30.3.2010 | 09:41
Réttur barna til að þekkja líffræðilegan uppruna sinn.
Það er mikil réttarbót að foreldrar geti fengið egg eða sæði og eignast börn, en er ekki eðilegt að þessi börn fái að vita þegar þau eru orðin fullorðin hver sé hið líffræðilega foreldri?
Það er staðreynd að hver einstaklingur mótast af bæði erfðum og umhverfi. Er það ekki vafasamt að löggjafinn setji lög sem gera það að verkum að einstaklingar muni aldrei vita uppruna sinn ? Ég held að löggjafinn geti hreinlega verið að brjóta Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna með því að ætla um aldur og ævi að hylja þessi spor.
"2. gr.
1. Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. "
Er ekki verið að mismuna börnum þegar sum börn fá aldrei að vita sinn líffræðilega uppruna?
"7. gr.
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.
8. gr.
1. Aðildarríki skuldbinda sig til að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með töldu ríkisfangi sínu, nafni og fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum, án ólögmætra afskipta.
2. Sé barn ólöglega svipt einhverju eða öllu því sem auðkennir það sem einstakling skulu aðildarríkin veita viðeigandi aðstoð og vernd í því skyni að bæta úr því sem fyrst."
Það að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling. Líffræðilegar erfðir auðkenna barnið frá vöggu til grafar.
Ég held að það væri eðlilegt að tryggja í þessum lögum að þegar þessi einstaklingar eru lögráða þá eigi þeir að eiga rétt til að vita sinn líffræðilega uppruna án þess að eiga neinn rétt til erfða osfrv.
![]() |
Staðgöngumæðrun áfram til umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2010 | 10:41
Sama forysta og sigldi bæjarsjóði Álftanes í þrot !
Þegar hrunið varð á Íslandi þá varð almenn krafa að þau sem réðu ríkjum fyrir hrun myndu víkja, þannig eru ekki lengur á þingi Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matthiesen, Valgerður Sverrisdóttir o.fl. Trúlega þarf að gera ríkari kröfu að fjölga Alþingismönnum sem sem ekki voru þáttakendur þar fyrir hrun.
Það er óumdeilt að bæjarsjóður Álftanes stóð ekki illa þegar Á listi tók við völdum. Á þremur árum komu þau íbúum þessa sveitarfélags í fordæmalausa skuldastöðu. Á sama tíma og það var neikvætt veltufé frá rekstri öll árin, þ.e. bærinn átti ekki fyrir rekstri, en á sama tíma voru skuldir auknar þó engin væri greiðslugetan. Auðvitað er fjárhagsleg staða Álftaness orsökuð af fleiri þáttum en stærsti þátturinn er á ábyrgð þeirra er réðu, þ.e. Á listans undir forystu Sigurðar Magnússonar.
Eins og oft þegar gjaldþrot verður þá fara þau sem mesta ábyrgð bera í afneitun á eigin ábyrgð og aðrir verða meðvirkir með því. Afneitun og meðvirkni eru ekki góð meðul til að vinna Álftanes út úr þeim vanda sem samfélagið er í.
![]() |
Álftaneshreyfingin vill ræða við Reykjavík um sameiningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 16:58
Maður sem hefur verið mikilvægur fyrir Austurland.
Smári Geirsson, minn gamli kennari úr Gaggó er að draga sig í hlé í sveitarstjórnarmálum. Þegar uppbygging Kárahnjúka og bygging álvers var á fullu var hann einarður málssvari þeirra uppbyggingar. Trúlega byggju um 1500-2000 færri einstaklingar á Austurlandi í dag ef ekki hefði komið til þessi uppbygging.
Smári er vinstri maður af gamla skólanum þar sem skilningur hans er að mikilvægt er að fólk hafi atvinnu, fjölskyldur hafi afkomu en séu ekki á atvinnuleysisbótum. Það væri betur ef ríkisstjórnin hefði sömu sýn og hann.
![]() |
Smári Geirsson að hætta eftir 28 ár í sveitarstjórnarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2010 | 22:24
Leyfa veiðar til að banna veiðar ?
Það virðist vera sem svo að Ný Sjálendingar vilji leyfa veiðar og þannig halda þeir að auðveldara verði að banna veiðar. Hver skilur nú svona lagað. Eðlilegast hlýtur að vera að þjóðir sættist á sjálfbærar veiðar á hvölum eins og annarri nýtingu náttúruauðlinda.
![]() |
Nýsjálendingar með hvalveiði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2010 | 20:05
Ábyrgð þeirra sem komu samfélaginu í þessa samningsstöðu.
Ég held að margir óskuðu þess að sjá sveitarfélagið áfram sem sjálfstætt sveitarfélag ef það væri einn af valmöguleikunum. Eftir 3 ára valdatíð Á listans þar sem fjármál sveitarfélagsins voru sett í þrot þá er það ekki lengur einn af valkostunum. Ábyrgð Á listans algjör. Það er búið að vera skálmöld í bæjarstjórn Álftanes og íbúar í þessu góða sveitarfélagi vilja og þrá að héðan komi jákvæðar fréttir (nóg er af þeim) og það ríki friður í bæjarstjórn. Í þeirri stöðu sem er þá hlýtur nærtækast að vera að ræða við Garðabæ. Lönd sveitarfélaganna liggja saman.
![]() |
Flestir Álftnesinga vilja sameinast Garðabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2010 | 13:29
Mikilvæg könnun.
![]() |
Hugur Álftnesinga til sameiningar kannaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð.
Allar stjórnvaldsaðgerðir sem jafna foreldraábyrgð skapar báðum kynjum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði. Í mínum huga eru eðlilegra að skapa kynjunum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði frekar en að handsnú einhverjum prósentu tölum upp eins og hér virðist vera að gera.
![]() |
Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 187333
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar