Dreifð byggð og dreifð starfsemi?

Á Austurlandi hefur verið byggð enginn einn staður sem er 3 x stærri en næst stærstu staðir eins og t.d. Akureyri fyrir  Norðurlandi og Ísafjörður fyrir  Vestfirði.   Austfirðingafjórðungur hefur talið 10-12 þús manns dreift í mörg sveitarfélög sem voru flest með innan við 1000 íbúa áður en sameining sveitarfélaga hófst og ekkert með fleiri en 2000 íbúa.   Framundir 1970 og jafnvel 1980 rifust Seyðisfjörður, Neskaupstaður og jafnvel Eskifjörður um það hvað staður væri forystusveitarfélag fjórðungsins, enda voru þetta stærstu staðirnir með öflugust fyrirtækin og fjölbreytta atvinnustarfsemi.  Þessir staðir áttu það allir sameiginlegt að búa við slæmar vetrarsamgöngur og voru endastöðvar.   Það eru áratugir síðan það komu upp hugmyndir um að tengja saman Seyðisfjörð og Neskaupstað með göngum og frá þessum göngum átti líka að leggja göng til Egilsstaða.  Það heyrist lítið talað um þessa hugmynd í dag og eiga Austfirðingar trúlega fullt í fangi með að fá í gegn ný jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.   Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og  Neskaupstaðar hefði komið í veg fyrir þessir staðir væru þessar endastöðvar sem þeir eru. 

Sú þróun hefur átt sér stað allstaðar í hinum vestræna heimi að fólki sem starfar við framleiðslu fækkar en það fjölgar störfum í þjónustu og opinberri þjónustu.  Þetta á  líka við á Íslandi þar sem fólki sem starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu og landbúnað, fækkar.  Á sama tíma fjölgar fólki sem vinnur við verslun og þjónustu.  Fyrir austan hefur fólki fækkað við sjávarsíðuna en íbúum fjölgað á Egilsstöðum og nú síðast á  Reyðarfirði í kjölfar uppbyggingar stóriðju þar.  Hinu opinbera hefur ekki þótt  skynsamlegt að setja niður þjónustufyrirtæki  á endastöðvum og einstaklingar  í einkarekstri staðsetja sína starfsemi miðsvæðis.  Bæði Seyðisfjörður og Neskaupstaður hefðu staðið mun sterkara í dag ef þessi staðir hefðu verið tengdir saman fyrir 20-30 árum og þróun byggðar á Austurlandi hefði orðið með allt öðrum hætt en er í dag.

Norðfirðingar hafa staðið í varnarbaráttu í mörg ár.  Þeir þurfa að verja tilvist  Fjórðungssjúkrahússins, Verkmenntaskólans osfrv.  Nú standa Norðfirðingar í enn einni varnarbaráttunni að reyna að halda hluta af bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Norðfirði og koma í veg fyrir að allt verði staðsett á Reyðarfirði.  Norðfirðingar eiga samúð mína alla í þeirri baráttu.  Það er samt svo að þegar öll barátta fer í varnarvinnu, þá er lítið eftir fyrir sóknina og það hefur kannski verið stóra vandamálið í firðinum fagra, sem manni þykir svo vænt um.  Baráttukveðjur heim.

 

 


mbl.is Fjölmenni mótmælti flutningi bæjarskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Er ekki hægt að spara mikinn pening með því að sameina bæjarstjórnarskrifstofur og álvers skrifstofur. Man ekki til að mikill sé munur á málflutningi á þessum bæjum.

Hvað varðar jarðgöng þá þóttu þeir skrítnir karlar faðir minn og Hjörleifur þegar þeir ræddu jarðgöng þau sem þú nefnir. Þeir vour allt að því aðhláturs efni sunnan manna sem öllu réðu enda höfðu menn á íslandi enga reynslu af jarðgangnagerð.

Því miður fór það svo að göng voru gerð ofarlega í oddskarði (ekki nógu neðarlega) og kostnaður við þau fór algerlega úr böndunum sem orsakaði (samkvæmt mínum heimildum) nánast stopp í frekari jarðgangnagerð á íslandi. 

Hugsun þeirra félaga var frammúrstefnuleg en hefði skipt sköpum fyrir austurland allt og breytt miklu. Þau litlu göng sem gerð voru breyttu þó heil miklu sem og skíðasvæðið í Oddskarði sem ég myndi telja eitt frum skrefið að frekari samvinnu sveitarfélaganna í fjarðarbyggð

Kristján Logason, 5.12.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ekki þekki ég hvaða hagræðingartölur eru á bakvið þessa ákvörðun að loka skrifstofunum á Norðfirði.  En álversskrifstofur kemur þessu ekkert við frekar en skrifstofur SVN eða Eskju.

Ég man þegar Hjörleifur skrifaði um T göngin fyrst í vikublaðið Austurland. Það var áður en sá góði maður fór að berjast á móti allri uppbyggingu austanlands. Ekki veit ég hvort það voru hans hugmyndir eða þeirra hugmyndir en breytir ekki því að þetta var og er framsýni. Það breytir því heldur ekki að ekki náði hann né aðrir þingmenn fjórðungsins að klára þessi mál.  Þessi T göng viku fyrir  Vestfjarðagöngum. Næst fóru Siglufjarðargöng framfyrir þessi göng, áður var búið að setja inn göng við Hornafjörð og Fáskrúðsfjörð og nú Bolungarvík.  Þessi áform um tengingu Norðfjarðar og Seyðisfjarðar er því ávallt ítt til hliðar. Afleiðingin er að bæði Norðfjörður og Seyðisfjörður voru og eru áfram endastöðvar og byggðaþróun þessum stöðum óhagstæð.   Þessi fornu höfuðból mega muna sinn fífil fegurri.

Oddskarðsgöng urðu úrelt nánast um leið og búið var að ljúka við þau. 

Gísli Gíslason, 5.12.2009 kl. 16:48

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sælir kappar. Fínn pistill hjá þér Gísli. Eins og þú veist erum við Norðfirðingar baráttumenn og höfum eiginlega alltaf þurft að vera í vörn eins og þú minnist á. Hagræðing af þessum flutningi þegar upp er staðið held ég að verði lítil sem engin. Karl faðir minn hefur nú í nokkur á verið í forsvari fyrir Samgöng til að halda þessum gangna hugmyndum á lífi. Vonandi lifum við þennan draum af þó svo ég telji að hvorki pabbi né Logi nái því þótt ungir í anda séu

Eysteinn Þór Kristinsson, 9.12.2009 kl. 10:45

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er rétt Eydi Norðfirðingar eru baráttumenn, en eins og í boltanum þá er sókn besta vörnin og því miður hefur fjörðurinn fagri átt í varnarbaráttu undanfarin ár og því gleymist kannski sóknarboltinn.   Þetta er flott vinna hjá hópnum um Samgöngin en eitthvað vantar ennþá á.

Gísli Gíslason, 14.12.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 184163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband