27.7.2007 | 12:49
Mikið að gera hjá Kalla !
Þegar maður les svona fréttir þá getur maður ekki annað en brosað. Fólk sem lendir í hamförum fær þann heiður að fá heimsókn krónprinsins í Englandi. Maður spyr er ekki svona kerfi með kóngafólki löngu orðið úrelt ?? Blessaður Kalli fæðist sem prins og hefur aldrei haft neitt val um hvað hann vill verða. Hann bara fæðist sem prins og á að verða konungur Englands þegar móðir hans deyr. Og hans hlutskipti er að fjölmiðlar fylgja honum hvert fótmál. Mér finnst eins og svona menn fæðast ófrjálsir í hálfgerðu fangelsi fjölmiðla og búa við það alla ævi.
![]() |
Karl Bretaprins heimsækir flóðasvæðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 22:59
Gummi bróðir gefur út geisladisk !
Gummi bróðir er að gefa út sinn fyrsta sólo geilsadisk. Hann hefur áður gefið út þó nokkrar plötur með hljómsveitinni SúEllen sem hann hefur verið söngvari í síðan hann var mjög ungur. Ég held að hljómsveitin hafi verið stofnuð 1983 þegar Gummi var 13 ára.
Gummi kom áðan og gaf "bróa" áritað eintak. Hann áætlar svo að halda útgáfutónleika um verslunarmannahelgina á Neistaflugi í Neskaupstað og svo trúlega aðra tónleika hér sunnanlands með Dúkkulísunum, snemma í haust. Lög af disknum má finna á blog síðu Gumma. Ég er nú enginn sérfræðingur í hljómlist og fráleitt hlutlaus, en mér finnst þessi diskur ákaflega einlægur og skemmtilegur. Mikill Gummi í þessum disk.
Bæði SúEllen og Dúkkulísurnar eru stofnaðar snemma á níundaáratugnum þegar sápuóperan Dallas var vikulega í Ríkissjónvarpinu. Hljómsveitin SúEllen fékk nafn sitt frá hinni ógæfusömu eiginkonu J.R.. Dúkkúlísurnar sungu, "Ég vildi ég væri Pamela í Dallas". Bobby og Pamela voru fyrirmyndarhjón í þáttaröðinni öfugt við J.R. og Sue Ellen. Þannig eiga báðar þessar frægustu hljómsveitir Austurlands nokkrar rætur í sápuóperum sjónvarpsins, þegar hljómsveitarmeðlimir voru að stíga sín fyrstu spor í músíkinni. Ég fór suður í skóla 1982 og aldrei búið fyrir austan eftir að maður hleypti heimdraganum. Þannig hefur maður fylgst með úr fjarlægð. Set svo hér að lokum mynd af Gumma með þeim Bjartmari og Bjarna Tryggva en myndin var tekinn í fyrra í 40 ára afmæli, mágkonu minnar hennar Gunnu Smára.
TIL HAMINGJU GUMMI !!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 19:47
Feministar og jafnrétti
Í greininni Vinnur Feministafélag Íslands gegn jafnrétti er velt fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan snúist á köflum of mikið um "konur á móti körlum" og segir í niðurlagi. "Við stelpur eigum að hætta að líta á karla sem óvininn og fá þá í lið með okkur í jafnréttisbaráttunni. Þeir eiga nú flestir mæður, konur og dætur sem þeir vilja ekki að búi við óréttlæti. " Mikið get ég tekið undir þetta sjónarmið en hér eins og oft í málflutningi feminista gleymist að geta þess að fullt af körlum býr við óréttlæti, og óréttlæti af hendi kvenna. Hér eins og alltaf eru feministar að horfa á aðra hlið á jafnréttismálum, þ.e. bara hlið kvenna og fá þ.a.l ekki heildarmyndina.
Mig langar að nefna nokkur mál sem eru jafnréttismál en ekki er fjallað um:
- Stærsti kynbundni munur á kynjunum í dag er munur í heimilis og uppeldisábyrgð og þetta verður sérstaklega skýrt þegar kynforeldrar búa ekki saman. Um þessi mál fjalla ekki feministar (a.m.k ekki mikið) en fjalla þeim mun meir um launamun kynjanna sem er endurspeglun af kynbundum mun í heimilis og foreldraábyrgð.
- Konur eru trúlega í meirihluta gerenda í ofbeldi gegn börnum. Þetta má m.a. lesa í bókinni, Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi e. Jónínu Einarsdóttir, Sesselju Th. Ólafsdóttir, og Geir Gunnlaugsson frá 2004. Bókin er gefin út af Umboðsmanni barna og Miðstöð heilsuverndar fyrir börn. Í bókinni kemur fram á bls 39 Niðurstöður Freydísar Jónu(2003a) benda til þess að mæður beiti börn sín oftar ofbeldi en feður Um þetta fjalla feminstar ekki en þeim mun meira um ofbeldi þar sem að karlar eru gerendur.
- Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar og karlar. Framsetning á ofbeldi hér á landi og í Skandinavíu er að karlar séu gerendur í 80-90% af öllu ofbeldi. Þetta er trúlega fjarri öllu sanni. Skv rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér. Um þetta er ekki fjallað, hvorki af feministum né öðrum.
Feminstafélag Íslands hefur gegnt miklu hlutverki í jafnréttisbaráttunni og á þakkir skyldir og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra málstað, enda trúi ég að jafnrétti kynjanna sé samfélaginu mjög hollt. Ég er samt sammála því að jafnréttisbaráttan snýst of mikið um að þetta sé konur á móti körlum. Ég upplifi þannig stundum framsetningu feminista að verið sé að fjalla um karlmenn sem vandamál og konur þurfa að kenna körlum að vera ekki það vandamál sem þeir eru.
Bæði kynin þurfa að taka höndum saman til að jafnrétti kynjanna náist og þá verða bæði kynin að gera sér grein fyrir að jafnrétti er gagnvirkur ferill og bæði kynin verða að geta litið í eigin barm til að við náum fram jafnrétti kynjanna í okkar samfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2007 | 14:11
Helgin 14-16 júlí
Góð en annasöm helgi að baki. Dóttir mín Eyleif Ósk spilaði á Landssímamóti Breiðabliks, bæði með a og b liði Leiknis í Breiðholti. Það er gaman að sjá framfarir stúlknanna í Leikni.
Jóhann bróðir og fjölskylda voru einnig hér og buðu börnunum á kayak. Það var gert á Kasthúsatjörninni hér á Álftanesi. Svo síðast en ekki síst þá kom hún Bergrós mín frá Neskaupstað í gær. Blíðan hér sunnanlands er mikil og fáir dagar á ári sem jafnast á við síðustu daga.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2007 | 11:29
Haraldur Grétar Guðmundsson.

Í æskuminningunni voru Halli og frændi hans Grétar Birkir alltaf saman. Þeir voru í fjörmiklum og uppátækjasömum '65-árgangi. Þegar Gísli Sighvatsson skólastjóri kvaddi Nesskóla eftir nokkurra áratuga starf fjallaði hann í kveðjuræðu sinni sérstaklega um hinn eftirminnilega '65-árgang.
Halli var hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann var hávaxinn, grannur en stæltur og stundaði handbolta, blak og frjálsar íþróttir. Halli lærði bakaraiðn og prófaði sig í ýmsum rekstri með misjöfnum árangri. Svo lenti hann í erfiðu bílslysi með þeim afleiðingum að hann var bundinn við hjólastól það sem eftir var. Árin eftir það voru honum á margan hátt erfið.
Fyrir rúmum þremur árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hefja sambúð með Bergrós, systur Halla. Við fyrstu kynni fannst manni þetta vera sami gamli góði Halli, hraðmæltur drengur sem sagði skemmtilega frá. Halli dvaldi hjá okkur á flestum stórhátíðum og öllum jólum og voru það alltaf gefandi stundir. Við nánari kynni sá maður að barátta Halla við tilveruna var oft á tíðum erfið. Aldrei bar hann sig illa og koma í huga ljóðlínurnar:
Alltaf lifnaði yfir Halla þegar börnin hans bárust í tal. Hann var ákaflega stoltur af Hafdísi Lilju og Guðmundi og sagði að fallegri og dásamlegri börn væri ekki hægt að eiga. Samband hans við börnin var einlægt og gott og hann mat þau mikils. Einnig mat hann mikils barnsmóður sína og sambýlismann hennar fyrir gæfuríkt uppeldi og að búa börnunum gott heimili og ekki síst fyrir að hafa gott samband við sig. Fyrir allt þetta var hann þakklátur.
Halli átti trygga vini sem hittust reglulega. Alltaf var Halla boðið og stundum mætti hann. Oft talaði hann um Súðavíkurferðina, þegar þeir félagar hittust þar og greinilegt var að sú ferð gaf honum mikið. Ég veit að gleði félaganna var ekki síðri.
Samband Haraldar við foreldra sína, sem búa í Neskaupstað, var mjög náið. Trúlega voru ekki margir dagar sem hann átti ekki símtal við annað þeirra. Bergrós sambýliskona mín var eina systkinið sem var í nálægð við hann hér á höfuðborgarsvæðinu. Þau töluðu opinskátt um lífið og tilveruna, enda voru samskipti þeirra hreinskiptin og vináttan einlæg. Haraldur átti einnig mörg símtöl við ömmu sína Sissu seint á kvöldin en bæði voru þau miklar kvöldmanneskjur. Missirinn er mikill við andlát Halla. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og kveð hann með ljóðlínum Þórunnar Sig.
Gísli Gíslason.
Viðskipti og fjármál | Breytt 26.10.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 13:01
Viðheldur launamun kynjanna !
Þegar kona er búinn að vera samfellt í 6 mánuði í fæðingarorlofi og karl slitrótt í samtals 3 mánuði, þá er augljóst að karlinn er að viðhalda sínum starfsframa en konan situr eftir í sínum frama á vinnumarkaði. Þetta styður og viðheldur launamun kynjanna.
HÉR ER ENN OG AFTUR STAÐFESTING Á ÞVÍ AÐ MUNUR Í FORELDRAÁBYRGÐ KYNJANNA ER MIKIL OG ENDURSPEGLUN AF ÞESSUM MUN Í FORELDRAÁBYRGÐ ER STAÐA KYNJANNA Á VINNUMARKAÐI OG LAUNAMUNUR KYNJANNA ER AFLEIÐING AF ÞVÍ.
Það er sorglegt að þegar verið er að fjalla um launamun kynjanna þá er ekkert fjallað um þetta samhengi. Ekki einu sinni leiðari Moggans, sem oft hefur verið framsækinn í skoðunum, hefur séð ástæðu til að benda á þetta samhengi.
![]() |
Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2007 | 21:28
Afmælisdagur sumra
Af félugum og vinum sem eiga afmæli í dag eru m.a.
- Heimir Berg bróðir, fæddur 60.
- Kristinn Steinn, æskufélagi úr næsta húsi fæddur 62
- Kristín Kristinsdóttir bekkjarsystir fædd 64
- Kiddi á Sjónarhól, bekkjarbróðir fæddur 64
- Í gær átti svo Fiffi bekkjaarbróðir afmæli.
Öll sömul til hamingju með daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 17:34
Opinber blaðaútgáfa á Álftanesi ! Íbúar borga brúsann.
Nú hefur það gerst að Á-listi hefur gefið út sitt annað tölublað af Álftanes.is sem er fyrir íbúa á Álftanesi. Fyrsta eintakið var gefið út áður en formlegt samþykki bæjarstjórnar var fengið og áframhaldandi útgáfu til hausts er aðeins samþykkt með atkvæðum Á-listans gegn atkvæðum D-listans. Almennt er útgáfa blaða á höndum einkaaðila en ekki opinberra aðila. Þannig er útgáfa af Álftanes.is algert stílbrot í nútímanum. Ekki einu sinni á æskuslóðum höfundar austur í Neskaupstað, Litlu Moskvu gaf bærinn út blað. Það voru bara flokkarnir á staðnum, sem gerðu slíkt. Ég held að það þurfi því að fara austur til Moskvu á tímum Ráðstjórnarríkjanna til að finna hliðstæðu við opinbera útgáfu á fréttablaði eins og Álftanes.is
Þetta blað, rétt eins og Pravda forðum er gefið út fyrir skattpening íbúanna. Í Álftanes.is eru að mestu fréttir sem birtast einnig annarsstaðar. Þannig er enginn þörf fyrir þessa útgáfu. Þar er stuttlega fjallað um ársreikning sveitarfélagsins. Sú umfjöllun er ekki í nokkru samræmi við efni og forsendur fyrir slíkri frétt. Þar er látið hjá líða að segja frá því að ársreikningur sem hefur ríflega 900 miljón króna tekjur skilar tapi uppá ríflega 300 milljónir. Það er ekki gerð grein fyrir skoðanaágreiningi Á- og D-lista um ástæður slakrar rekstrarniðurstöðu. Hér eins og í Prövdu forðum er sannleikurinn stílfærður svo fréttin verði þóknanleg valdhöfum. Svo er skondið að í einni fréttinni er bæjarstjóranum hrósað undir rós, sagt bæjarstjóri gekk skörulega fram og bauð .. en bæjarstórinn er ábyrgðarmaður að blaðinu sem hrósar verkum hans. Ætli það þætti ekki sérstakt ef ritstjórn Moggans færi að hrósa yfirmanni sínum Styrmi Gunnarssyni með álíka hætti. Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Álftanes.is. Hann fjallar um gott sambýli sitt við fugla og náttúru hér á Álftanesi og ferst það ágætlega úr hendi. Hér eins og oft í Prövdu forðum er listamaður fenginn til að mæra fósturlandið. Fleira mætti tína til.
Það er engin þörf fyrir íbúa Álftaness að skattpeningum sé eytt í blaðaútgáfu. Eina spurningin sem situr eftir í mínum huga er hvort Á-listi telji að þörf á að beina athyglinni frá erfiðum rekstri sveitarfélagsins, með slíkri útgáfu.
Íbúar greiða með hæstu fasteignagjöldumSem íbúi og skattgreiðandi á Álftanesi finnst manni hreint út sagt sorglegt að Á-listinn skuli ekki fara betur með skattfé okkar íbúanna. Sérstaklega nú þegar rekstur sveitarfélagsins er eins þungur og raun ber vitni. Íbúar Álftaness greiða reikninginn, m.a. með hæðstu fasteignagjöldum á höfuðborgarsvæðinu. Meirhluti bæjarstjórnar, Á-listinn, ætti að ganga skörulega fram og hætta þessari útgáfu hið snarasta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 15:32
Foreldri sem gerandi ! Er það móðir eða faðir??
Það er mikið fjallað um ofbeldi hér á landi og þá gjarnan um kynbundið ofbeldi þar sem karlmaður er gerandi en konur og börn þolendur. Í bókinni Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi e. Jónínu Einarsdóttir, Sesselju Th. Ólafsdóttir, og Geir Gunnlaugsson frá 2004 sem er gefin út af Umboðsmanni barna og Miðstöð heilsuverndar fyrir börn er sagt að á bls 39 Niðurstöður Freydísar Jónu(2003a) benda til þess að mæður beiti börn sín oftar ofbeldi en feður Þessar niðurstöður eru ekki í anda þess sem hinn almenni borgari hefur um ofbeldi.
Það hefði því verið mjög forvitnilegt að ef í þessari rannsókn hefði verið skilgreynt ekki bara foreldri heldur líka hvort það væri faðir eða móðir.
Það breytir ekki því að ofbeldi er óafsakanlegt í hvaða mynd sem það er.
![]() |
Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hefur sætt líkamlegu ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 21:23
Haraldur Guðmundsson látinn
Aðfaranótt þann 1.júlí lést mágur minn, Haraldur Guðmundsson. Hjálagt er mynd frá síðustu jólum, á myndinni er Haraldur, Bergrós systir hans og Lóló amma, en við höfum átt góð jól saman síðustu árin. Haraldur lætur eftir sig tvö myndar börn, á foreldra og ömmu á lífi og þrjár systur. Guð blessi minningu góðs drengs og veiti aðstandendum styrk á þessum erfiðu tímum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar