Foreldrajafnrétti og launajafnrétti !

Í jafnréttisumræðunni er litið á launamun kynjanna sem mikið samfélagslegt vandamál.  Framsetningin er að konur eru undir í karllægu samfélagi.  Ein megin orsök launamuns kynjanna er munur í foreldra ábyrgð.  Meiri ábyrgð kvenna á heimili og uppeldi barna rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði.  Á sama tíma og konur og karlar vilja svo gjarnan að launamunur kynjanna hverfi á vinnumarkaði, þá gleymist það oftast að megin orsök launamunarins er munur í forledraábyrgð kynjanna.  

Eftir að hafa starfað í mörg að málefnum er snerta forsjárlausa feður, þá er ég handviss að drjúgur hluti kvenna vill alls ekkert foreldrajafnrétti.  Og samhengið á milli foreldrajafnréttis og launajafnréttis er eitthvað sem ekki er efst á lista jafnréttisiðnaðarins að fjalla um.

FORELDRAJAFNRÉTTI LEIÐIR TIL LAUNAJAFNRÉTTIS.  Þetta tvennt helst í hendur, og bakslag í að feður taki sér feðraorlof viðheldur launamun kynjanna.


mbl.is Færri karlar taka fæðingarorlof eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Já það má nú yfirleitt ekki minnast á foreldrajafnréttindi og að ég tali nú ekki um forræðisdeilur.

Ég er á þeirri skoðun að þessi forræðismál séu svo fáranleg að það nær ekki nokkurri átt. 

Stóð í þessu sjálfur á sínum tíma og reyndi að sækja réttar míns. 

Viti menn, fékk einungis að ræða við konur sem horfðu á mig eins og ég væri fífl og töluðu niður til karlmanna. 

Þetta var hjá sýslumanninum í Reykjavík. 

Ég held að það sé löngu kominn tími á að feður njóti meiri réttar þegar það kemur að börnunum og nú mega þessi launamál bíða þar til eitthvað gerist í þeim efnum.

Ástandið er svo slæmt að félag einstæðra feðra getur ekkert gert og var mér tjáð að ég gæti allt eins sturtað niður peningunum mínum því það telst fréttnæmt vinni feður svona mál. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 23.8.2010 kl. 12:24

2 identicon

Þakka þér fyrir þennan pistil Gísli.

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk fyrir innlitið, það er í mínum huga staðreynd að foreldrajafnrétti og launajafnrétti um haldast í hendur.  Ríkisrekinn jafnréttisiðnaður er aftur á móti með stærstan fókus á launamisrétti og öðru þar sem halla á konur. 

Gísli Gíslason, 23.8.2010 kl. 14:59

4 identicon

Vel sagt. Ég vill bara bæta nokkrum punktum við:

-Launamunurinn er mjög oft komin til vegna þess að við konur hreinlega byðja ekki um hærri laun, einnig sækjumst við síður eftir launahærri störfunum.

-Við konur viljum gjarnan stýra 150% hvernig hlutirnir sem snúa að börnunum eru gerðir og allar aðrar leiðir eru rangar í okkar augum. Betra væri að gera sér grein fyrir því að þó ég geri hlutinn á einn veg og pabbinn á annan eru báðir réttir.

-Fæðingarorlofið hefur lækkað mjög mikið á undanförnum 2 árum, hámarks viðmiðunarlaun hafa farið úr 600 þúsundum í 300 þúsund. Þetta þýðir að fái maður hæstu mögulegu launatölu fær maður rétt um 220 þúsund útborgaðar á mánuði. Eða rétt undir 2 miljónir isk samanlagt fyrir allan mögulegan rétt foreldranna samanlagt. Þetta var árið 2008 480 þúsund á mánuði eða vel rúmlega 4 miljónir fyrir sama tímabil.

Ég held því að það sé ekki nægjanlegt að skoða fjölda í fæðingarorlofi heldur einnig hversu lengi hvert og barn fær að njóta samveru við foreldra sína heima við fyrstu mánuði ævinnar. Ég fer sjálf í fæðingarorlof nú í vetur og fjárhagslega get ég ekki tekið meir en 4 mánuði.

Nína Björg Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 16:04

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk fyrir þetta.  Ánægjulegt að þið eruð sammála skrifum mínum. Í mínum huga er mikilvægasta að foreldrar beri jafna ábyrgð á uppeldi barna óháð því hvort foreldrar búa saman eða ekki.  Börn sem mynda gott samband við báða foreldra spjara sig betur og slíkt skapar forsendur fyrir launajafnfrétti. 

Gísli Gíslason, 23.8.2010 kl. 22:28

6 identicon

Ekki spurning, það ætti að sögunni til að hallað sé svo greinilega á rétt karlmanna þegar kemur að börnum. Þetta eru sjálfsögð mannréttindi barna. Það eiga líka að vera sjálfsögð réttindi feðra að börn séu ekki hrifsuð úr þeirra umsjá einungis sökum þess hvaða kyni þeir tilheyra.

Ekki alls fyrir löngu var bloggsíðu blaðakonu nokkurar lokað hér á blog.is þar sem að málflutningur hennar í garð einstæðra feðra var slík villimennska að erfitt var að ímynda sér að konan hefði lokið prófi úr barnaskóla, hvað þá úr háskóla.

Því fyrr sem að konur átta sig á að þær eru með þessu að standa í vegi fyrir sinni eigin réttindabarráttu eins og þú lýsir svo vel, því betra. Mig grunar þó að þær gætu þurft smá aðstoð í þessum efnum. Það getur ekki verið konum hollt til lengdar, að einblína um of á eigin velferð og troða um leið allt of oft fótum réttindi barna, til að eiða jafn miklum tíma með feðrum sínum eins og mæðrum.

sandkassi (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 01:07

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er vanamál við þessa umræðu að hún hefur tilhneigingu til að fjalla of mikið um jaðarmál, þar sem átök og ógæfa foreldra er algjör.  Svo eru jaðarmálin notuð sem rök gegn því að ekki megi eða eigi að breyta meginreglu eins og það að dómarar fái heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, eins og tíðkast alls staðar í hinum vestræna heimi.

Gísli Gíslason, 24.8.2010 kl. 09:33

8 identicon

Tek undir það, það er afskaplega lítils hófs gætt í þessari umræðu.

sandkassi (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 184007

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband