Opinber blaðaútgáfa á Álftanesi ! Íbúar borga brúsann.

Nú hefur  það gerst að Á-listi hefur gefið út sitt annað tölublað af Álftanes.is sem er fyrir íbúa á Álftanesi.  Fyrsta eintakið var gefið út áður en formlegt samþykki bæjarstjórnar var fengið og áframhaldandi útgáfu til hausts er aðeins samþykkt með atkvæðum Á-listans gegn atkvæðum D-listans.   Almennt er útgáfa blaða á höndum einkaaðila en ekki opinberra aðila.  Þannig er útgáfa af Álftanes.is algert stílbrot í nútímanum.   Ekki einu sinni á  æskuslóðum höfundar austur  í Neskaupstað, “Litlu Moskvu” gaf bærinn út blað.  Það voru bara flokkarnir á staðnum, sem gerðu slíkt.  Ég held  að það þurfi því að fara austur til Moskvu á tímum Ráðstjórnarríkjanna til  að finna hliðstæðu við opinbera útgáfu á fréttablaði eins og Álftanes.is

 

Þetta blað,  rétt eins og Pravda forðum er gefið út fyrir skattpening íbúanna.  Í Álftanes.is eru að mestu fréttir sem birtast einnig annarsstaðar.  Þannig er enginn þörf fyrir þessa útgáfu.  Þar er stuttlega fjallað um ársreikning sveitarfélagsins.  Sú umfjöllun er ekki í nokkru samræmi við efni og forsendur fyrir slíkri frétt. Þar er látið hjá líða að segja frá því að ársreikningur sem hefur ríflega 900 miljón króna tekjur skilar tapi uppá ríflega 300 milljónir.  Það er ekki gerð grein fyrir skoðanaágreiningi Á- og D-lista um  ástæður slakrar rekstrarniðurstöðu.  Hér eins og í Prövdu forðum er sannleikurinn stílfærður svo fréttin verði þóknanleg valdhöfum.  Svo er skondið að í einni fréttinni er bæjarstjóranum  hrósað undir rós, sagt “bæjarstjóri gekk skörulega fram og bauð …..”  en bæjarstórinn er ábyrgðarmaður að blaðinu sem hrósar verkum hans.  Ætli það þætti ekki sérstakt ef ritstjórn Moggans færi að hrósa yfirmanni sínum Styrmi Gunnarssyni með álíka hætti. Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Álftanes.is.  Hann  fjallar um gott sambýli sitt við fugla og náttúru hér á Álftanesi og  ferst það ágætlega úr hendi.  Hér eins og oft í Prövdu forðum er listamaður fenginn til að mæra fósturlandið.    Fleira mætti tína til.

 

Það er engin þörf fyrir  íbúa  Álftaness að skattpeningum  sé eytt  í blaðaútgáfu.   Eina spurningin sem situr  eftir í mínum huga er hvort Á-listi telji að þörf  á að beina athyglinni frá erfiðum rekstri sveitarfélagsins, með slíkri útgáfu.   

 Íbúar greiða með hæstu fasteignagjöldum

Sem íbúi og skattgreiðandi á Álftanesi finnst manni  hreint út sagt sorglegt að Á-listinn skuli ekki fara betur  með skattfé okkar íbúanna.  Sérstaklega nú þegar rekstur  sveitarfélagsins er eins þungur og raun  ber vitni. Íbúar Álftaness greiða reikninginn, m.a. með hæðstu fasteignagjöldum á höfuðborgarsvæðinu.  Meirhluti bæjarstjórnar, Á-listinn, ætti að “ganga skörulega fram”  og hætta þessari útgáfu hið snarasta.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 184127

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband