24.2.2010 | 08:12
Veik frétt og fréttaumfjöllun.
Þessi frétt fjallar einungis um álit eins skosks þingmanns á fyrirhugaðri löggjöf EB. Hér er ekki gagnrýnin fréttaskýring þar sem fjallað er um málið frá báðum hliðum. Þetta er því miður einungis kranafréttamennska þar sem frétt þóknanleg ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins er sett undir grípandi fyrirsögn.
Óttast um fiskimiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 185615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað sem því líður þá má geta þess að þessi ágæti þingmaður, Struan Stevenson, er gallharður Evrópusambandssinni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.2.2010 kl. 08:24
það breytir ekki eðli fréttar Morgunblaðsins. Þýtt frétt sem hentar stefnu blaðsins, en ekki gagnrýnin umfjöllun um málið frá báðum hliðum.
Gísli Gíslason, 24.2.2010 kl. 08:48
Hentar innihald fréttarinnar þér illa Gísli?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 09:37
Er ekki vænn hluti íslenska aflans hvort sem er fluttur beint út til frekari vinnslu? Þessi frétt ber keim af hræðsluáróðri.
Sumarliði Einar Daðason, 24.2.2010 kl. 14:57
það er ljóst að Morgunblaðið er á móti EB aðild. Býst við að þeir færu seint að þýða einhverjar jákvæar EB fréttir en það vantar ekki að svona fréttir rata beina leið á síður Moggans.
Gísli Gíslason, 25.2.2010 kl. 13:51
Þorgeir, innihaldið hentar mér ekkert illa. Finnst bara döpur kranafréttamennska.
Gísli Gíslason, 26.2.2010 kl. 22:31
Heill og sæll Gísli, ég er sammála þér.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.2.2010 kl. 23:37
Takk fyrir það Sigmar. Ósjálfstæðir fréttamiðlar sem flytja fréttir til að þóknast eigendum sínum var rík ástæða fyrir því að samfélagið fór ekki í naflaskoðun fyrir hrun og m.a. þess vegna varð hrunið. Að sama skapi þá mun endurreisninni seinka ef fjölmiðlar eru áfram bara meðvirkir með eigendum sínum en eru ekki hið hið gagnrýna auga sem er að kryfja málin til mergjar. Það er skondið að sá maður sem vildi setja fjölmiðlalög og tryggja sjálfstæði fjölmiðla er nú orðinn þáttakandi í því sem hann vildi berjast á móti, m.a. með fjölmiðlalögunum.
Gísli Gíslason, 27.2.2010 kl. 13:14
Hjartanlega sammála þér Gísli. Við eigum ekki að vera að eyða mikilli orku í að skíta út Evrópubandalagið fyrr en við vitum hvaða stendur í samningnum sem við eigum vonandi eftir sjá. Gott væri t.d. ef fréttamenn settu fram draumasamning þjóðarinnar (ekki bara hagsmunaaðila) við ESB þannig að við gætum séð hvaða samningur væri draumasaningur okkar. Í staðin er umræðan bara skítkast og kranafréttamennska eins og þú sagðir.
Takk fyrir þetta Gísli
Ragnar G, 28.2.2010 kl. 10:20
Það var aðeins frekari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðin 27.feb, skrifað af Kristján Jónssyni sem er í mínum huga einn af betri blaðamönnum Mbl. Þar virðist vera að þessi skoti vilji ekki framseljanlegan kvóta þar sem að þá muni stórútgerðir kaupa upp allan kvóta eins og gerst hafi Íslands. M.ö.o hann vill ekki íslenska módellið en við höfum í fullri sjálfumgleði talið að við höfum besta kerfi sem völ er á. Skotinn heldur því fram að þá muni Spanjólar kaupa kvótann við Skotland osfrv. Í þessu sambandi gleymir fréttamaður að nefna að með því að kvótar séu framseljanlegir þá verður til hagræðing í greininni og Skotar hljóta að hafa sömu möguleika að kaupa kvóta í EB eins og önnur ríki að kaupa kvóta við Skotland. Í greininni varar jafnframt Skotinn Íslendinga við að ganga í EB þar sem að þá verðum við að gefa eftir einhvern kvóta til EB en jafnframt fengjum við kvóta í EB. Það er ekki nefnt að hlutfallsleg veiði regla byggir á veiðireynslu. Erlend ríki hafa nánast enga veiðireynslu hér við land. Blaðamaðurinn fjallar heldur ekki um að geta hvaða sóknarmöguleikar þetta eru fyrir íslensk fyrirtæki til að hasla sér völl í EB. Í dag geta íslensk fyrirtæki fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum EB en sjávarútvegsfyrirtæki eða önnur fyrirtæki í EB mega ekki fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Íslendingar hafa keypt helstu útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi og Bretlandi. Íslendingar eru forystuþjóð í sjávarútvegi og verða það áfram þótt við hugsanlega einhvern tímann í framtíðinni munum ræða við EB og jafnvel ganga í EB. Þessi fréttaskýring var að mínu líka veikburða, enda kannski hefur blaðamaðurinn ekki umboð ritstjórnar til að fjalla faglega um málið frá öllum hliðum.
Gísli Gíslason, 28.2.2010 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.