5.12.2009 | 10:36
Dreifð byggð og dreifð starfsemi?
Á Austurlandi hefur verið byggð enginn einn staður sem er 3 x stærri en næst stærstu staðir eins og t.d. Akureyri fyrir Norðurlandi og Ísafjörður fyrir Vestfirði. Austfirðingafjórðungur hefur talið 10-12 þús manns dreift í mörg sveitarfélög sem voru flest með innan við 1000 íbúa áður en sameining sveitarfélaga hófst og ekkert með fleiri en 2000 íbúa. Framundir 1970 og jafnvel 1980 rifust Seyðisfjörður, Neskaupstaður og jafnvel Eskifjörður um það hvað staður væri forystusveitarfélag fjórðungsins, enda voru þetta stærstu staðirnir með öflugust fyrirtækin og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þessir staðir áttu það allir sameiginlegt að búa við slæmar vetrarsamgöngur og voru endastöðvar. Það eru áratugir síðan það komu upp hugmyndir um að tengja saman Seyðisfjörð og Neskaupstað með göngum og frá þessum göngum átti líka að leggja göng til Egilsstaða. Það heyrist lítið talað um þessa hugmynd í dag og eiga Austfirðingar trúlega fullt í fangi með að fá í gegn ný jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar hefði komið í veg fyrir þessir staðir væru þessar endastöðvar sem þeir eru.
Sú þróun hefur átt sér stað allstaðar í hinum vestræna heimi að fólki sem starfar við framleiðslu fækkar en það fjölgar störfum í þjónustu og opinberri þjónustu. Þetta á líka við á Íslandi þar sem fólki sem starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu og landbúnað, fækkar. Á sama tíma fjölgar fólki sem vinnur við verslun og þjónustu. Fyrir austan hefur fólki fækkað við sjávarsíðuna en íbúum fjölgað á Egilsstöðum og nú síðast á Reyðarfirði í kjölfar uppbyggingar stóriðju þar. Hinu opinbera hefur ekki þótt skynsamlegt að setja niður þjónustufyrirtæki á endastöðvum og einstaklingar í einkarekstri staðsetja sína starfsemi miðsvæðis. Bæði Seyðisfjörður og Neskaupstaður hefðu staðið mun sterkara í dag ef þessi staðir hefðu verið tengdir saman fyrir 20-30 árum og þróun byggðar á Austurlandi hefði orðið með allt öðrum hætt en er í dag.
Norðfirðingar hafa staðið í varnarbaráttu í mörg ár. Þeir þurfa að verja tilvist Fjórðungssjúkrahússins, Verkmenntaskólans osfrv. Nú standa Norðfirðingar í enn einni varnarbaráttunni að reyna að halda hluta af bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Norðfirði og koma í veg fyrir að allt verði staðsett á Reyðarfirði. Norðfirðingar eiga samúð mína alla í þeirri baráttu. Það er samt svo að þegar öll barátta fer í varnarvinnu, þá er lítið eftir fyrir sóknina og það hefur kannski verið stóra vandamálið í firðinum fagra, sem manni þykir svo vænt um. Baráttukveðjur heim.
![]() |
Fjölmenni mótmælti flutningi bæjarskrifstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 5. desember 2009
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar