Svipað og hér á landi !

Alveg finnst manni á köflum að rökin hér á landi séu þau sömu og notuð eru í Noregi af andstæðingum aðildar þ.e. að andstæðingar aðildar séu séu talsmenn alþýðunnar gegn embættismannaveldi og illum, erlendum öflum.  Svona hálfgerð "Bjartur í Sumarhúsum" rök.  Hitt er annað að það er alls ekki sjálfsagt að ganga í EB, því þarf faglega fréttamennsku um koti og galla og ef ekki næst ásættanleg niðurstaða í sjávarútvegsmálum þá er okkur væntanlega betur borgið fyrir utan. Það er ánægjulegt að svona frétt rati í Morgunblaðið en ekki bara kranafréttamennska gegn aðild eins og hefur verið ráðandi.   Vonandi  gefur þetta fyrirheit um faglegri fréttamennsku þar á bæ.  Upplýst umræða hlýtur að hjálpa þjóðinni að taka upplýsta ákvörðun um hugsanlega aðild.


mbl.is Andstæðingar illra afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrajafnrétti og launajafnrétti !

Í jafnréttisumræðunni er litið á launamun kynjanna sem mikið samfélagslegt vandamál.  Framsetningin er að konur eru undir í karllægu samfélagi.  Ein megin orsök launamuns kynjanna er munur í foreldra ábyrgð.  Meiri ábyrgð kvenna á heimili og uppeldi barna rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði.  Á sama tíma og konur og karlar vilja svo gjarnan að launamunur kynjanna hverfi á vinnumarkaði, þá gleymist það oftast að megin orsök launamunarins er munur í forledraábyrgð kynjanna.  

Eftir að hafa starfað í mörg að málefnum er snerta forsjárlausa feður, þá er ég handviss að drjúgur hluti kvenna vill alls ekkert foreldrajafnrétti.  Og samhengið á milli foreldrajafnréttis og launajafnréttis er eitthvað sem ekki er efst á lista jafnréttisiðnaðarins að fjalla um.

FORELDRAJAFNRÉTTI LEIÐIR TIL LAUNAJAFNRÉTTIS.  Þetta tvennt helst í hendur, og bakslag í að feður taki sér feðraorlof viðheldur launamun kynjanna.


mbl.is Færri karlar taka fæðingarorlof eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2010

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband