fasteign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 22:43
Fjölmennur fundur ?
Frá 2006 ti l2009 þegar Á listinn var við völd, þá var neikvætt veltufé frá rekstri öll árin, m.ö.o. sveitarfélagið átti ekki fyrri reglulegum útgjöldum og árlega ekki krónu til að greiða af lánum. Á sama tíma voru skuldir auknar sem nú hefur endað með því að sveitarfélagið er sokkið í skuldafen. Og nú er send fréttatilkynning að Á listinn skorar á oddvitann sem leiddi þessa vinnu að gefa aftur kost á sér !!!
Það væri því fróðlegt að vita hvort þetta hafi verið fjölmennur fundur eða hvort þetta sé heimatilbúinn fréttatilkynning frá Sigurðu Magnússyni og hans nánustu, sem ég held að hljóti að vera raunin.
![]() |
Skora á Sigurð á leiða Á-lista áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 14:46
Tímabærar breytingar en samt ganga þær of stutt.
Það er mjög sérstakt að þegar ný barnalög tóku gildi árið 2003 þá voru þau þegar orðin úreld og ekki í takt við tímann. Sama virðist um þessar breytingar á þeim lögu.
Þessi lög eru skref framm á við en það hlýtur að vera stutt í það að börn geti verið skráð með lögheimili hjá bæði mömmu og pabba. Flest börn sem eiga foreldra sem búa ekki saman búa í lengri eða skemmri tíma á hinu heimilinu sem er í dag ekki lögheimili. Björn Bjarnason skipaði þessa nefnd og á heiður skilinn.
Þó má líka sjá að þarna eru hortittir eins og það að "ekki lögheimilisforeldri" hafi ekkert um það að segja hvort flutt sé með barnið landshorna á milli og það er ekki kveðið skýrt á að kostnaður vegna umgengni sé sameiginlegur.
Þessar breytingar eru því tímabærar og skref í rétta átt en ganga því miður of stutt.
![]() |
Miklar breytingar á barnalögum í bígerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2010 | 13:16
Sama og Davíð Oddsson sagði
Þetta er efnislega það sama og Davíð Oddsson sagði þ.e. að ákvæði tilskipunarinnar sem þetta allt byggist á. Tilskipunin átti ekki að fjalla um kerfishrun. Kerfishrun og sú staðreynd að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög hlýtur að falla undir FORCE MAJEURE en um skilgreiningin á því er:
"Force Majeure literally means "greater force". These clauses excuse a party from liability if some unforseen event beyond the control of that party prevents it from performing its obligations under the contract. Typically, force majeure clauses cover natural disasters or other "Acts of God", war, or the failure of third parties--such as suppliers and subcontractors--to perform their obligations to the contracting party. It is important to remember that force majeure clauses are intended to excuse a party only if the failure to perform could not be avoided by the exercise of due care by that party.
When negotiating force majeure clauses, make sure that the clause applies equally to all parties to the agreement--not just the licensor. Also, it is helpful if the clause sets forth some specific examples of acts that will excuse performance under the clause, such as wars, natural disasters, and other major events that are clearly outside a party's control. Inclusion of examples will help to make clear the parties' intent that such clauses are not intended to apply to excuse failures to perform for reasons within the control of the parties. "
Kerfishrun sem er ýtt af bjragbrúninni með hryðjuverkarlölgum (stríðsyfirlýsingu) Alistair Darling og Gordons Brown, hlýtur að falla undir Force Majeure skilgreininguna.
Það er aftur á móti dapurt að þegar forystumenn ríkisstjórnarflokkanna virðast telja að þetta hrun sé bara stríðskostnaður frjálshyggjunnar og afleiðing af einavæðingu bankanna. Í stöðunni í dag þarf að lágmarka tjónið sem þjóðarbúið verður fyrir en vera ekki með fýlu sandkassaleik. Það þarf að semja uppá nýtt og það þarf að koma þessu Icesave máli inní fortíðina.
![]() |
Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2010 | 13:40
Maður sem setur hryðjuverkalög á Íslendinga !
Ólafur Ragnar kom mér verulega á óvart og var satt best að segja sjálfum sér samkvæmur þegar hann hafnaði að undirrita Icesave lögin. Ég hélt að hann yrði meðvirkur með sínum gömlu félugum og undirritaði þessi lög. Miðað við það fordæmi sem hann var búinn að gefa í fjölmiðlalögunum þá er rökrétt framhald að neita að undirrita þessi lög. Það var að mínu viti rangt hjá honum að undirrita ekki fjölmiðlalögin. Ég held að almennt sé það ekki gott ef Forsetinn ætlar að fara að hafna undirskrift laga á nokkurra ára fresti. Það var þó mun eðlilegra að setja þessi lög í þjóðaratkvæði en fjölmiðlalögin. Nú er spurning hvað tekur við.
Nú þarf að semja uppá nýtt við Breta og Hollendinga eða setja málið fyrir dómsstóla, spurning hvaða dómstólar það ætti að vera. Varla breska dómstóla.
Íslenskir stjórnmálamenn hljóta að spyrja sig hvort heppilegt sé að hafa Alistair Darling sem viðsemjenda. Þessi maður ásamt Gordon Brown setti hryðjuverkarlög á Íslendinga og er trúlega eina opinbera stríðsyfirlýsingin sem herlaus þjóð hefur fengið á sig. Þegar búið er að setja stríðsyfirlýsingu á Ísland, á þá ekki orðið við force majeure.
![]() |
Bretar leita til ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.1.2010 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2010 | 23:03
Áramóta-smjörklípa Forsetans!
Forsetanum er tíðrætt í áramótaávarpi sínu um skipanir dómara. Það má vel vera að eitthvað sé til í því. En ef sagt er a þá ætti hann að segja b og c osfrv. Hvaða dómara er hann að tala um og í hvaða dómsmálum hefur þetta komið sér illa.
Ein megin meinsemd okkar samfélags eru ósjálfstæðir og veikburða fjölmiðlar sem eru að öllu jöfnu ekki með gagnrýna hugsun í leit að sannleika heldur með kranafréttamennsku þóknanlega eigendum sínum. Ólafur mun um aldur og ævi vera minnst fyrir það að þegar setja átti lög til að tryggja sjálfstæði fjölmiðla, þá gekk hann erinda Baugsveldisins og hafnaði undirskriftt laganna. Það að þegnar landsins geta illa trúað sjálfstæði fjölmiðla er miklu alvarlegra en meint flokksskírteini við skipan dómara. Umfjöllun Ólafs er áramóta smjörklípa til að dreifa athyglinni frá því sem meginmáli skiptir.
![]() |
Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 187335
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar