Færsluflokkur: Samgöngur
6.9.2008 | 13:57
Umferðartenging í Vatnsmýrina úr suðri
Eftir Gísli Gíslason: "Mörg efnisleg rök fyrir að setja vegtengingu úr suðri yfir eða undir Skerjafjörðinn inn á Vatnsmýrarsvæðið"
Í dag eru helstu umferðaræðar ofsetnar á álagstímum. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni a.m.k. minnkar. Þetta eykur rými til nýbygginga á svæðinu. Það er verið að byggja nýjan Háskóla Reykjavíkur í Vatnsmýrinni. Það er áætlað að stækka Landspítala Háskólasjúkrahús. Háskóli Íslands stækkar og dafnar. Þannig er og verður vaxandi þörf fyrir nýja umferðartengingu inn á þetta svæði. Það gildir bæði fyrir fólk á leið til og frá vinnu og námi en ekki síður fyrir öruggt aðgengi að Landspítalanum. Í þessu sambandi er eðlilegt að skoða að tengja með vegi, brú eða göngum, frá sunnanverðu Sjálandi Garðabæjar til Bessastaðaness, til Kársness og yfir í Vatnsmýrina. Á hjálagðri mynd er ein hugmynd að slíkri leið.
Hagsmunamál margra
Tenging yfir Skerjafjörðinn sem styttir vegalengdir margra til og frá vinnu eru mikið framtíðar hagsmunamál fyrir íbúa Kópavogs, Garðabæjar, Álftaness, Hafnarfjarðar og jafnvel Suðurnesja. Ekki síður er þetta hagsmunamál fyrir íbúa mið- og vesturbæjar Reykjavíkur sem og Seltirninga þar sem slík framkvæmd gerir leiðina greiðari til Keflavíkur.Sem Álftnesingur tel ég lykilatriði að slík umferðartenging fari ekki í gegnum byggðina á Álftanesi, heldur austan við hana. Núverandi valdhafar á Álftanesi hafa sagt að framtíðargolfvöllur ætti að vera á Bessastaðanesi. Með slíkri framkvæmd kæmi vegtenging við Bessastaðanesið að austan til. Slík vegtenging ætti því að geta verið ein forsenda fyrir tryggu aðgengi að Bessastaðanesinu sem gæti verið forsenda fyrir því að draumur núverandi valdhafa um framtíðar golfvöll á Bessastaðanesi verði að veruleika.
Umhverfismál
Þegar umferð er mest fara svifryksmælingar yfir heilsuverndarmörk við helstu umferðaræðar borgarinnar. Ný leið inn á miðsvæðið, yfir Skerjafjörðinn minnkar álag á þær stofnæðar sem fyrir eru og minnkar þar væntanlega svifryk. Það bætir loftgæði í borginni. Tenging yfir Skerjafjörðinn myndi stytta vegalengd margra til og frá vinnu og námi. Styttri vegalengd til vinnu eða náms þýðir daglega minni útblástur frá bílum sem er mikið umhverfismál en stytting vegalengda er einnig beinlínis þjóðhagslega hagkvæm.Það eru mörg efnisleg rök fyrir að setja á dagskrá tengingu yfir eða undir Skerjafjörð. Það er mikilvægt að slík framkvæmd verði gerð í sátt við náttúru Skerjafjarðar. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir allan suðurhluta höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið 06.09.2008.
Höfundur er lífefnafræðingur og í stjórn Sjálfstæðisfélags Álftaness.
Samgöngur | Breytt 26.10.2008 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar