Moggafréttir EB!

Það dylst engum að það er fjárhagsleg kreppa sem gengur yfir hinn vestræna heim.  Mér skilst að upphaf kreppunnar megi a.m.k að hluta rekja til undirmálslána á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum og þaðan hafi kreppan breiðst út.  Ísland og hin veikari lönd innan EB hafa orðið illilega fyrir barðinu á kreppunni. 

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem kreppa ríður yfir hinn vestræna heim eða einstök lönd. Við lok síðustu aldar lentu frændir vorir Færeyingar í mikilli kreppu og menn muna fjárhagskreppur í S-Ameríku löndum eins og Brasilíu og Argentínu.  Það varð meira að segja  bankakreppa í olíuríkinu Noregi uppúr 1990.  Og þessi kreppa núna hefur líka víðstæk áhrif í Bandaríkjunum.  Allt eru þetta lönd sem eru utan EB og hafa samt lent í efnahagskreppu.  Hvert af þessum ríkjum fer svo sína leið útúr kreppunni.  Norska ríkið átti næga peninga til að endurreisa bankakerfið, Íslendignar fá aðstoð frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Færeyingar fengu erlend lán og Portúgal, Írland, Grikkland og Spánn þurfa að reiða sig á fjármögnun frá Evrópska seðlabankanum.   Mogginn keppist við að segja frá vandræðum Írlands, Grikklands, Portúgals og Spánar.

Máttur fjölmiðla er mikill.  Það er skemmst frá því að segja þegar núverandi ritstjóri Moggans var Forsætisráðherra og vildi setja fjölmiðlalög til að tryggja dreift eignarhald og ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla í landinu, þá risu  Baugsmiðlarnir upp gegn því. Úr varð einhver mesta múgsefjun í seinni tíð sem Forseti vor kórónaði svo með því að neita að skrifa undir lögin.  Fjölmiðlalögin voru sögð beint gegn Baugsmiðlunum og dómsmál gegn Baugi var einnig túlkað sem persónuleg árás forystumanna Sjálfstæðisflokksins á Baug.  Og þjóðin fór að trúa þessu enda var það hamrað inn í vitund fólks af fjölmiðlum Baugs.  Baugsmiðlunum tókst að verja eigendur sína og móta álit þjóðarinnar og koma því inn að þetta væri allt persónuleg óvilld forystumanna Sjálfstæðisflokksins gegn Baugi.  Og Samfylkingin var mikið meðvirk með Baugi og Fréttablaðinu í þessum öllu saman.  Dettur einhverjum í hug í dag að ekki hafi verið eitthvað óhreint í pokahorninu hjá Baugi ?  Dettur einhverjum í hug að Baugsmiðlarnir hafi flutt hlutlausar fréttir um fjölmiðlalögin og Baugsmálið svonenfnda?

Nú er það eins með umræðuna um EB.  Með Moggafréttum af EB þá er ritstjórn blaðsins að ná þeim árangri að landsmenn eru að orðnir fráhverfir því að fá kosti og galla aðildar uppá borðið.  Það á bara alls ekki að ræða EB yfirhöfuð.  Þetta minnir mig á Baugsmálið að því leyti að síendurtekin ritstýrð fréttamennska mótar skoðanir fólks.  Þörfin fyrir opna og gagnrýna fréttamennsku er aldrei ríkari en núna.  Ekki bara um EB heldur um uppgjörið eftir hrunið, hvernig við endurreisum þetta þjóðfélag og hvernig við bætum samfélagið osfrv.  Það er ljóst að Morgunblaðið er ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að umræðan sé gagnrýnin og opin heldur ræður ritstýrð fréttamennska för.  Dettur einhverjum í hug að Moggin flytji hlutlausar fréttir um EB? 

Þa væri kannski ráð að dusta rykið af gömlu fjölmiðlalagafrumvarpinu, sem Forsetinn neitaði að undirrita.  Með smá lagfæringum þá gætu þau verið nauðsynleg lagabót fyrir okkar samfélag.

 


mbl.is Reiða sig á líflínu Evrópska seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2010

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband