Gjaldskrá standi undir rekstri OR en ekki sukki.

Það er eðlilegt að gjaldskrá O.R. standi undir rekstri O.R. en svona rekstur á ekki að vera notaður til að greiða árlega miljarða inní borgarkerfið.  Borgin á að vera það vel rekin að útsvar og aðrar reglulegar tekjur dugi til að reka það sveitarfélag eins og önnur.   Það er eðlileg krafa að O.R. sé vel rekið og einbeiti sér að kjarnastarfsemi.   Þannig hefur það ekki verið og eru sorgleg dæmi um sukk eins og Línu Net, risa rækjueldi og árlegar niðurgreiðslur í borgarsjóð.   Vonandi markar þetta nýtt upphaf fyrir Orkuveituna, þar sem þetta þjónustufyrirtæki verði rekið sem slíkt en ekki sem mjólkurkú fyrir Reykjavíkurborg.
mbl.is 28,5% hækkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Kostnaður vegna bruðls og spillingar R listans í stjórnar tíð Ingibjargar Sólrúnar er núna sendur borgarbúum og það leiðir einnig til þess að lán íslendinga hækka.

Ingvar, 27.8.2010 kl. 20:11

2 identicon

Sammála þér Gísli.

Það verður að skera niður og losa út allan þann fjölda manna sem er akkert að gera en hefur verið á spenanum. Það má örugglega fækka starfsfólki niður í 4-500 t.d. Spara annan rekstrarkostanð um helming o.s.frv. Almenningur krefur stjórn OR um meiri vinnu en að hækka taxta. Þið ásamt stjórnendum verðið að skera niður og það strax. Ef ekki þá þarf nýtt fólk við stjórnvölinn.

Björgvin (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Orkuveitan var stofnuð 1999 af R-listanum

 

Þá var Landsvirkjun tekin út úr fyrirtækinu og færð yfir í borgarsjóð til að fegra stöðu borgarjóðs

 

Arðgreiðslurnar stórhækkaðar í 1.5 milljarð á ári.

 

OR fékk í vöggugjöf frá R-listanum 4 milljarða skuldabréf til að fegra stöðu borgarsjóðs.

 

Þegar R listinn fór frá var hann í samingaviðræðum  við Símann um kaup  á grunnneti Símans. Kaupverðið var áætlað yfir 20 milljarða. Sjálstæðismenn stöðvuðu það.

 

Þetta er aðeins hluti af vandamálapakkanum sem hét R-listi.

 

hér er smá viðbót.

 

·  Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.

 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.

 

Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.

 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.8.2010 kl. 11:44

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Takk fyrir innlitið og Ólafur fyrir mjög gott innlegg.  Það var líka undir forystu R listans sem Línu net og risa rækjueldið og annað rugl undir forystu R-listans, en það var Alfreð Þorsteinsson, Framsóknarmaður sem var stjórnarformaður O.R.  Og Framsókn virðist ekki eiga sér viðreisnar von í borginni eftir allt þetta.

Gísli Gíslason, 28.8.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 183958

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband