Moggafréttir EB!

Það dylst engum að það er fjárhagsleg kreppa sem gengur yfir hinn vestræna heim.  Mér skilst að upphaf kreppunnar megi a.m.k að hluta rekja til undirmálslána á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum og þaðan hafi kreppan breiðst út.  Ísland og hin veikari lönd innan EB hafa orðið illilega fyrir barðinu á kreppunni. 

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem kreppa ríður yfir hinn vestræna heim eða einstök lönd. Við lok síðustu aldar lentu frændir vorir Færeyingar í mikilli kreppu og menn muna fjárhagskreppur í S-Ameríku löndum eins og Brasilíu og Argentínu.  Það varð meira að segja  bankakreppa í olíuríkinu Noregi uppúr 1990.  Og þessi kreppa núna hefur líka víðstæk áhrif í Bandaríkjunum.  Allt eru þetta lönd sem eru utan EB og hafa samt lent í efnahagskreppu.  Hvert af þessum ríkjum fer svo sína leið útúr kreppunni.  Norska ríkið átti næga peninga til að endurreisa bankakerfið, Íslendignar fá aðstoð frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Færeyingar fengu erlend lán og Portúgal, Írland, Grikkland og Spánn þurfa að reiða sig á fjármögnun frá Evrópska seðlabankanum.   Mogginn keppist við að segja frá vandræðum Írlands, Grikklands, Portúgals og Spánar.

Máttur fjölmiðla er mikill.  Það er skemmst frá því að segja þegar núverandi ritstjóri Moggans var Forsætisráðherra og vildi setja fjölmiðlalög til að tryggja dreift eignarhald og ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla í landinu, þá risu  Baugsmiðlarnir upp gegn því. Úr varð einhver mesta múgsefjun í seinni tíð sem Forseti vor kórónaði svo með því að neita að skrifa undir lögin.  Fjölmiðlalögin voru sögð beint gegn Baugsmiðlunum og dómsmál gegn Baugi var einnig túlkað sem persónuleg árás forystumanna Sjálfstæðisflokksins á Baug.  Og þjóðin fór að trúa þessu enda var það hamrað inn í vitund fólks af fjölmiðlum Baugs.  Baugsmiðlunum tókst að verja eigendur sína og móta álit þjóðarinnar og koma því inn að þetta væri allt persónuleg óvilld forystumanna Sjálfstæðisflokksins gegn Baugi.  Og Samfylkingin var mikið meðvirk með Baugi og Fréttablaðinu í þessum öllu saman.  Dettur einhverjum í hug í dag að ekki hafi verið eitthvað óhreint í pokahorninu hjá Baugi ?  Dettur einhverjum í hug að Baugsmiðlarnir hafi flutt hlutlausar fréttir um fjölmiðlalögin og Baugsmálið svonenfnda?

Nú er það eins með umræðuna um EB.  Með Moggafréttum af EB þá er ritstjórn blaðsins að ná þeim árangri að landsmenn eru að orðnir fráhverfir því að fá kosti og galla aðildar uppá borðið.  Það á bara alls ekki að ræða EB yfirhöfuð.  Þetta minnir mig á Baugsmálið að því leyti að síendurtekin ritstýrð fréttamennska mótar skoðanir fólks.  Þörfin fyrir opna og gagnrýna fréttamennsku er aldrei ríkari en núna.  Ekki bara um EB heldur um uppgjörið eftir hrunið, hvernig við endurreisum þetta þjóðfélag og hvernig við bætum samfélagið osfrv.  Það er ljóst að Morgunblaðið er ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að umræðan sé gagnrýnin og opin heldur ræður ritstýrð fréttamennska för.  Dettur einhverjum í hug að Moggin flytji hlutlausar fréttir um EB? 

Þa væri kannski ráð að dusta rykið af gömlu fjölmiðlalagafrumvarpinu, sem Forsetinn neitaði að undirrita.  Með smá lagfæringum þá gætu þau verið nauðsynleg lagabót fyrir okkar samfélag.

 


mbl.is Reiða sig á líflínu Evrópska seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar G

Mikið hjartanlega er ég sammála þér vinur. Við verðum að ræða málin með opnum huga, meta kosti og galla og taka ákvörðun. Menn eiga að hafa skoðanir, vera gagnrýnir og leggja sérhagsmuni á hilluna. Þannig náum við árangri og bestum niðurstöðun fyrir þjóðina.

Ragnar G, 22.7.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

Ef bankarnir þurfa að reiða sig á Evrópska Seðlabankann þá eru þeir komnir í sömu stöðu og Íslensku bankarnir voru í.  Það þýðir að allir eru búnir að loka á þá og staða þeirra er orðin alvarleg.  Menn vilja kannski að þetta verði eins og á gullaldartímum Sovíetríkjanna að það megi bara flytja fréttir sem eru stjórninni þóknanlegar en við fáum nóg af því í öðrum fjölmiðlum.

Ólafur Gíslason, 23.7.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er nú sem betur fer langt í að ástandið hér sé eins og í Sovjét, en það er eftirspurn eftir sjálfstæðum framsæknum fjölmiðlum sem kljúfa mál til mergjar.

Gísli Gíslason, 23.7.2010 kl. 12:52

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ESB áróður Fréttablaðsins með Ólaf Stephensen ritstjóra í fararbroddi,  ásamt fréttastofum RÚV ætti að duga ykkur ESB sinnum. Hér er linkur á heimasíðu Danske Bank sem segir frá aukinni andstöðu Dana við upptöku Evru, af hverju fjallar RÚV ekki um þessa stórfrétt?

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 23:29

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

slóðin á Danske Bank

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 23:31

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er eins og þau sem eru á móti EB, sama hverju tautar og raular óttist umræðuna og vilji því helst kæfa hana.  Krafan hlýtur að vera að umræðan sé opin fagleg og gagrýnin. Þegar slík umræða hefur farið fram þá getur fólk gert upp hug sinn þ.m.t talið ég hvort eðlilegt sé að ganga í EB.  Ég hef það sterklega á trúnni að þau sem eru mest á móti EB óttist að opin umræða muni auka stuðning við EB og vilji því helst stílfærðar fréttir um EB eins og verið hefur í Morgunblaðinu.

Gísli Gíslason, 28.7.2010 kl. 10:38

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þegar annar málsaðilinn hefur mörgum milljörðum að spila má varla búast við sanngjarnri umræðu. Vissulega er erfitt fyrir ykkur ESB sinna að kyngja því að þið getið ekki keypt skoðanir moggans!

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2010 kl. 13:19

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Þú verður að fyrirgefa en það að vilja upplýsta umræðu er ekki það sama og að vera EB sinni.  Upplýst umræða er forsenda fyrir því að menn verði annaðhvort EB sinni eða á móti inngöngu Íslands í EB. 

Ég hef alist upp með að Morgunblaðið sé framsækinn fréttamiðill og maður getur treyst fréttum þaðan.  Svo er ritstjórnarstefna blaðsins eitt.  Þannig náði Mogginn að verða blað allra landsmanna.  Í dag er hann því miður það ekki lengur og ég sakna þess.    Menn virðast réttlæta fréttaflutning Morgunblaðsins með því að RÚV og Fréttablaðið séu EB miðlar og því þurfi Morgunblaðið að vera mótvægi.  Svo skal böl bæta og benda á eitthvað annað.  Það þarf upplýsta og gagnrýna umræðu um kosti og galla aðildar en ekki ritstýrðan fréttaflutning með eða á móti EB.

Gísli Gíslason, 28.7.2010 kl. 14:22

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það hefur verið upplýst umræða. Við skulum t.d. velta fyrir okkur stöðu íslensks landbúnaðar innan ESB. Hver heldur þú að hún yrði?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2010 kl. 17:13

10 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæl Ég er algerlega ósammála þér að umræðan hafi verið upplýst og þú réttlætir ritstýrðar fréttir Moggans með því að meina að fréttir RÚV og Fréttablaðsins séu líka ritstýrðar.  Dapur logic.  

Niðurstaða um landbúna fæst ekki nema með samningum sem aðeins fæst með umsókn og upplýstri umræðu.  Að gefa sér niðurstöðu fyrirfram er í ætt við ritstjórnarstefnu Mbl.  Svo einfalt er það. 

Gísli Gíslason, 28.7.2010 kl. 17:34

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gísli það er einfalt að kynna sér ESB með því að fylgjast með erlendum fréttum, það mun enginn koma með upplýsingar um eðli og vinnubrögð ESB á nokkrum blaðsiðum fyrir fólk. ESB hyggst eyða milljörðum í "kynningu" á sér hérlendis, áttu von á því að sú "kynning" verði hlutlaus?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2010 kl. 23:52

12 Smámynd: Gísli Gíslason

Innleggið í þessum pistli var að fjalla um veikleika íslenskra frétta þegar verið er að fjalla um EB.  Það er alveg rétt að vel er hægt að fylgjast með erlendum fréttum en þær munu væntanlega ekki vera þær sem muni gera væntanlegum samningsdrögum Íslands og EB best skil.  Það ættu íslenskir fjölmiðlar að gera. Því er mikilvægt að hér á landi sé hægt að treysta fjölmiðlum.  Við það hef ég sett spurningarmerki.

Ef þessi kynning EB er ekki hlutlaus þá er þeim mun mikilvægara að til sé fjölmiðill sem er hlutlaus.  Veist þú um einhvern íslenskan fjölmiðil sem væri hlutlaus í umfjöllun um EB? 

Gísli Gíslason, 29.7.2010 kl. 00:26

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gísli, það er enginn fjölmiðill hlutlaus í þessu máli. Viðhorf moggans byggist þó á því að þeir hafa fylgst vel með vinnubrögðum ESB og í framhaldi tekið afstöðu.  Vinnubrögð RÚV og 365 einkennast meira af 2007 viðhorfum þegar að ESB var ekki komið inní kreppuna, og RÚV og 365 virðast ekki fylgjast alltof vel með umfjöllun alþjóðlegra fjármálasérfræðinga sem flestir eru mjög svartsýnir á efnahagshorfur Evrópu, sem og Evru

Enskumælandi fréttastöðvar eru m.a. frá mið-austurlöndum. Asíu, og Rússlandi ásamt að sjálfsögðu USA og UK þessar stöðvar er oft hægt að nálgast á netinu eða á gerfihnattarsjónvörpum

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2010 kl. 14:00

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svo ættu allir að vita að undanþágur sem einstaka ríki hafa fengið í aðildarferli, standast ekki fyrir ESB dómsstólum, og eru þar af leiðandi felldar úr gildi. það er ekkert launungarmál og ESB hefur gefið það út með Ísland að við verðum að hlíta þeirra lögum og það stendur ekki til af þeirra hálfu að breyta sínum lögum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2010 kl. 14:04

15 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er gott að þú viðurkennir að enginn fjölmiðill er hlutlaus hér á landi.  Það er mergurinn í því sem innlegg mitt var.  Ég hef gert meiri kröfur til Morgunblaðsins á liðnum árum um fagleg vinnubrögð, nokkuð sem Morgunblaðið stendur því miður ekki lengur undir.  Það er þörf fyrir faglega fréttamennsku.

Það einkennir ykkur sem eruð á móti EB að þið eruð búin að ákveða að EB er slæmt og sama er um laga og regluverkið.  Því sé það tilgangslaust að skoða þessa hluti yfirhöfuð.  Ég segi að það verður að vega og meta alla hagsmuni og mynda sér skoðun út frá því.  Til þess samningaferli. 

Það er nú ágætt að þú nefnir að til séu erlendir fréttavefir.  Ég get alveg upplýst þig að ég hef búið erlendis í 10 ár við bæði nám og störf og fylgist ágætlega með.  Því finnst mér óhætt að ræða EB mál.   Orð eru til alls fyrst og heimskt er heimaalið barn.

Gísli Gíslason, 29.7.2010 kl. 15:16

16 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gísli ég hef haft mikinn áhuga fyrir ESB í mörg ár og hef fylgst mikið með fréttum bæði þaðan sem og annarsstaðar um málefni álfunnar. Ég hef víða ferðast um álfuna,  ég er aðili að nýsköpunarsamtökum í Evrópu og hef setið nokkrar ráðstefnur þar. Þú skalt ekki halda það að ég beri kala til Evrópu, alls ekki! En ég tel að vel ígrunduðu máli ESB aðild fyrir Ísland, skaðlega okkar þjóð.

Morgunblaðið var lengi vel á villigötum eftir að Styrmir lét af störfum en hann var mjög fær ritstjóri þar. En þeir eru núna eini fjölmiðillinn sem fjallar um ESB af einhverri fagmennsku. Það er vægast sagt undarlegt að þurfa að horfa á sjónvarpsfréttir frá mið-austurlöndum og Asíu til þess að heyra málefnalega umræðu um stöðu ESB á alþjóðavettvangi,   því að ekki sinnir RÚV þeim þætti.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2010 kl. 15:36

17 Smámynd: Gísli Gíslason

Við erum hér að tala um fjölmiðlana og mér finnst Moggin hafa dalað og finnst hann farinn að minna mig óþægilega á síðustu ár Þjóðviljans, bæði er hann orðinn þunnur í blaðsíðufjölda,  auglýsingatekjur minnkað, lestur minnkað og frétta flutningur er gildishlaðinn til að samrýmast ristjórnarstefnunni.  Mér finnst þetta sárt því mér þykir vænt um Moggann og hann bar lengi höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla en er í sömu súpunni núna.  Því hefur maður haft aðrar væntingar til Moggans en annarra fjölmiðla.  Þér finnst þessi  frétta flutningur Moggans góður og nauðsynlegur.  Hér erum við ósammála.

Ég tel að eðlilegt að við skoðum kosti aðildar og það fáist fyrst með umsókn. Þannig fæst heildarmynd.  Upplýst umræða um umsóknina sé forsenda fyrir að þjóðin taki upplýsta ákvörðun.  Þú telur þig vera búin að kynna þér EB svo vel að þú telur ekki þurfa að skoða neitt, þú vitir þetta allt og það þurfi ekkert að skoða kosti og galla aðildar yfirhöfuð.   Hér erum við aftur ósammála.

Það er ekkert að því að vera ósammála, en ég frábið mér að þið sem ekki viljið einu sinni ræða EB mál kallið þá EB sinna sem vilja upplýsta umræðu um málin.   Það er mjög í anda núverandi ritstjórnarstefnu Mbl að uppnefna þá EB sinna,  er vilja umræðu  um málið.

Gísli Gíslason, 29.7.2010 kl. 18:13

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mogginn geldur fyrir samdrátt í þjóðfélaginu, fyrirtæki eins og 365 og Baugur auglýsa helst ekki í Mogganum. Það kostar mikið að halda úti fjölmiðli og þess vegna er mikilvægt að við sem styðjum skoðanafrelsi í jafn stóru máli og ESB aðild, kaupum þá fjölmiðla sem rýma gagnrýni á ESB.

Það er nauðsynlegt að skoða viðsemjendur með gagnrýninni hugsun en ekki gleypa við orðagljáfri þeirra. Ef við ættum í aðildarviðræðum við USA eða Norður-Kóreu myndum við væntanlega draga ályktun útfrá öðrum þáttum en sjálfum samningunum, við skulum minnast þess að ekki hafa allir þættir aðildarsamninga ESB við inngönguþjóðir staðist fyrir dómstólum ESB og hafa þar verið felldir úr gildi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2010 kl. 20:11

19 Smámynd: Gísli Gíslason

Að einhverju leyti geldur Mogginn fyrir samdrátt en mestur skaðinn hjá þeim að þeir hafa tapað trúverðugleika.

Það er enginn að tala um að gleypa eitt né nett orðagjálfur, heldur hlusta á rök með og mót og gera upp sína skoðun eftir  það.  Mogginn og þú virðast aftur á móti búinn að gefa sér niðurstöðuna og telja umræðuna óþarfa og þ.a.l. eru fréttir Moggans ritstýrðar til að þóknast ritstjórnarstefnu blaðsins.  Og slíka óvandaða fréttamennsku réttlætir þú.  Eins og þið óttist opna falega umræðu.

Gísli Gíslason, 2.8.2010 kl. 11:47

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvaða rök eru með aðild að þínu mati?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.8.2010 kl. 13:22

21 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég er hér að fjalla um að fjölmiðlar eru ófaglegir og fjalla ekki faglega um kosti og galla hugsanlegrar aðildar.  Ég geri ráð fyrir að þú sért mér sammála í því þó þú réttlætir einhliða fréttamennsku Mbl sem nauðsynlega vegna þessa að aðrir fjölmiðlar fjalla einhliða um málið frá öðru sjónarhorni.

Efnislega um kosti og galla EB aðildar er alveg hægt að taka aðra umræðu en nokkra punkta með aðild má sjá m.a. hér http://www.evropa.is/2008/11/15/nokkrir-kostir-esb-adildar/

og nokkra punkta á móti aðild má sjá hér http://www.heimssyn.is/index.php?option=com_content&view=section&layout=blog&id=3&Itemid=50

Mér finnst vanta uppá á að fjölmiðlar fjalli faglega um báðar hliðar og þar hef ég í sögulegu samhengi gert ríkustu kröfur til Moggans, nokkuð sem blaðið stendur ekki lengur undir, því miður.

Gísli Gíslason, 3.8.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 183983

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband